Ómar Ingi marka- og stoðsendingahæstur þegar Magdeburg galopnaði toppbaráttuna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. mars 2024 16:44 Ómar Ingi var enn og aftur driffjöðurin í liði Magdeburgar. Getty/Mario Hommes Evrópumeistarar Magdeburgar hafa ekki sagt sitt síðasta í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildar karla í handbolta en liðið vann gríðarlega mikilvægan sigur á toppliði Füchse Berlín í dag. Ómar Ingi Magnússon fór hamförum í liði Magdeburgar. Teitur Örn Einarsson átti líka fantaflottan leik þegar Flensburg vann Göppingen. Magdeburg tók á móti Refunum frá Berlín í leik sem heimaliðið mátti einfaldlega ekki tapa í baráttunni um Þýskalandsmeistaratitilinn. Leikurinn var gríðarlega jafn framan af og þó Magdeburg hafi náð mest þriggja marka forystu þá létu gestirnir það ekki á sig fá og staðan 16-15. Ómar Ingi og Janus Daði Smárason með síðustu mörk Magdeburgar í fyrri hálfleik. Ómar Ingi lagði svo upp tvö fyrstu mörk liðsins í síðari hálfleik en þá náði Magdeburg aftur upp þriggja marka forystu. Má segja að þau hafi lagt grunninn að sigri dagsins en á endanum fór það svo að Magdeburg vann leikinn með með þriggja marka mun, lokatölur 31-28. Hinn vinsæli Ómar Ingi gríðarlega einbeittur fyrir leik.@SCMagdeburg Ómar Ingi var allt í öllu hjá heimamönnum en hann var bæði marka- og stoðsendingahæstur. Hann skoraði 7 mörk og gaf 6 stoðsendingar. Janus Daði Smárason skoraði 2 mörk og gaf 2 stoðsendingar á meðan Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði einnig 2 mörk. Sigurinn þýðir að Magdeburg er nú aðeins stigi á eftir toppliði Füchse Berlín og með leik til góða. Janus Daði kom með beinum hætti að fjórum mörkum í dag. @SCMagdeburg Teitur Örn var hreint út sagt frábær þegar Flensburg vann fimm marka sigur á Göppingen í dag, lokatölur 35-30. Teitur Örn gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar. Aðeins Simon Pytlick kom að fleiri mörkum í liði Flensburg í dag. Flensburg er í 3. sæti með 37 stig, þremur minna en Magdeburg sem hefur þó leikið leik minna en Teitur Örn og félagar. Teitur Örn skilaði sínu og gott betur en það í dag.Getty/Marius Becker Að endingu vann Íslendinglið Gummersbach sjö marka útisigur á Bergischer, lokatölur 24-31. Elliði Snær Viðarsson gaf eina stoðsendingu í liði Gummersbach en Arnór Snær Óskarsson lék ekki með liðinu í dag. Guðjón Valur Sigurðsson er sem fyrr þjálfari liðsins sem situr nú í 7. sæti með 24 stig. Fréttin hefur verið uppfærð. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon fór hamförum í liði Magdeburgar. Teitur Örn Einarsson átti líka fantaflottan leik þegar Flensburg vann Göppingen. Magdeburg tók á móti Refunum frá Berlín í leik sem heimaliðið mátti einfaldlega ekki tapa í baráttunni um Þýskalandsmeistaratitilinn. Leikurinn var gríðarlega jafn framan af og þó Magdeburg hafi náð mest þriggja marka forystu þá létu gestirnir það ekki á sig fá og staðan 16-15. Ómar Ingi og Janus Daði Smárason með síðustu mörk Magdeburgar í fyrri hálfleik. Ómar Ingi lagði svo upp tvö fyrstu mörk liðsins í síðari hálfleik en þá náði Magdeburg aftur upp þriggja marka forystu. Má segja að þau hafi lagt grunninn að sigri dagsins en á endanum fór það svo að Magdeburg vann leikinn með með þriggja marka mun, lokatölur 31-28. Hinn vinsæli Ómar Ingi gríðarlega einbeittur fyrir leik.@SCMagdeburg Ómar Ingi var allt í öllu hjá heimamönnum en hann var bæði marka- og stoðsendingahæstur. Hann skoraði 7 mörk og gaf 6 stoðsendingar. Janus Daði Smárason skoraði 2 mörk og gaf 2 stoðsendingar á meðan Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði einnig 2 mörk. Sigurinn þýðir að Magdeburg er nú aðeins stigi á eftir toppliði Füchse Berlín og með leik til góða. Janus Daði kom með beinum hætti að fjórum mörkum í dag. @SCMagdeburg Teitur Örn var hreint út sagt frábær þegar Flensburg vann fimm marka sigur á Göppingen í dag, lokatölur 35-30. Teitur Örn gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar. Aðeins Simon Pytlick kom að fleiri mörkum í liði Flensburg í dag. Flensburg er í 3. sæti með 37 stig, þremur minna en Magdeburg sem hefur þó leikið leik minna en Teitur Örn og félagar. Teitur Örn skilaði sínu og gott betur en það í dag.Getty/Marius Becker Að endingu vann Íslendinglið Gummersbach sjö marka útisigur á Bergischer, lokatölur 24-31. Elliði Snær Viðarsson gaf eina stoðsendingu í liði Gummersbach en Arnór Snær Óskarsson lék ekki með liðinu í dag. Guðjón Valur Sigurðsson er sem fyrr þjálfari liðsins sem situr nú í 7. sæti með 24 stig. Fréttin hefur verið uppfærð.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira