Tveggja milljarða baðlón byggt í Laugarási í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. mars 2024 21:00 Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar og Hjalti Gylfason einn af eigendum Mannverks, sem tóku fyrstu skóflustunguna af nýja baðlóninu í Laugarási en þau eru hér ásamt forsvarsmönnum verkefnisins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Framkvæmdir eru nú hafnar við nýtt baðlón fyrir ferðamenn í Laugarási í Bláskógabyggð en hópur fjárfesta kemur að verkefninu, sem hefur verið í undirbúningi síðustu tíu ár. Það kom í hlut Ástu Stefánsdóttir, sveitarstjóra Bláskógabyggðar og Hjalta Gylfasonar, sem er í forsvari fyrir verkefnið að taka fyrstu skóflustunguna af Árböðunum um miðjan dag í gær, en Byggingafélagið Mannverk mun sjá um framkvæmdirnar og hönnunarstýringu verksins. Nýja baðlónið, sem verður glæsilegt í alla staði verður rétt við Iðubrú í Laugarási og skammt frá dýragarðinum í Slakka fyrir þá sem þekkja til. „Þetta er baðlónaverkefni, hérna ætlum við að baða bæði Íslendinga og útlendinga og hér verða gufuböð og allt sem fylgir slíkum stöðum,” segir Hjalti. „Þetta er náttúrulega dásamlegur staður því við erum í óskaplega góðu skjóli með ána hérna fyrir neðan þannig að þetta verður óskaplega mikil vin til að koma og baða sig í,” segir Halldór Eiríksson arkitekt hjá T.ark, sem hannaði lónið. Félgarnir Hjalti (t.h.) og Halldór Eiríksson hjá T.ark, sem eru mjög spenntir fyrir nýja verkefninu í Laugarási.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nóg af heitu vatni er á svæðinu þannig að það verður aldrei vandamál. „Þetta verður til að njóta heita vatnsins eins og við kunnum kannski allra þjóða best Íslendingar,” bætir Hjalti við. Og oddviti Bláskógabyggðar fagnar baðlóni í Laugarási, sem á að verða tilbúið í maí á næsta ári. „Mér líst bara mjög vel á þetta, þetta er bara spennandi verkefni, sem er búið að vera að þróa með aðilunum í nokkur ár og gaman að sjá þetta rætast og ég veit að þetta verður vel að verki staðið og þetta verður ákveðin segull fyrir uppsveitirnar og Bláskógabyggð,” segir Helgi Kjartansson, oddviti. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, sem fagnar byggingu baðlónsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þá velta eflaust margir því fyrir sér hvað kostar eitt svona baðlón og hvað er reiknað með mörgum ferðamönnum ofan í það á hverju ári? „Framkvæmdakostnaður er áætlaður í kringum tveir milljarðar og áætlanir gera ráð fyrir að þetta verði á bilinu 150 til 200 þúsund gestir, sem koma til okkar þegar lónið er komið í fullan rekstur,” segir Hjalti. Baðlónið verður glæsilegt í alla staði en það mun kosta um 2 milljarða króna að koma því upp.Aðsend Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Sjá meira
Það kom í hlut Ástu Stefánsdóttir, sveitarstjóra Bláskógabyggðar og Hjalta Gylfasonar, sem er í forsvari fyrir verkefnið að taka fyrstu skóflustunguna af Árböðunum um miðjan dag í gær, en Byggingafélagið Mannverk mun sjá um framkvæmdirnar og hönnunarstýringu verksins. Nýja baðlónið, sem verður glæsilegt í alla staði verður rétt við Iðubrú í Laugarási og skammt frá dýragarðinum í Slakka fyrir þá sem þekkja til. „Þetta er baðlónaverkefni, hérna ætlum við að baða bæði Íslendinga og útlendinga og hér verða gufuböð og allt sem fylgir slíkum stöðum,” segir Hjalti. „Þetta er náttúrulega dásamlegur staður því við erum í óskaplega góðu skjóli með ána hérna fyrir neðan þannig að þetta verður óskaplega mikil vin til að koma og baða sig í,” segir Halldór Eiríksson arkitekt hjá T.ark, sem hannaði lónið. Félgarnir Hjalti (t.h.) og Halldór Eiríksson hjá T.ark, sem eru mjög spenntir fyrir nýja verkefninu í Laugarási.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nóg af heitu vatni er á svæðinu þannig að það verður aldrei vandamál. „Þetta verður til að njóta heita vatnsins eins og við kunnum kannski allra þjóða best Íslendingar,” bætir Hjalti við. Og oddviti Bláskógabyggðar fagnar baðlóni í Laugarási, sem á að verða tilbúið í maí á næsta ári. „Mér líst bara mjög vel á þetta, þetta er bara spennandi verkefni, sem er búið að vera að þróa með aðilunum í nokkur ár og gaman að sjá þetta rætast og ég veit að þetta verður vel að verki staðið og þetta verður ákveðin segull fyrir uppsveitirnar og Bláskógabyggð,” segir Helgi Kjartansson, oddviti. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, sem fagnar byggingu baðlónsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þá velta eflaust margir því fyrir sér hvað kostar eitt svona baðlón og hvað er reiknað með mörgum ferðamönnum ofan í það á hverju ári? „Framkvæmdakostnaður er áætlaður í kringum tveir milljarðar og áætlanir gera ráð fyrir að þetta verði á bilinu 150 til 200 þúsund gestir, sem koma til okkar þegar lónið er komið í fullan rekstur,” segir Hjalti. Baðlónið verður glæsilegt í alla staði en það mun kosta um 2 milljarða króna að koma því upp.Aðsend
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Sjá meira