Alls bárust átta umsóknir um embættið sem auglýst var í febrúar. Umsóknarfrestur rann út 7. mars. Auk Sigríðar eru meðal umsækjenda Guðrún Ögmundsdóttir skrifstofustjóri, Sigurður H. Helgason forstjóri Sjúkratrygginga og Tómas Brynjólfsson settur ráðuneytisstjóri.
Umsækjendur um embættið eru:
- Esther Finnbogadóttir, leiðandi sérfræðingur
- Guðrún Ögmundsdóttir, skrifstofustjóri
- Jóhann Ágústsson, viðskiptafræðingur/ráðgjafi
- Matthías G. Pálsson, fastafulltrúi Íslands hjá FAO, WFP og IFAD í Róm
- Sigríður Á. Andersen, lögmaður
- Sigríður Kristbjörnsdóttir, löggiltur endurskoðandi, fjármála- og verkefnastjóri
- Sigurður H. Helgason, forstjóri
- Tómas Brynjólfsson, settur ráðuneytisstjóri
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir færði sig úr utanríkisráðuneytinu í fjármála- og efnahagsráðuneytið í fyrra þegar Bjarni Benediktsson sagði af sér embætti vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti í mars 2019 vegna Landsréttarmálsins svonefnda. Þórdís Kolbrún tók við af Sigríði sem ráðherra en hún var þá iðnaðar-, ferðamála og nýsköpunarráðherra. Síðan þá hefur Þórdís Kolbrún fært sig í utanríkisráðuneytið og loks fjármála- og efnahagsráðuneytisins.