Stjarnan hótar að hætta í landsliðinu eftir að forsetinn kallaði hana feita Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2024 11:40 Marta Cox í leik með Panama í Gullbikarnum. Hún er besti leikmaður landsliðsins en mátti greinilega ekki gagnrýna þróun mála í heimalandinu. Getty/Sean M. Haffey Marta Cox, miðjumaður og stjarnan kvennalandsliðsins Panama í fótbolta, hótar því að leggja landsliðsskóna á hilluna og það er einum manni að kenna. Panama sat eftir í riðlakeppni Gullbikarsins á dögunum án þess að fá stig og forseti panamska knattspyrnusambandsins var allt annað en sáttur. Liðið steinlá á móti bæði Kólumbíu og Brasilíu. Cox hafði gagnrýnt aðstöðu fótboltafólks í Panama og það gerði forsetann Manuel Arias sótillan. Marta Cox: Panama midfielder threatens not to play again after federation president calls her 'fat' https://t.co/w0FA2quwvJ— BBC News (World) (@BBCWorld) March 8, 2024 „Marta Cox ætti ekki að vera að tala um deildina okkar. Hún er ekki í formi, hún er feit og hún gat ekki hreyft sig inn á vellinum,“ sagði Arias við panamska fjölmiðla. „Það er auðvelt fyrir hana að tala og gagnrýna en staðreyndin er sú að hún veit ekkert hvað er i gangi pamönsku deildinni enda ekki búin að vera hér í mörg ár,“ sagði Arias. Marta Cox er 26 ára gömul og leikur með Tijuana í Mexíkó. Hún hefur spilað með liðið í Mexíkó síðustu ár. „Ég bjóst við svo miklu meiru eftir að við fórum á HM. Löngunin eftir því að sjá framfarir fékk mig til að tala um þetta eftir slaka frammistöðu okkar í Gullbikarnum. Við erum fyrstar til að viðurkenna það að við stóðum okkur ekki vel en það þarf að skoða meira en okkur leikmennina,“ sagði Marta Cox. Hún skoraði fyrsta mark Panama á HM sögunni í fyrra. „Ég persónulega tók það mjög nærri mér að það voru ákveðin orð notuð til að lýsa mér. Það kom mér í opna skjöldu. Ef framhald verður á slíku þá mun ég ekki snúa aftur til að spila fyrir panamska landsliðið,“ sagði Cox. Panama Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira
Panama sat eftir í riðlakeppni Gullbikarsins á dögunum án þess að fá stig og forseti panamska knattspyrnusambandsins var allt annað en sáttur. Liðið steinlá á móti bæði Kólumbíu og Brasilíu. Cox hafði gagnrýnt aðstöðu fótboltafólks í Panama og það gerði forsetann Manuel Arias sótillan. Marta Cox: Panama midfielder threatens not to play again after federation president calls her 'fat' https://t.co/w0FA2quwvJ— BBC News (World) (@BBCWorld) March 8, 2024 „Marta Cox ætti ekki að vera að tala um deildina okkar. Hún er ekki í formi, hún er feit og hún gat ekki hreyft sig inn á vellinum,“ sagði Arias við panamska fjölmiðla. „Það er auðvelt fyrir hana að tala og gagnrýna en staðreyndin er sú að hún veit ekkert hvað er i gangi pamönsku deildinni enda ekki búin að vera hér í mörg ár,“ sagði Arias. Marta Cox er 26 ára gömul og leikur með Tijuana í Mexíkó. Hún hefur spilað með liðið í Mexíkó síðustu ár. „Ég bjóst við svo miklu meiru eftir að við fórum á HM. Löngunin eftir því að sjá framfarir fékk mig til að tala um þetta eftir slaka frammistöðu okkar í Gullbikarnum. Við erum fyrstar til að viðurkenna það að við stóðum okkur ekki vel en það þarf að skoða meira en okkur leikmennina,“ sagði Marta Cox. Hún skoraði fyrsta mark Panama á HM sögunni í fyrra. „Ég persónulega tók það mjög nærri mér að það voru ákveðin orð notuð til að lýsa mér. Það kom mér í opna skjöldu. Ef framhald verður á slíku þá mun ég ekki snúa aftur til að spila fyrir panamska landsliðið,“ sagði Cox.
Panama Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira