Stjarnan hótar að hætta í landsliðinu eftir að forsetinn kallaði hana feita Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2024 11:40 Marta Cox í leik með Panama í Gullbikarnum. Hún er besti leikmaður landsliðsins en mátti greinilega ekki gagnrýna þróun mála í heimalandinu. Getty/Sean M. Haffey Marta Cox, miðjumaður og stjarnan kvennalandsliðsins Panama í fótbolta, hótar því að leggja landsliðsskóna á hilluna og það er einum manni að kenna. Panama sat eftir í riðlakeppni Gullbikarsins á dögunum án þess að fá stig og forseti panamska knattspyrnusambandsins var allt annað en sáttur. Liðið steinlá á móti bæði Kólumbíu og Brasilíu. Cox hafði gagnrýnt aðstöðu fótboltafólks í Panama og það gerði forsetann Manuel Arias sótillan. Marta Cox: Panama midfielder threatens not to play again after federation president calls her 'fat' https://t.co/w0FA2quwvJ— BBC News (World) (@BBCWorld) March 8, 2024 „Marta Cox ætti ekki að vera að tala um deildina okkar. Hún er ekki í formi, hún er feit og hún gat ekki hreyft sig inn á vellinum,“ sagði Arias við panamska fjölmiðla. „Það er auðvelt fyrir hana að tala og gagnrýna en staðreyndin er sú að hún veit ekkert hvað er i gangi pamönsku deildinni enda ekki búin að vera hér í mörg ár,“ sagði Arias. Marta Cox er 26 ára gömul og leikur með Tijuana í Mexíkó. Hún hefur spilað með liðið í Mexíkó síðustu ár. „Ég bjóst við svo miklu meiru eftir að við fórum á HM. Löngunin eftir því að sjá framfarir fékk mig til að tala um þetta eftir slaka frammistöðu okkar í Gullbikarnum. Við erum fyrstar til að viðurkenna það að við stóðum okkur ekki vel en það þarf að skoða meira en okkur leikmennina,“ sagði Marta Cox. Hún skoraði fyrsta mark Panama á HM sögunni í fyrra. „Ég persónulega tók það mjög nærri mér að það voru ákveðin orð notuð til að lýsa mér. Það kom mér í opna skjöldu. Ef framhald verður á slíku þá mun ég ekki snúa aftur til að spila fyrir panamska landsliðið,“ sagði Cox. Panama Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Panama sat eftir í riðlakeppni Gullbikarsins á dögunum án þess að fá stig og forseti panamska knattspyrnusambandsins var allt annað en sáttur. Liðið steinlá á móti bæði Kólumbíu og Brasilíu. Cox hafði gagnrýnt aðstöðu fótboltafólks í Panama og það gerði forsetann Manuel Arias sótillan. Marta Cox: Panama midfielder threatens not to play again after federation president calls her 'fat' https://t.co/w0FA2quwvJ— BBC News (World) (@BBCWorld) March 8, 2024 „Marta Cox ætti ekki að vera að tala um deildina okkar. Hún er ekki í formi, hún er feit og hún gat ekki hreyft sig inn á vellinum,“ sagði Arias við panamska fjölmiðla. „Það er auðvelt fyrir hana að tala og gagnrýna en staðreyndin er sú að hún veit ekkert hvað er i gangi pamönsku deildinni enda ekki búin að vera hér í mörg ár,“ sagði Arias. Marta Cox er 26 ára gömul og leikur með Tijuana í Mexíkó. Hún hefur spilað með liðið í Mexíkó síðustu ár. „Ég bjóst við svo miklu meiru eftir að við fórum á HM. Löngunin eftir því að sjá framfarir fékk mig til að tala um þetta eftir slaka frammistöðu okkar í Gullbikarnum. Við erum fyrstar til að viðurkenna það að við stóðum okkur ekki vel en það þarf að skoða meira en okkur leikmennina,“ sagði Marta Cox. Hún skoraði fyrsta mark Panama á HM sögunni í fyrra. „Ég persónulega tók það mjög nærri mér að það voru ákveðin orð notuð til að lýsa mér. Það kom mér í opna skjöldu. Ef framhald verður á slíku þá mun ég ekki snúa aftur til að spila fyrir panamska landsliðið,“ sagði Cox.
Panama Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira