Þessi 65 ára gamli Ítali, sem áður stýrði Juventus, Chelsea og Napoli, lét forráðamenn Lazio vita af ákvörðun sinni síðdegis í dag, samkvæmt ítalska fréttamanninum Fabrizio Romano.
Maurizio Sarri has just resigned as Lazio manager he has informed the club early this afternoon. pic.twitter.com/ihFH952DY3
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 12, 2024
Sarri tók við Lazio árið 2021 og skilur við liðið í 9. sæti ítölsku A-deildarinnar, en liðið tapaði 2-1 fyrir Udinese á heimavelli í gærkvöld.
Það var fjórða tap Lazio í röð í öllum keppnum. Liðið hafði þó unnið fyrri leik sinn gegn Bayern, 1-0, en tapaði svo 3-0 á útivelli í síðustu viku.
Lazio er hins vegar enn með í ítölsku bikarkeppninni og mætir þar Juventus í undanúrslitum.