Þessi tvö töpuðu stig þýða að Ajax liðið er nú í fjórða sætinu, sex stigum á eftir Twente sem er í því þriðja.
Kristian var í byrjunarliðinu og Ajax komst 1-0 yfir í fyrri hálfleiknum. Kenneth Taylor skoraði markið strax á áttundu mínútu eftir stoðsendingu frá enska landsliðsmanninum Jordan Hernderson.
Sittard jafnaði metin eftir aðeins fimm mínútna leik í seinni hálfleik þegar Deroy Duarte skoraði.
Kristian var tekinn af velli á 62. mínútu og aðeins fjórum mínútum síðar kom Kaj Sierhuis Sittard liðinu yfir í leiknum.
Brian Brobbey, sem kom inn á sem varamaður fyrir okkar mann, jafnaði metin á 88. mínútu.