Vegvísir gervigreindar Helga Þórisdóttir skrifar 8. mars 2024 10:01 Markaðurinn fyrir persónuupplýsingar er gríðarlega stór og mörg stærstu fyrirtæki heimsins byggja afkomu sína beint eða óbeint á vinnslu þeirra. Fyrir liggur að meirihluti þeirra fyrirtækja sem þróa upplýsingatæknikerfi, m.a. gervigreindarhugbúnað og forrit eru hagnaðardrifin einkarekin fyrirtæki. Gögnin okkar má því að vissu leyti líta á sem eldsneyti fyrir virkni og þróun gervigreindarinnar. Hvenær reynir á persónuverndarreglur við notkun gervigreindar? Það er þegar persónuupplýsingum er safnað, þær færðar inn í tölvukerfi og notaðar til að þjálfa gervigreindina. Í því sambandi má nefna að fyrirtækið OpenAI notaði fimm mismunandi gagnagrunna til að þjálfa ChatGPT. Einn af þessum grunnum safnaði gögnum frá samfélagsmiðlum, s.s. Reddit, Youtube, Facebook, TikTok, Snapchat og Instagram – án þess að afla samþykkis frá notendum. Þrátt fyrir að aðeins hafi verið notuð gögn sem voru birt opinberlega á Netinu og að þau hafi þótt nauðsynleg til að þjálfa mállíkön, er það álitamál hvort ekki hafi þurft samþykki fyrir notkun þeirra. Ættum við ekki í öllu falli að vera upplýst um að verið er að nota gögnin okkar í þessum tilgangi? Við þjálfun og þróun gervigreindar reynir einnig á meginreglu persónuverndar um meðalhóf og lágmörkun gagna. Sú regla fer ekki vel saman við þá staðreynd að forsenda fyrir virkni gervigreindarinnar er að mata hana af gríðarlegu magni af gögnum. Einnig getur reynt á reglurnar þegar gervigreindinni er falið að taka ákvarðanirum réttindi og skyldur okkar, til að mynda hvort við fáum lánafyrirgreiðslu, vátryggingu, inngöngu í skóla, eða fara yfir starfsumsóknir og próf. Þegar gervigreindin, upp á sitt einsdæmi – án mannlegrar aðkomu, tekur ákvörðun um réttindi og skyldur okkar erum við, hvert og eitt, metin út frá ákveðnum breytum og sett í tiltekinn flokk út frá þeim. Við eigum rétt á mannlegri aðkomu að slíkum ákvörðunum, ef þær eru íþyngjandi. Við eigum einnig rétt á að vera upplýst um hvort og eftir atvikum hvernig upplýsingar okkar eru unnar með gervigreind. Það er krefjandi að mæta þeim rétti þar sem gervigreindin er flókin og erfitt getur verið að skilja og útskýra virkni hennar. Konur og kóðar Gervigreindin er ekki greindari en gögnin sem fæða hana. Huga þarf sérstaklega að því að notkun gervigreindar leiði ekki til mismununar á milli hópa á grundvelli sögulegrar mismununar. Amazon notaði gervigreind til að fara yfir og gefa starfsumsóknum til fyrirtækisins einkunn. Í ljós kom að gervigreindin dró umsóknir kvenna um tæknileg störf kerfisbundið niður. Ástæðan var sú að forritið byggði á eldri gögnum frá fyrirtækinu, og þá sátu karlar að þessum störfum. Þá má ekki ganga út frá því að þær upplýsingar sem unnið er með í gervigreindarforritum sæti trúnaði eða séu ekki notaðar í óskilgreindum tilgangi. Samkvæmt notendaskilmálum OpenAI samþykkja notendur að fyrirtækið geti notað það efni sem þeir setja inn, til að bæta og þróa þjónustuna. Þetta leiddi til þess að Samsung bannaði starfsmönnum sínum að nota ChatGPT og önnur sambærileg gervigreindarforrit eftir að starfsmenn deildu trúnaðargögnum fyrirtækisins með ChatGPT, m.a. kóðum, þróuðum af Samsung. Fyrirtæki, opinberar stofnanir, sveitarfélög og aðrir sem nýta gervigreind í sinni starfsemi ættu samkvæmt þessu að setja starfsmönnum skýrar reglur um hvað má og hvað ber að varast við notkun gervigreindarforrita. Er hægt að taka innihaldsefni úr köku? Gervigreindin getur búið til nýjar upplýsingar eða svokallaðar bull upplýsingar, þ.e. þegar hún ýkir eða finnur eitthvað upp. Sem dæmi um þetta má nefna að lögmaður í Kaliforníu bað ChatGPT að setja saman lista yfir lögfræðinga sem hefðu verið sakaðir um kynferðislega áreitni. Á listanum birtist nafn lagaprófessors og sagt að hann hefði áreitt nemanda í skólaferð til Alaska, með tilvísun til greinar í The Washington Post. Greinin var hins vegar ekki til og engin skólaferð farin til Alaska. Staðan er sú að það er ekki auðvelt að leiðrétta eða eyða gögnum sem gervigreindin notar. Þessu hefur verið lýst af Microsoft sem „eins einföldu og að taka eitt innihaldsefni úr köku sem þú hefur bakað“ – sem sagt – ekki hægt! Það skiptir því miklu að huga að því hvað er skráð upphaflega og hvaða upplýsingar gervigreindin er látin vinna með. Gerum þetta rétt Þrátt fyrir að gervigreind færi okkur óteljandi tækifæri, þarf að huga að því að hún brjóti ekki í bága við grundvallarmannréttindi til friðhelgi einkalífs. Gervigreind og persónuvernd eru ekki andstæðir pólar – það er hægtað þróa og nota gervigreind, en huga á sama tíma að því að einstaklingar njóti einkalífsverndar. Það er á ábyrgð þeirra sem þróa og nota gervigreindarkerfi að finna leiðir til þess en persónuverndarlöggjöfin er vegvísirinn. Höfundur er forstjóri Persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórisdóttir Persónuvernd Gervigreind Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Markaðurinn fyrir persónuupplýsingar er gríðarlega stór og mörg stærstu fyrirtæki heimsins byggja afkomu sína beint eða óbeint á vinnslu þeirra. Fyrir liggur að meirihluti þeirra fyrirtækja sem þróa upplýsingatæknikerfi, m.a. gervigreindarhugbúnað og forrit eru hagnaðardrifin einkarekin fyrirtæki. Gögnin okkar má því að vissu leyti líta á sem eldsneyti fyrir virkni og þróun gervigreindarinnar. Hvenær reynir á persónuverndarreglur við notkun gervigreindar? Það er þegar persónuupplýsingum er safnað, þær færðar inn í tölvukerfi og notaðar til að þjálfa gervigreindina. Í því sambandi má nefna að fyrirtækið OpenAI notaði fimm mismunandi gagnagrunna til að þjálfa ChatGPT. Einn af þessum grunnum safnaði gögnum frá samfélagsmiðlum, s.s. Reddit, Youtube, Facebook, TikTok, Snapchat og Instagram – án þess að afla samþykkis frá notendum. Þrátt fyrir að aðeins hafi verið notuð gögn sem voru birt opinberlega á Netinu og að þau hafi þótt nauðsynleg til að þjálfa mállíkön, er það álitamál hvort ekki hafi þurft samþykki fyrir notkun þeirra. Ættum við ekki í öllu falli að vera upplýst um að verið er að nota gögnin okkar í þessum tilgangi? Við þjálfun og þróun gervigreindar reynir einnig á meginreglu persónuverndar um meðalhóf og lágmörkun gagna. Sú regla fer ekki vel saman við þá staðreynd að forsenda fyrir virkni gervigreindarinnar er að mata hana af gríðarlegu magni af gögnum. Einnig getur reynt á reglurnar þegar gervigreindinni er falið að taka ákvarðanirum réttindi og skyldur okkar, til að mynda hvort við fáum lánafyrirgreiðslu, vátryggingu, inngöngu í skóla, eða fara yfir starfsumsóknir og próf. Þegar gervigreindin, upp á sitt einsdæmi – án mannlegrar aðkomu, tekur ákvörðun um réttindi og skyldur okkar erum við, hvert og eitt, metin út frá ákveðnum breytum og sett í tiltekinn flokk út frá þeim. Við eigum rétt á mannlegri aðkomu að slíkum ákvörðunum, ef þær eru íþyngjandi. Við eigum einnig rétt á að vera upplýst um hvort og eftir atvikum hvernig upplýsingar okkar eru unnar með gervigreind. Það er krefjandi að mæta þeim rétti þar sem gervigreindin er flókin og erfitt getur verið að skilja og útskýra virkni hennar. Konur og kóðar Gervigreindin er ekki greindari en gögnin sem fæða hana. Huga þarf sérstaklega að því að notkun gervigreindar leiði ekki til mismununar á milli hópa á grundvelli sögulegrar mismununar. Amazon notaði gervigreind til að fara yfir og gefa starfsumsóknum til fyrirtækisins einkunn. Í ljós kom að gervigreindin dró umsóknir kvenna um tæknileg störf kerfisbundið niður. Ástæðan var sú að forritið byggði á eldri gögnum frá fyrirtækinu, og þá sátu karlar að þessum störfum. Þá má ekki ganga út frá því að þær upplýsingar sem unnið er með í gervigreindarforritum sæti trúnaði eða séu ekki notaðar í óskilgreindum tilgangi. Samkvæmt notendaskilmálum OpenAI samþykkja notendur að fyrirtækið geti notað það efni sem þeir setja inn, til að bæta og þróa þjónustuna. Þetta leiddi til þess að Samsung bannaði starfsmönnum sínum að nota ChatGPT og önnur sambærileg gervigreindarforrit eftir að starfsmenn deildu trúnaðargögnum fyrirtækisins með ChatGPT, m.a. kóðum, þróuðum af Samsung. Fyrirtæki, opinberar stofnanir, sveitarfélög og aðrir sem nýta gervigreind í sinni starfsemi ættu samkvæmt þessu að setja starfsmönnum skýrar reglur um hvað má og hvað ber að varast við notkun gervigreindarforrita. Er hægt að taka innihaldsefni úr köku? Gervigreindin getur búið til nýjar upplýsingar eða svokallaðar bull upplýsingar, þ.e. þegar hún ýkir eða finnur eitthvað upp. Sem dæmi um þetta má nefna að lögmaður í Kaliforníu bað ChatGPT að setja saman lista yfir lögfræðinga sem hefðu verið sakaðir um kynferðislega áreitni. Á listanum birtist nafn lagaprófessors og sagt að hann hefði áreitt nemanda í skólaferð til Alaska, með tilvísun til greinar í The Washington Post. Greinin var hins vegar ekki til og engin skólaferð farin til Alaska. Staðan er sú að það er ekki auðvelt að leiðrétta eða eyða gögnum sem gervigreindin notar. Þessu hefur verið lýst af Microsoft sem „eins einföldu og að taka eitt innihaldsefni úr köku sem þú hefur bakað“ – sem sagt – ekki hægt! Það skiptir því miklu að huga að því hvað er skráð upphaflega og hvaða upplýsingar gervigreindin er látin vinna með. Gerum þetta rétt Þrátt fyrir að gervigreind færi okkur óteljandi tækifæri, þarf að huga að því að hún brjóti ekki í bága við grundvallarmannréttindi til friðhelgi einkalífs. Gervigreind og persónuvernd eru ekki andstæðir pólar – það er hægtað þróa og nota gervigreind, en huga á sama tíma að því að einstaklingar njóti einkalífsverndar. Það er á ábyrgð þeirra sem þróa og nota gervigreindarkerfi að finna leiðir til þess en persónuverndarlöggjöfin er vegvísirinn. Höfundur er forstjóri Persónuverndar.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun