Er ríkissaksóknari að grínast? Viðar Hjartarson skrifar 13. mars 2024 10:31 Fyrir fáeinum árum voru 5 ungmenni handtekin vegna mótmælasetu í anddyri dómsmálaráðuneytisins og í framhaldinu fylgdi kæra lögreglu og 5 samhljóða ákærur frá ákærusviði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, gefnar út með nokkurra vikna millibili, þannig að hver og einn sakborningur þurfti að útvega sér verjanda með tilheyrandi kostnaði, sem ætla má að hafi alls numið nærri 3 milljónum króna, eða um 600 þúsund á mann. Í lögum um meðferð sakamála nr 88/2008 segir í 143.grein: „Ef fleiri menn en einn eru sóttir til saka fyrir þátttöku í sama verknaði SKAL það gert í einu máli, nema annað þyki hagkvæmara“ og 33.gr. sömu laga hljóðar svo; „Nú eru fleiri en einn maður hafður fyrir sökum í sama máli og er þá heimilt að skipa eða tilnefna sama mann verjanda beggja eða allra, ef telja má að hagsmunir þeirra rekist ekki á“ Ekki taldi ákæruvaldið sig þurfa að hlýta þessum ákvæðum laganna, heldur valdi aðra og mjög iþyngjandi leið fyrir sakborninga,eins og áður er getið. Öll eru ungmennin ólöglærð og var ekki kunnugt um ofannefndar lagagreinar fyrr en eftir uppkvaðningu dóma. Sendu þá erindi til ákærusviðs lögreglustjóra og óskuðu eftir rökstuðningi fyrir því að 143.greinin hefði verið virt að vettugi við útgáfu ákæra og hvernig hagkvæmni sjónarmiðið í sömu grein hafi samrýmst slíkum vinnubrögðum. Engin svör bárust í 25 mánuði, eða þar til umboðsmaður alþingis spurðist fyrir um málið og krafðist svara innan 14 daga. Það dugði! Í svarinu er beiðni um röksemdir hafnað með þeim orðum „að handhafar lögreglu-og ákæruvalds njóti, að lögum,verulegs sjálfstæðis til alls ákæruvalds í landinu…“ . M.ö.o , það kom sakborningum ekkert við hversvegna ákærandi olli þeim verulegu fjárhagstjóni, að ástæðulausu. Þáttur ríkissaksóknara: Eðlilega var ekki unað við þessa niðurstöðu og því leitað álits ríkissaksóknara á túlkun ákærusviðsins á 143.greininni,en hann hefur, lögum samkvæmt, eftirlit með framkvæmd ákæruvalds hjá öðrum ákærendum. Svar barst 14.febrúar s.l. og er það tilefni þessa pistils, en þar segir m.a.: „Ríkissaksóknari bendir á að í þeim málum sem um er fjallað í erindinu var ekki um það að ræða að sakborningar hefðu tekið þátt í sama verknaði, enda var sú háttsemi að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri dómsmálaráðuneytisins…. sbr. ákærulýsingar, sjálfstætt brot hvers og eins sakbornings…“. Túlkun ríkissaksóknara líkist fremur einhvers konar orðhengilshætti en alvöru lögskýringu. Auðvitað var þarna um einn sameiginlegan verknað að ræða, þ.e. sakborningarnir sátu saman á gólfinu , með „handleggi krækta saman“, eins og segir í dómsskjölum og óhlýðnuðust fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri ráðuneytisins. Engar skemmdir unnar og enginn meiddur. Öll voru þau að mótmæla langvarandi aðgerðaleysi dómsmálaráðherra í einum ákveðnum málaflokki. Ákærurnar sem fylgdu í kjölfarið voru allar efnislega samhljóða (þ.e. brot á 19.gr. lögreglulaga), enda verknaðurinn sá sami í öllum tilvikum, framinn á sama stað á sama tíma og af sömu ástæðu, fellur því að umræddri 143.grein, eins og flís að rassi. Það var annars dapurlegt að horfa upp á, í réttarsal, afleiðingar „herkænsku“ ákærusviðsins um aðskilin réttarhöld, þar sem dómþingin fimm urðu eins og endurteknar leiksýningar : Ákæruvaldið og allir verjendur fluttu efnislega sömu ítarlegu ræðurnar, aftur og aftur, sömu vitnin kölluð úr vinnu ítrekað til að endurtaka (eðlilega) fyrri framburð, að ógleymdum dómurunum, sem hver og einn eyddi dýrmætum tíma í að rökstyðja úrskurði sína, sem allir reyndust svo af sama meiði, enda verknaðurinn einn og hinn sami, hvað sem líður áliti ríkissaksóknara. Er þetta kannski „hagkvæmnin“ sem kemur í veg fyrir beitingu 143.greinarinnar í málinu? Héraðsdómur hlýtur að hrósa happi yfir því að sakborningarnir voru „aðeins“ fimm, en ekki fimmtán! Að sjálfsögðu var vitað fyrirfram að hinir ákærðu yrðu dæmdir í málamynda sektargreiðslur (sem og varð), en margfaldur verjenda kostnaður kæmi hinsvegar illa við buddu þeirra, enda efnalitlir námsmenn. Víða um lönd beita valdhafar ýmiskonar bellibrögðum til að koma í veg fyrir allskonar andóf, sem er þeim ekki að skapi, en vonandi nær slíkur stjórnunarstíll ekki fótfestu hér á landi. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fáeinum árum voru 5 ungmenni handtekin vegna mótmælasetu í anddyri dómsmálaráðuneytisins og í framhaldinu fylgdi kæra lögreglu og 5 samhljóða ákærur frá ákærusviði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, gefnar út með nokkurra vikna millibili, þannig að hver og einn sakborningur þurfti að útvega sér verjanda með tilheyrandi kostnaði, sem ætla má að hafi alls numið nærri 3 milljónum króna, eða um 600 þúsund á mann. Í lögum um meðferð sakamála nr 88/2008 segir í 143.grein: „Ef fleiri menn en einn eru sóttir til saka fyrir þátttöku í sama verknaði SKAL það gert í einu máli, nema annað þyki hagkvæmara“ og 33.gr. sömu laga hljóðar svo; „Nú eru fleiri en einn maður hafður fyrir sökum í sama máli og er þá heimilt að skipa eða tilnefna sama mann verjanda beggja eða allra, ef telja má að hagsmunir þeirra rekist ekki á“ Ekki taldi ákæruvaldið sig þurfa að hlýta þessum ákvæðum laganna, heldur valdi aðra og mjög iþyngjandi leið fyrir sakborninga,eins og áður er getið. Öll eru ungmennin ólöglærð og var ekki kunnugt um ofannefndar lagagreinar fyrr en eftir uppkvaðningu dóma. Sendu þá erindi til ákærusviðs lögreglustjóra og óskuðu eftir rökstuðningi fyrir því að 143.greinin hefði verið virt að vettugi við útgáfu ákæra og hvernig hagkvæmni sjónarmiðið í sömu grein hafi samrýmst slíkum vinnubrögðum. Engin svör bárust í 25 mánuði, eða þar til umboðsmaður alþingis spurðist fyrir um málið og krafðist svara innan 14 daga. Það dugði! Í svarinu er beiðni um röksemdir hafnað með þeim orðum „að handhafar lögreglu-og ákæruvalds njóti, að lögum,verulegs sjálfstæðis til alls ákæruvalds í landinu…“ . M.ö.o , það kom sakborningum ekkert við hversvegna ákærandi olli þeim verulegu fjárhagstjóni, að ástæðulausu. Þáttur ríkissaksóknara: Eðlilega var ekki unað við þessa niðurstöðu og því leitað álits ríkissaksóknara á túlkun ákærusviðsins á 143.greininni,en hann hefur, lögum samkvæmt, eftirlit með framkvæmd ákæruvalds hjá öðrum ákærendum. Svar barst 14.febrúar s.l. og er það tilefni þessa pistils, en þar segir m.a.: „Ríkissaksóknari bendir á að í þeim málum sem um er fjallað í erindinu var ekki um það að ræða að sakborningar hefðu tekið þátt í sama verknaði, enda var sú háttsemi að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri dómsmálaráðuneytisins…. sbr. ákærulýsingar, sjálfstætt brot hvers og eins sakbornings…“. Túlkun ríkissaksóknara líkist fremur einhvers konar orðhengilshætti en alvöru lögskýringu. Auðvitað var þarna um einn sameiginlegan verknað að ræða, þ.e. sakborningarnir sátu saman á gólfinu , með „handleggi krækta saman“, eins og segir í dómsskjölum og óhlýðnuðust fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri ráðuneytisins. Engar skemmdir unnar og enginn meiddur. Öll voru þau að mótmæla langvarandi aðgerðaleysi dómsmálaráðherra í einum ákveðnum málaflokki. Ákærurnar sem fylgdu í kjölfarið voru allar efnislega samhljóða (þ.e. brot á 19.gr. lögreglulaga), enda verknaðurinn sá sami í öllum tilvikum, framinn á sama stað á sama tíma og af sömu ástæðu, fellur því að umræddri 143.grein, eins og flís að rassi. Það var annars dapurlegt að horfa upp á, í réttarsal, afleiðingar „herkænsku“ ákærusviðsins um aðskilin réttarhöld, þar sem dómþingin fimm urðu eins og endurteknar leiksýningar : Ákæruvaldið og allir verjendur fluttu efnislega sömu ítarlegu ræðurnar, aftur og aftur, sömu vitnin kölluð úr vinnu ítrekað til að endurtaka (eðlilega) fyrri framburð, að ógleymdum dómurunum, sem hver og einn eyddi dýrmætum tíma í að rökstyðja úrskurði sína, sem allir reyndust svo af sama meiði, enda verknaðurinn einn og hinn sami, hvað sem líður áliti ríkissaksóknara. Er þetta kannski „hagkvæmnin“ sem kemur í veg fyrir beitingu 143.greinarinnar í málinu? Héraðsdómur hlýtur að hrósa happi yfir því að sakborningarnir voru „aðeins“ fimm, en ekki fimmtán! Að sjálfsögðu var vitað fyrirfram að hinir ákærðu yrðu dæmdir í málamynda sektargreiðslur (sem og varð), en margfaldur verjenda kostnaður kæmi hinsvegar illa við buddu þeirra, enda efnalitlir námsmenn. Víða um lönd beita valdhafar ýmiskonar bellibrögðum til að koma í veg fyrir allskonar andóf, sem er þeim ekki að skapi, en vonandi nær slíkur stjórnunarstíll ekki fótfestu hér á landi. Höfundur er læknir.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun