Norskri loðnu landað á Eskifirði en íslenski flotinn enn kvótalaus Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2024 18:03 Loðna á Eskifirði í dag. Þessi er komin í hús hjá Eskju. Eskja Fyrstu loðnu ársins hefur verið landað á Eskifirði. Hún var þó ekki úr íslensku skipi heldur norsku sem veiddi hana í Barentshafi. „Stundin sem beðið er með eftirvæntingu á hverju ári, fyrsta loðna ársins komin í hús. Norska skipið Hargrun kom til okkar í gærkvöldi með um 1.100 tonn af fínustu loðnu úr Barentshafinu. Aflinn fékkst í fjórum köstum norður af Noregi,“ segir á heimasíðu Eskju. Hlynur Ársælsson, rekstrarstjóri uppsjávarfrystihússins, sagði í samtali við fréttastofu að allur afli norskra skipa færi á uppboðsmarkað og Eskja hefði einfaldlega boðið í farminn og fengið. Loðnan á færibandinu á Eskifirði í dag.Eskja Löng sigling var með aflann úr Barentshafi, um 950 sjómílur. ,,Aflinn er í fínu standi þrátt fyrir langa siglingu til Eskifjarðar. Vinnslan fer ágætlega af stað hjá okkur en smá hnökrar fylgja stundum þegar húsið hefur ekki verið keyrt í marga mánuði. En heilt yfir er þetta flott,“ segir Hlynur. Hann segir hrognahlutfall loðnunnar milli 15 og 16 prósent og verði hún öll fryst til manneldis fyrir markaði í Asíu og Austur-Evrópu. Starfsmenn í uppsjávarfrystihúsi Eskju fylgjast með vinnsluferlinu.Eskja Að sögn Hlyns er von á öðru norsku loðnuskipi, Steinevik, til Eskifjarðar um hádegi á morgun með um 900 tonn. Eskja fái þannig um tvöþúsund tonn úr þessum tveimur skipum. Á sama tíma bíður floti íslensku loðnuskipanna enn kvótalaus meðan sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar finna ekki nægilegt magn til að ráðleggja veiðar. Ljóst er að tíminn er að renna út núna þegar styttist í að loðnan hrygni og drepist. Loðnan hrygnir yfirleitt í febrúar og mars en hrygning gæti teygst fram í apríl. Ekkert liggur enn fyrir hvort efnt verði til frekari loðnumælinga þennan veturinn, að sögn Guðmundar Óskarssonar fiskifræðings, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun.Steingrímur Dúi Másson „Við erum annars í viðbragðstöðu og tökum við fréttum og könnum þær og metum, og þær koma með reglulegu millibili,“ segir Guðmundur. „Það hafa verið að koma togarafréttir frá Vestfjarðamiðum sem við höfum verið að kanna betur með hjálp áhafnarinnar á Örfirisey. En það lítur út fyrir að vera að mestu leyti ungloðna þar og því ekki vesturganga hrygningarloðnu. Þá voru fréttir af loðnutorfum á Papagrunni og Lónsbuktinni í morgun og í dag sem við erum að afla okkur betri upplýsinga um. En ekkert ennþá sem hefur gefið tilefni til að ræsa út Heimaey sem er klár í Eyjum ef þörf er á. Staðan er því óbreytt,“ segir fiskifræðingurinn. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Fjarðabyggð Noregur Vísindi Tengdar fréttir Í viðbragðsstöðu vegna frétta af loðnugöngum Hafrannsóknastofnun hafa borist fréttir síðustu daga af loðnugöngum undan Suður- og Austurlandi en einnig út af Vestfjörðum og Húnaflóa. Fiskiskipið Heimaey VE er haft í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum ef upplýsingar þykja benda til að stórar torfur séu á ferðinni. 6. mars 2024 14:00 Loðnan við Vestfirði ekki nægilega mikil Loðnan sem fannst undan Patreksfirði í gær reyndist ekki vera í nægilegu magni til að unnt sé að heimila veiðar. Von um loðnuvertíð er því orðin veik og blasir loðnubrestur við þennan veturinn. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar funda með fulltrúum útgerðarinnar í dag um stöðuna. 29. febrúar 2024 11:55 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
„Stundin sem beðið er með eftirvæntingu á hverju ári, fyrsta loðna ársins komin í hús. Norska skipið Hargrun kom til okkar í gærkvöldi með um 1.100 tonn af fínustu loðnu úr Barentshafinu. Aflinn fékkst í fjórum köstum norður af Noregi,“ segir á heimasíðu Eskju. Hlynur Ársælsson, rekstrarstjóri uppsjávarfrystihússins, sagði í samtali við fréttastofu að allur afli norskra skipa færi á uppboðsmarkað og Eskja hefði einfaldlega boðið í farminn og fengið. Loðnan á færibandinu á Eskifirði í dag.Eskja Löng sigling var með aflann úr Barentshafi, um 950 sjómílur. ,,Aflinn er í fínu standi þrátt fyrir langa siglingu til Eskifjarðar. Vinnslan fer ágætlega af stað hjá okkur en smá hnökrar fylgja stundum þegar húsið hefur ekki verið keyrt í marga mánuði. En heilt yfir er þetta flott,“ segir Hlynur. Hann segir hrognahlutfall loðnunnar milli 15 og 16 prósent og verði hún öll fryst til manneldis fyrir markaði í Asíu og Austur-Evrópu. Starfsmenn í uppsjávarfrystihúsi Eskju fylgjast með vinnsluferlinu.Eskja Að sögn Hlyns er von á öðru norsku loðnuskipi, Steinevik, til Eskifjarðar um hádegi á morgun með um 900 tonn. Eskja fái þannig um tvöþúsund tonn úr þessum tveimur skipum. Á sama tíma bíður floti íslensku loðnuskipanna enn kvótalaus meðan sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar finna ekki nægilegt magn til að ráðleggja veiðar. Ljóst er að tíminn er að renna út núna þegar styttist í að loðnan hrygni og drepist. Loðnan hrygnir yfirleitt í febrúar og mars en hrygning gæti teygst fram í apríl. Ekkert liggur enn fyrir hvort efnt verði til frekari loðnumælinga þennan veturinn, að sögn Guðmundar Óskarssonar fiskifræðings, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun.Steingrímur Dúi Másson „Við erum annars í viðbragðstöðu og tökum við fréttum og könnum þær og metum, og þær koma með reglulegu millibili,“ segir Guðmundur. „Það hafa verið að koma togarafréttir frá Vestfjarðamiðum sem við höfum verið að kanna betur með hjálp áhafnarinnar á Örfirisey. En það lítur út fyrir að vera að mestu leyti ungloðna þar og því ekki vesturganga hrygningarloðnu. Þá voru fréttir af loðnutorfum á Papagrunni og Lónsbuktinni í morgun og í dag sem við erum að afla okkur betri upplýsinga um. En ekkert ennþá sem hefur gefið tilefni til að ræsa út Heimaey sem er klár í Eyjum ef þörf er á. Staðan er því óbreytt,“ segir fiskifræðingurinn.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Fjarðabyggð Noregur Vísindi Tengdar fréttir Í viðbragðsstöðu vegna frétta af loðnugöngum Hafrannsóknastofnun hafa borist fréttir síðustu daga af loðnugöngum undan Suður- og Austurlandi en einnig út af Vestfjörðum og Húnaflóa. Fiskiskipið Heimaey VE er haft í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum ef upplýsingar þykja benda til að stórar torfur séu á ferðinni. 6. mars 2024 14:00 Loðnan við Vestfirði ekki nægilega mikil Loðnan sem fannst undan Patreksfirði í gær reyndist ekki vera í nægilegu magni til að unnt sé að heimila veiðar. Von um loðnuvertíð er því orðin veik og blasir loðnubrestur við þennan veturinn. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar funda með fulltrúum útgerðarinnar í dag um stöðuna. 29. febrúar 2024 11:55 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Í viðbragðsstöðu vegna frétta af loðnugöngum Hafrannsóknastofnun hafa borist fréttir síðustu daga af loðnugöngum undan Suður- og Austurlandi en einnig út af Vestfjörðum og Húnaflóa. Fiskiskipið Heimaey VE er haft í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum ef upplýsingar þykja benda til að stórar torfur séu á ferðinni. 6. mars 2024 14:00
Loðnan við Vestfirði ekki nægilega mikil Loðnan sem fannst undan Patreksfirði í gær reyndist ekki vera í nægilegu magni til að unnt sé að heimila veiðar. Von um loðnuvertíð er því orðin veik og blasir loðnubrestur við þennan veturinn. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar funda með fulltrúum útgerðarinnar í dag um stöðuna. 29. febrúar 2024 11:55