Orri Steinn byrjaði þegar FCK skaut sér á toppinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. mars 2024 17:00 Orri Steinn í baráttunni gegn Manchester City. Vísir/Getty Images Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar lögðu Íslendingalið Lyngby 4-0 í efstu deild dönsku knattspyrnunnar. Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliði heimamanna á meðan Andri Lucas Guðjohnsen var í byrjunarliði Lyngby. Hvorugur framherjinn komst hins vegar á blað í dag. Eftir að hafa verið úti í kuldanum eftir að FCK hóf leik að nýju eftir jólafrí þá byrjaði Orri Steinn í tapinu gegn Manchester City í miðri viku. Þar lagði hann upp mark með glæsilegri hælsendingu og var því áfram í fremstu víglínu þegar meistararnir tóku á móti Lyngby. #fcklive #sldk pic.twitter.com/GGTguHIs7n— F.C. København (@FCKobenhavn) March 10, 2024 Það var lítið sem benti til þess að mörk yrðu skoruð í fyrri hálfleik en staðan var í markalaus þegar tæpar 38 mínútur voru liðnar. Þá varð Dani hins vegar fyrir því óláni að skora sjálfsmark í lði Lyngby og flóðgáttirnar opnuðust í kjölfarið. Rasmus Falk tvöfaldaði forystuan tveimur mínútum síðar og norski landsliðsmaðurinn Mohamed Elyounoussi gerði endanlega út um leikinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks, staðan 3-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Sævar Atli Magnússon kom inn af bekknum hjá Lyngby á 59. mínútu en á sama tíma var Andri Lucas tekinn af velli. Skömmu síðar var Orri Steinn tekinn af velli. Það var svo á 68. mínútu sem varamaðurinn Diogo Gonçalves stráði salti í sár gestanna með fjórða marki FCK. Fleiri urðu mörkin ekki að þessu sinni og lokatölur 4-0. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat á varamannabekk FCK á meðan Kolbeinn Birgir Finnsson var í leikbanni hjá Lyngby. Solid sejr #fcklive #sldk pic.twitter.com/iQkMn0kdNm— F.C. København (@FCKobenhavn) March 10, 2024 Fyrr í dag vann AGF 1-0 útisigur á Silkeborg. Mikael Neville Anderson spilaði svo gott sem allan leikinn fyrir AGF á meðan Stefán Teitur Þórðarson kom inn af bekknum hjá Silkeborg í síðari hálfleik. FCK er komið á topp deildarinnar með 42 stig. Sverrir Ingi Ingason og félagar í Midtjylland eru með jafn mörg stig í 2. sæti en eiga leik til góða gegn Randers á morgun, mánudag. AgF er í 5. sæti með 33 stig og Silkeborg sæti neðar með 27 stig. Lyngby er í 10. sæti, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira
Eftir að hafa verið úti í kuldanum eftir að FCK hóf leik að nýju eftir jólafrí þá byrjaði Orri Steinn í tapinu gegn Manchester City í miðri viku. Þar lagði hann upp mark með glæsilegri hælsendingu og var því áfram í fremstu víglínu þegar meistararnir tóku á móti Lyngby. #fcklive #sldk pic.twitter.com/GGTguHIs7n— F.C. København (@FCKobenhavn) March 10, 2024 Það var lítið sem benti til þess að mörk yrðu skoruð í fyrri hálfleik en staðan var í markalaus þegar tæpar 38 mínútur voru liðnar. Þá varð Dani hins vegar fyrir því óláni að skora sjálfsmark í lði Lyngby og flóðgáttirnar opnuðust í kjölfarið. Rasmus Falk tvöfaldaði forystuan tveimur mínútum síðar og norski landsliðsmaðurinn Mohamed Elyounoussi gerði endanlega út um leikinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks, staðan 3-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Sævar Atli Magnússon kom inn af bekknum hjá Lyngby á 59. mínútu en á sama tíma var Andri Lucas tekinn af velli. Skömmu síðar var Orri Steinn tekinn af velli. Það var svo á 68. mínútu sem varamaðurinn Diogo Gonçalves stráði salti í sár gestanna með fjórða marki FCK. Fleiri urðu mörkin ekki að þessu sinni og lokatölur 4-0. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat á varamannabekk FCK á meðan Kolbeinn Birgir Finnsson var í leikbanni hjá Lyngby. Solid sejr #fcklive #sldk pic.twitter.com/iQkMn0kdNm— F.C. København (@FCKobenhavn) March 10, 2024 Fyrr í dag vann AGF 1-0 útisigur á Silkeborg. Mikael Neville Anderson spilaði svo gott sem allan leikinn fyrir AGF á meðan Stefán Teitur Þórðarson kom inn af bekknum hjá Silkeborg í síðari hálfleik. FCK er komið á topp deildarinnar með 42 stig. Sverrir Ingi Ingason og félagar í Midtjylland eru með jafn mörg stig í 2. sæti en eiga leik til góða gegn Randers á morgun, mánudag. AgF er í 5. sæti með 33 stig og Silkeborg sæti neðar með 27 stig. Lyngby er í 10. sæti, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira