Grindvíkingar fái sömu kjör og fyrstu kaupendur Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 12. mars 2024 07:53 Eldgosin á Reykjanesi og meðfylgjandi jarðhræringar hafa leikið Grindavík grátt. Vísir/Björn Steinbekk Bæjarstjórn Grindavíkur ásamt nokkrum félagasamtökum í bænum fer fram á að Grindvíkingar fái sömu kjör við fasteignakaup líkt og um fyrstu kaupendur væri að ræða. Þetta kemur fram í svokallaðri samstöðuyfirlýsingu sem bæjarstjórnin, Félag eldri borgara í Grindavík, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hafa sent frá sér. Þar segir að frekari stuðningur við Grindvíkinga sé nauðsynlegur, staðan sé flestum gríðarlega erfið þegar þeir leita leiða til að koma sér fyrir á fasteignamarkaðnum eftir hamfarirnar sem gengið hafa yfir bæinn. Í yfirlýsingunni er farið þess á leit við yfirvöld að Grindvíkingar njóti sömu kjara og fyrstu kaupendur og fái helmingsafslátt af stimpilgjöldum vegna fasteignakaupa. Þá er beðið um að heimild verði veitt til nýtingar á séreignasparnaði við kaup á fasteign líkt og heimilt er fyrir fyrstu kaupendur. Að lokum biðja samstöðuaðilar um að öllum Grindvíkingum verði veitt heimild til að sækja um hlutdeildarlán líkt og fyrstu kaupendur fá í dag. Á dögunum tilkynnti Seðlabankinn að ákveðið hefði verið að rýmka tímabundið lánþegaskilyrði þeirra einstaklinga sem áttu íbúðarhúsnæði í Grindavík 10. nóvember 2023. Hámark greiðslubyrðar verði 40% af ráðstöfunartekjum og hámark veðsetningarhlutfalls verði 85% fyrir þessa einstaklinga við næstu kaup þeirra á íbúðarhúsnæði, sem eru sömu kjör og bjóðast fyrstu kaupendum. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Opnað á sölu húsa í Grindavík Fólk sem vill selja íbúðarhúsnæði sitt í Grindavík til ríkissjóðs getur nú gert það. Eigendur um níu hundruð íbúða í Grindavík geta nýtt sér úrræði þetta sem fer í gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu. 8. mars 2024 11:53 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svokallaðri samstöðuyfirlýsingu sem bæjarstjórnin, Félag eldri borgara í Grindavík, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hafa sent frá sér. Þar segir að frekari stuðningur við Grindvíkinga sé nauðsynlegur, staðan sé flestum gríðarlega erfið þegar þeir leita leiða til að koma sér fyrir á fasteignamarkaðnum eftir hamfarirnar sem gengið hafa yfir bæinn. Í yfirlýsingunni er farið þess á leit við yfirvöld að Grindvíkingar njóti sömu kjara og fyrstu kaupendur og fái helmingsafslátt af stimpilgjöldum vegna fasteignakaupa. Þá er beðið um að heimild verði veitt til nýtingar á séreignasparnaði við kaup á fasteign líkt og heimilt er fyrir fyrstu kaupendur. Að lokum biðja samstöðuaðilar um að öllum Grindvíkingum verði veitt heimild til að sækja um hlutdeildarlán líkt og fyrstu kaupendur fá í dag. Á dögunum tilkynnti Seðlabankinn að ákveðið hefði verið að rýmka tímabundið lánþegaskilyrði þeirra einstaklinga sem áttu íbúðarhúsnæði í Grindavík 10. nóvember 2023. Hámark greiðslubyrðar verði 40% af ráðstöfunartekjum og hámark veðsetningarhlutfalls verði 85% fyrir þessa einstaklinga við næstu kaup þeirra á íbúðarhúsnæði, sem eru sömu kjör og bjóðast fyrstu kaupendum.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Opnað á sölu húsa í Grindavík Fólk sem vill selja íbúðarhúsnæði sitt í Grindavík til ríkissjóðs getur nú gert það. Eigendur um níu hundruð íbúða í Grindavík geta nýtt sér úrræði þetta sem fer í gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu. 8. mars 2024 11:53 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Opnað á sölu húsa í Grindavík Fólk sem vill selja íbúðarhúsnæði sitt í Grindavík til ríkissjóðs getur nú gert það. Eigendur um níu hundruð íbúða í Grindavík geta nýtt sér úrræði þetta sem fer í gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu. 8. mars 2024 11:53