„Ég átti það til að rekast þar inn þegar eitthvað var í gangi og myndavélin oft með í för. Lét lítið fyrir mér fara og fylgdist með,“ segir Bragi Þór.
Hann náði einstökum myndum, meðal annars af Mezzoforte, Todmobile, Nýdönsk, Sálinni og KK.
Bragi myndaði á sínum tíma hljómsveitina GCD í hljóðveri og plötuumslag fyrstu plötu þeirra.

„Það var svo stutt að fara þegar þurfti að hóa í formlegri myndatökur fyrir umslagið og hljómsveitin og fylgdarlið löbbuðu sig bara yfir til mín. Bubbi átti auðvitað hugmyndina að taka silhuette af honum og Rúnari og staðhæfði að færi aldrei á milli mála hvor væri hvor. Hann hafði auðvitað rétt fyrir sér þar!“









