Týndi hlekkurinn í jafnréttisbaráttunni Stella Samúelsdóttir skrifar 8. mars 2024 08:45 Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag, föstudaginn 8. mars og verður honum fagnað með ýmsum hætti um allan heim. Haldið er upp á þá áfanga sem náðst hafa í réttindum kvenna á síðustu árum og áratugum, en dagurinn er einnig nýttur til þess að vekja athygli á stöðu jafnréttis í heiminum. Og hver er staða jafnréttis? Heimurinn hefur orðið vitni að gríðarlegu bakslagi í jafnréttismálum undanfarin ár, náttúruhamförum fer fjölgandi og vopnuð átök hafa færst í aukana - sem hafa haft þær afleiðingar að sárafátækt eykst og fjöldi fólks á flótta hefur aldrei verið meiri. 300 ár eru í að jafnrétti náist, haldi þróunin áfram á sama hraða og hingað til Með þessu áframhaldi munu 342 milljónum fleiri konur og stúlkur búa við sárafátækt árið 2030 en í dag Konur njóta aðeins um 64% þeirra lagalegu réttinda sem karlmenn búa við 1 af hverjum 3 konum verða fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á ævinni 614 milljónir kvenna og stúlkna bjuggu á átakasvæðum árið 2022, þetta eru 50% fleiri konur og stúlkur en árið 2017. Konur og stúlkur á átakasvæðum búa við aukna hættu á að verða fyrir ofbeldi, þar með talið heimilisofbeldi. Tíðni heimilisofbeldis er 2,4 sinnum hærri á svæðum þar sem ótryggt ástand ríkir. 45.000 konur eru myrtar árlega af maka eða nákomnum ættingja Að meðaltali fá konur 20% lægri laun en karlmenn fyrir sömu vinnu. Í sumum ríkjum er þetta hlutfall mun hærra Staða jafnréttis í heiminum er ekki góð og fer versnandi. Hvað er hægt að gera til þess að sporna við því bakslagi sem orðið hefur og hraða framförum í átt að jafnrétti? Undanfarin tvö ár hafa Sameinuðu þjóðirnar lagt aukna áherslu á mikilvægi þess að aðildarríki, fjármálastofnanir, fyrirtæki og einstaklingar fjárfesti markvisst í konum undir slagorðinu: „Invest in women: Accelerate progress”. Fjárfesting í jafnrétti er efnahagslega mikilvæg öllum ríkjum, enda sýna útreikningar að verg landsframleiðsla á heimsvísu myndi aukast um 20% miðað við höfðatölu, ef kynjabilinu yrði eytt, en slík fjárfesting er ekki síður mikilvæg út frá mannréttinda sjónarmiði. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að jafnrétti og valdeflingu kvenna um allan heim, áætlar að það muni kosta heiminn 360 milljarða Bandaríkjadala að koma jafnrétti á í heiminum. Það jafngildir um það bil 2/3 þeirrar upphæðar sem heimurinn eyðir í kaffi á hverju ári. Þetta er því í raun ekki svo há upphæð, sérstaklega miðað við ávinninginn við að ná jafnrétti sem jafngildir aukningu um 21 trilljón Bandaríkjadala af vergri þjóðarframleiðslu á ári á heimsvísu. UN Women á Íslandi heldur því áfram að hvetja einstaklinga, fyrirtæki og stjórnvöld um að sameinast og fjárfesta í baráttunni fyrir jafnrétti. Við getum ekki beðið í 300 ár í viðbót! Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Jafnréttismál Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag, föstudaginn 8. mars og verður honum fagnað með ýmsum hætti um allan heim. Haldið er upp á þá áfanga sem náðst hafa í réttindum kvenna á síðustu árum og áratugum, en dagurinn er einnig nýttur til þess að vekja athygli á stöðu jafnréttis í heiminum. Og hver er staða jafnréttis? Heimurinn hefur orðið vitni að gríðarlegu bakslagi í jafnréttismálum undanfarin ár, náttúruhamförum fer fjölgandi og vopnuð átök hafa færst í aukana - sem hafa haft þær afleiðingar að sárafátækt eykst og fjöldi fólks á flótta hefur aldrei verið meiri. 300 ár eru í að jafnrétti náist, haldi þróunin áfram á sama hraða og hingað til Með þessu áframhaldi munu 342 milljónum fleiri konur og stúlkur búa við sárafátækt árið 2030 en í dag Konur njóta aðeins um 64% þeirra lagalegu réttinda sem karlmenn búa við 1 af hverjum 3 konum verða fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á ævinni 614 milljónir kvenna og stúlkna bjuggu á átakasvæðum árið 2022, þetta eru 50% fleiri konur og stúlkur en árið 2017. Konur og stúlkur á átakasvæðum búa við aukna hættu á að verða fyrir ofbeldi, þar með talið heimilisofbeldi. Tíðni heimilisofbeldis er 2,4 sinnum hærri á svæðum þar sem ótryggt ástand ríkir. 45.000 konur eru myrtar árlega af maka eða nákomnum ættingja Að meðaltali fá konur 20% lægri laun en karlmenn fyrir sömu vinnu. Í sumum ríkjum er þetta hlutfall mun hærra Staða jafnréttis í heiminum er ekki góð og fer versnandi. Hvað er hægt að gera til þess að sporna við því bakslagi sem orðið hefur og hraða framförum í átt að jafnrétti? Undanfarin tvö ár hafa Sameinuðu þjóðirnar lagt aukna áherslu á mikilvægi þess að aðildarríki, fjármálastofnanir, fyrirtæki og einstaklingar fjárfesti markvisst í konum undir slagorðinu: „Invest in women: Accelerate progress”. Fjárfesting í jafnrétti er efnahagslega mikilvæg öllum ríkjum, enda sýna útreikningar að verg landsframleiðsla á heimsvísu myndi aukast um 20% miðað við höfðatölu, ef kynjabilinu yrði eytt, en slík fjárfesting er ekki síður mikilvæg út frá mannréttinda sjónarmiði. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að jafnrétti og valdeflingu kvenna um allan heim, áætlar að það muni kosta heiminn 360 milljarða Bandaríkjadala að koma jafnrétti á í heiminum. Það jafngildir um það bil 2/3 þeirrar upphæðar sem heimurinn eyðir í kaffi á hverju ári. Þetta er því í raun ekki svo há upphæð, sérstaklega miðað við ávinninginn við að ná jafnrétti sem jafngildir aukningu um 21 trilljón Bandaríkjadala af vergri þjóðarframleiðslu á ári á heimsvísu. UN Women á Íslandi heldur því áfram að hvetja einstaklinga, fyrirtæki og stjórnvöld um að sameinast og fjárfesta í baráttunni fyrir jafnrétti. Við getum ekki beðið í 300 ár í viðbót! Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun