„Þetta er ekki beint það sem fólk kaus“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2024 21:51 Skiltið hans Jóhanns tók nokkrum breytingum eftir að borgin tók við hönnuninni. vísir Breiðhyltingur, sem átti tillögu að skilti sem býður fólk velkomið í hverfið í hugmyndakeppninni Hverfið mitt í fyrra og var samþykkt, segir miður að endanleg hönnun skiltisins sé ekki í anda Breiðholtsins. Allan karakter vanti í útlit þess. „Það var aðallega leiðinlegt að sjá hvað eitthvað, sem getur verið svo stórt, flott og skemmtilegt, var lagt til hliðar fyrir eitthvað sem einhverjum sem kunna meira í fræðunum finnst fallegt og meira í takt við tímann. Þetta er ekki beint það sem fólk kaus,“ segir Jóhann Sveinsson, Breiðhyltingur og hugmyndasmiðurinn á bak við skiltið. Jóhann vakti athygli á því á Twitter í dag að hönnun að Breiðholtsskiltinu væri tilbúin. Lítið og krúttlegt skilti, skrifar Jóhann á Twitter. Ekki beint í anda þess sem hann lagði til. Tillaga Jóhanns minnir óneitanlega á hverfisskilti frá Bandaríkjunum, stórt og valdeflandi eins og Jóhann orðar það. Áhugavert líka hversu minimalísk hönnunin er en minimalismi er eins langt frá öllu sem tengist hverfinu og mögulegt er.— JS el johann (@Eljohann4) March 12, 2024 Niðurstaðan er öllu mínímalískari. Skandinavísk í útliti og rímar ekki vel að mati Jóhanns við hráan anda Breiðholtsins. Hann segist í samtali við fréttastofu viljað sjá útfærslu, sem líktist heldur þeirri tillögu sem hann lagði upprunalega fram. „Já, sem var svona stórt og valdeflandi. Mér finnst leiðinlegt hvað er búið að draga úr stærðinni, leiðinlegt að þetta sé orðinn einhver álkassi.“ Fólk hafi haft samband við hann í dag og furðað sig á útfærslu borgarinnar. „Fólk er eiginlega bara hissa á því að það sé verið að gera eitthvað annað en allir kusu,“ segir Jóhann. Svekktur að svona fór Ekkert samráð hafi verið haft við hugmyndasmiðina við hönnun skiltisins. Hann hafi fengið mynd af endanlegri hönnun skiltisins senda og fengið leyfi til að birta mynd af því. „Það var aldrei spurt: Finnst ykkur þetta flott? Viljið þið hafa þetta svona?“ segir Jóhann. Ertu svekktur að hönnunin sé svona en ekki eins og þú lagðir upp með? „Já, eða það er bara leiðinlegt að þetta sé að falla í eitthvað svona form. Þetta skilti hefði getað verið svo mikil sérstaða. Það vantar karakter í skiltið.“ Rætt var við Jóhann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í haust þegar tillaga hans var kosin af hverfisbúum. Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Fjölbreyttar hugmyndir hlutu kosningu: „Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims“ Sextíu og tvær hugmyndir hlutu kosningu í verkefninu Hverfið mitt, sem lauk í síðustu viku. 2. október 2023 23:14 Breiðholtsstiginn meðal þess sem hlaut flest atkvæði Umdeildur stigi sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts var meðal vinsælustu verkefnanna sem kosin voru til framkvæmda af íbúum Reykjavíkur á vegum samráðsverkefnis Reykjavíkur við íbúa árið 2021. Verkefnastjóri segir stigann byggðan með það í huga að hægt verði að nýta hann allan ársins hring, hann muni með tímanum falla betur inn í skóginn. 31. maí 2023 08:00 Ærslabelgir, gosbrunnar og stytta af Vigdísi Finnbogadóttur Hugmyndasöfnunin fyrir verkefnið „Hverfið mitt“ er í fullum gangi og hafa meira en fimm hundruð hugmyndir borist nú þegar. Ljóst er að borgarbúar láti hugmyndaflugið ráða för. 3. október 2022 12:46 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
„Það var aðallega leiðinlegt að sjá hvað eitthvað, sem getur verið svo stórt, flott og skemmtilegt, var lagt til hliðar fyrir eitthvað sem einhverjum sem kunna meira í fræðunum finnst fallegt og meira í takt við tímann. Þetta er ekki beint það sem fólk kaus,“ segir Jóhann Sveinsson, Breiðhyltingur og hugmyndasmiðurinn á bak við skiltið. Jóhann vakti athygli á því á Twitter í dag að hönnun að Breiðholtsskiltinu væri tilbúin. Lítið og krúttlegt skilti, skrifar Jóhann á Twitter. Ekki beint í anda þess sem hann lagði til. Tillaga Jóhanns minnir óneitanlega á hverfisskilti frá Bandaríkjunum, stórt og valdeflandi eins og Jóhann orðar það. Áhugavert líka hversu minimalísk hönnunin er en minimalismi er eins langt frá öllu sem tengist hverfinu og mögulegt er.— JS el johann (@Eljohann4) March 12, 2024 Niðurstaðan er öllu mínímalískari. Skandinavísk í útliti og rímar ekki vel að mati Jóhanns við hráan anda Breiðholtsins. Hann segist í samtali við fréttastofu viljað sjá útfærslu, sem líktist heldur þeirri tillögu sem hann lagði upprunalega fram. „Já, sem var svona stórt og valdeflandi. Mér finnst leiðinlegt hvað er búið að draga úr stærðinni, leiðinlegt að þetta sé orðinn einhver álkassi.“ Fólk hafi haft samband við hann í dag og furðað sig á útfærslu borgarinnar. „Fólk er eiginlega bara hissa á því að það sé verið að gera eitthvað annað en allir kusu,“ segir Jóhann. Svekktur að svona fór Ekkert samráð hafi verið haft við hugmyndasmiðina við hönnun skiltisins. Hann hafi fengið mynd af endanlegri hönnun skiltisins senda og fengið leyfi til að birta mynd af því. „Það var aldrei spurt: Finnst ykkur þetta flott? Viljið þið hafa þetta svona?“ segir Jóhann. Ertu svekktur að hönnunin sé svona en ekki eins og þú lagðir upp með? „Já, eða það er bara leiðinlegt að þetta sé að falla í eitthvað svona form. Þetta skilti hefði getað verið svo mikil sérstaða. Það vantar karakter í skiltið.“ Rætt var við Jóhann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í haust þegar tillaga hans var kosin af hverfisbúum.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Fjölbreyttar hugmyndir hlutu kosningu: „Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims“ Sextíu og tvær hugmyndir hlutu kosningu í verkefninu Hverfið mitt, sem lauk í síðustu viku. 2. október 2023 23:14 Breiðholtsstiginn meðal þess sem hlaut flest atkvæði Umdeildur stigi sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts var meðal vinsælustu verkefnanna sem kosin voru til framkvæmda af íbúum Reykjavíkur á vegum samráðsverkefnis Reykjavíkur við íbúa árið 2021. Verkefnastjóri segir stigann byggðan með það í huga að hægt verði að nýta hann allan ársins hring, hann muni með tímanum falla betur inn í skóginn. 31. maí 2023 08:00 Ærslabelgir, gosbrunnar og stytta af Vigdísi Finnbogadóttur Hugmyndasöfnunin fyrir verkefnið „Hverfið mitt“ er í fullum gangi og hafa meira en fimm hundruð hugmyndir borist nú þegar. Ljóst er að borgarbúar láti hugmyndaflugið ráða för. 3. október 2022 12:46 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Fjölbreyttar hugmyndir hlutu kosningu: „Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims“ Sextíu og tvær hugmyndir hlutu kosningu í verkefninu Hverfið mitt, sem lauk í síðustu viku. 2. október 2023 23:14
Breiðholtsstiginn meðal þess sem hlaut flest atkvæði Umdeildur stigi sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts var meðal vinsælustu verkefnanna sem kosin voru til framkvæmda af íbúum Reykjavíkur á vegum samráðsverkefnis Reykjavíkur við íbúa árið 2021. Verkefnastjóri segir stigann byggðan með það í huga að hægt verði að nýta hann allan ársins hring, hann muni með tímanum falla betur inn í skóginn. 31. maí 2023 08:00
Ærslabelgir, gosbrunnar og stytta af Vigdísi Finnbogadóttur Hugmyndasöfnunin fyrir verkefnið „Hverfið mitt“ er í fullum gangi og hafa meira en fimm hundruð hugmyndir borist nú þegar. Ljóst er að borgarbúar láti hugmyndaflugið ráða för. 3. október 2022 12:46