Hámhorfið: Hvað er kvikmyndagerðafólkið að horfa á? Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. mars 2024 12:31 Lífið á Vísi ræddi við fólk úr kvikmyndabransanum í Hámhorfinu. SAMSETT Sjónvarpsglápið nær gjarnan hámarki á sunnudögum og eru einhverjir sem bíða í mikilli eftirvæntingu eftir heilaga hvíldardeginum til að geta loks lagst í sófann og hámhorft. Í dag tekur Lífið á Vísi púlsinn á sérfræðingum þegar það kemur að afþreyingarefni, kvikmyndagerðarfólki. Þau luma á ýmsum góðum ráðum hér í fasta liðnum Hámhorfið og geta vonandi reynst fólki með valkvíða vel í dag. Ólöf Birna Torfadóttir: Ólöf Birna Torfadóttir.MAGNÚS INGVAR BJARNASON „Ég fíla oft að taka seríur sem ég veit, eða finnst mjög líklegt að sé, bara ein sería. Ef þú hefur takmarkaðan tíma eða ert hræddur við skuldbindingar þá seríur eins og The Truth About the Harry Quebert Affair, Behind her eyes, Unbelievable, Inventing Anna, Dare me, Inside man, Alias Grace og The woman in the house across the street from the girl in the window málið. Þær eru allar svona pínu mind fuck, reyna alveg smá á sumar, fá þig til að hugsa en í stuttan tíma, svo heldur lífið áfram. Er núna að horfa á Gypsy á netflix. Karakter Naomi Watts er mjög áhugaverður. Það er eitthvað off við þá, eerie tilfinning, spennandi að sjá hvernig það endar. Af svona þessum gömlu góðu, þá get ég alltaf horft aftur á Charmed og Buffy. Set það á þegar ég finn ekkert annað. Svo erum við karlinn að fara að byrja að horfa aftur á Supernatural. Ég var að fylgjast með á sínum tíma en datt út í þrettándu seríu, eingöngu út af flutningum. Var að heyra að það eigi að koma út bíómynd, kannski kjaftæði en við ætlum allavega að byrja aftur á seríu eitt. Horfði á einn þátt af Gable girls aðallega út af Maggie Civantos sem lék í Vis a Vis eða Locked up. Geggjaðir þættir! Um konu sem er dæmd í níu mánaða fangelsi. Þeir eru bara svo brútal og real, urðu alltaf meira og meira klikkaðir. Mæli mikið með. Datt óvænt svolítið inní spænskar seríur út frá þessum, nýjasta sem ég sá frá Kolumbíu var Fake Profile, hún reyndar fór meira út í telenovela en ég hafði gaman af. Kona sem kemst að því að heita one night stand-ið hennar var ekki sá sem hann sagðist vera þannig hún leitar hann uppi og tortímir lífi hans. Svakalegt stöff. Er að dóla í gegnum þætti núna líka sem heita My Demon, rómantískir gamanþættir frá Kóreu. Voða sætur sjarmi yfir þeim sem ég lúmskt fíla. Búin að sjá mikið í „Because you watched My Demon“ dálkinum dass af svipuðu efni frá Kóreu. Þetta er tímabil sem ég þarf að fara í gegnum. Ég er mjög mikil alæta á þætti, finnst gaman að horfa á raunveruleikasjónvarp líka. Ég að sjálfsögðu varð að vita hvað þetta Megan Fox vs. Chelsea dæmi snerist um í Love is Blind. Var einnig að uppgötva þættina Vanderpump Rules, en mæli með að taka þá í skömmtum. Þeir eru alveg cray cray. Er pínu eftir á í íslensku efni, kom svo mikið út á stuttum tíma, sem er frábært, en ég er byrjuð á Kennarastofunni, spennt að sjá meira. Og ég ætla klárlega að horfa á Skvíz sem kemur út á Sjónvarpi Símans í lok mars.“ Baldvin Z: Baldvin Z.IMDB „Ég tel mig vera mikinn hámhorfara og margir í kringum mig spyrja mig oft hvar fæ ég tíma til þess að horfa á allt þetta sjónvarpsefni. En ég er svo heppinn að konan mín hefur jafn mikinn áhuga á að hámhorfa og ég. Þar sem börnin okkar eru orðin fullorðin þá eyðum við miklum tíma fyrir framan sjónvarpið, jafnvel aðeins of mikinn oft. Serían sem við erum að horfa núna á heitir Woman in the wall. Ekki besta sería í heimi en nægilega góð til þess að taka hana þremur kvöldum. Írsk sería um hvernig kaþólska kirkjan seldi börn ungra mæðra án þeirra vitundar á áttunda áratugnum. Á undan henni kláruðum við Griseldu, alveg ágætis sería, aftur ekki sú besta, en nægilega áhugaverð til þess að klára. Svo hef ég verið að stelast til þess að horfa á True Detective þegar frúin getur ekki horft. Hún gafst upp eftir einn þátt en sjálfpíningar hvötin er sterk og ég á einn þátt eftir, sennilega ein versta sería sem ég hef horft á í áratug. En vinna Íslendinganna er stórglæsileg og er það ljósi punktur seríunnar. Verð að taka fram að Villi Neto er frábær í henni. Svo rúlluðum við upp One day, fjórtán þátta rómó sería. Mjög falleg, mjög næs. Þetta eru sirka síðastliðnar þrjár vikur hjá okkur.“ Erlingur Óttar Thoroddsen: Erlingur Óttar Thoroddsen. IMDB „Ég er í smá krísu með hámhorfið mitt. Við Fatih, kærastinn minn, erum búnir að vera að horfa á Fargo þáttaröðina frá byrjun síðustu nokkra mánuði. Algjörir snilldarþættir, fimm seríur allt í allt og sú síðasta var alveg mögnuð. En núna er erfitt að finna eitthvað sem tekur við. Það þarf að vera jafngott eða betra, við erum orðnir svo góðu vanir. Mér datt í hug að sýna Fatih The Leftovers, sem hann hefur ekki séð áður. Kannski verður það næst. Annars er ég yfirleitt meira fyrir bíómyndir en þætti. Ég sá til dæmis All Of Us Strangers nýlega, sem hefði verið ein af mínum uppáhaldsmyndum árið 2023 ef ég hefði séð hana þá. Frábær mynd sem situr í manni lengi á eftir, og er líka með frábæru 80s soundtracki (ég er búinn að vera með The Power of Love með Frankie Goes To Hollywood á repeat síðan ég sá myndina. If you know, you know…) Held að hún komi í bíó hér á landi eftir nokkra daga, mæli mjög sterklega með henni. Svo hef ég verið í smá nostalgíu að hámhorfa á 80s-90s hasarmyndir eins og Die Hard seríuna, Cliffhanger, The Last Boy Scout o.s.frv. Myndir sem ég man eftir að hafa horft á af vhs spólum í gamla daga, oft uppteknum úr sjónvarpinu og vantaði stundum byrjun eða endi. Mikið stuð!“ Ugla Hauksdóttir: Ugla Hauksdóttir. Aðsend „Um þessar mundir er ég aðallega að horfa á þær myndir sem eru tilnefndar til Óskarsverðlaunanna en þar eru Anatomy of a Fall eftir Justine Triet og Poor Things eftir Yorgos Lanthimos í algjöru uppáhaldi. Auk þess er ég mjög spennt að sjá Zone of Interest sem er núna í sýningu hjá Bíó Paradís. Ég viðurkenni að ég er ekki mikið í hámhorfi en datt nýverið inn í seríuna Severence eftir Dan Erickson sem mér finnst stórkostleg. Hún er skemmtilega absúrd, heimspekileg og fyndin, og skartar auk þess leikurum sem ég hef mikið dálæti á. Svo er ég að byrja að horfa á fimmtu seríuna af Fargo eftir Noah Hawley en sú sjónvarpssería er ein sú allra besta að mínu mati og svíkur ekki aðdáendur Coen bræðranna. Næst ætla ég að horfa á Constellation þar sem vinkona mín og Íslandsvinur Noomi Rapace fer með aðalhlutverk og svo hef ég heyrt góða hluti um Masters of the Air. En á milli þess að horfa á þætti og gott bíó, finnst mér gott að eiga rólega stund og lesa. Það gefur mér oft meiri innblástur en að horfa á verk eftir aðra. Þá fær maður tækifæri til að ímynda sér söguheiminn sjálfur sem er einmitt það sem vinnan mín sem leikstjóri snýst um!“ Hámhorfið Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hámhorfið: Hvað eru Æði strákarnir að horfa á? Marsmánuður er genginn í garð og stöðugt flæðir nýtt sjónvarpsefni inn á hinar ýmsu streymisveitur. Valkvíði þeirra sem elska að horfa á sjónvarp getur verið mikill í takt við offramboð af efni og þá eru góð ráð dýr. Lífið á Vísi heldur því áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks um hvað það er að horfa á. Í dag eru það strákarnir úr raunveruleikaþáttunum Æði sem deila sínu uppáhalds sjónvarpsefni. 3. mars 2024 12:30 Hámhorfið: Hvað eru plötusnúðar að horfa á? 25. febrúar 2024 12:30 Hámhorfið: Hvað eru barþjónar að horfa á? Sunnudagar eru til sælu fyrir suma, til svefns fyrir aðra og svo mætti jafnvel segja sunnudagar eru til sjónvarpsgláps. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks og spyrja það hvað það er að horfa á þessa dagana. Í dag var rætt við starfsstétt sem stendur jafnan vaktina fram eftir nóttu um helgar, barþjóna, og luma þeir á ýmsum hugmyndum. 18. febrúar 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað eru leikkonur landsins að horfa á? Sunnudagar eru vinsælir sjónvarpsdagar á mörgum heimilum og einhverjir leyfa sér jafnvel að liggja við áhorf allan daginn undir teppi og slaka vel á til að hlaða batteríin fyrir komandi viku. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi þekktra einstaklinga og fá ýmis ráð að góðu glápi. 11. febrúar 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað eru grínistar landsins að horfa á? Gular viðvaranir, frost og snjókoma heiðra landsmenn og sófinn og sjónvarpsgláp eru að mati margra hinn prýðilegasti sunnudagskostur. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks með mikilvæga spurningu: Hvað ertu að horfa á þessa dagana? 4. febrúar 2024 12:30 Hámhorfið: Hvað eru stjórnmálakonur að horfa á? Sunnudagar eru að öllum líkindum vinsælustu dagarnir fyrir sjónvarpsgláp og huggulegheit. Smekkur fólks á afþreyingarefni er fjölbreyttur og geta nýjar og/eða áður óþekktar þáttaseríur oft komið skemmtilega á óvart. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á þekktum einstaklingum samfélagsins og heyra hvað þeir eru að horfa á þessa dagana. 28. janúar 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað eru handboltastrákarnir að horfa á? Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu hafa staðið í ströngu í Þýskalandi síðustu daga og hafa margir landsmenn fylgst vel með. Blaðamaður náði tali af nokkrum leikmönnum þegar þeir áttu stund milli stríða og fékk að forvitnast um hvort þeir væru að horfa á eitthvað skemmtilegt sjónvarpsefni á milli æfinga. 21. janúar 2024 13:00 Hámhorfið: Hvað eru rithöfundar og rapparar að horfa á? Fyrir mörgum eru sunnudagar fyrir sjónvarpsgláp og stundum eru góð ráð dýr þegar það kemur að því að vita hvaða efni er skemmtilegast. Lífið á Vísi heldur áfram að ræða við fólk úr fjölbreyttum áttum um hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag eru álitsgjafarnir annað hvort rithöfundar eða rapparar. 14. janúar 2024 13:01 Hámhorfið: Þetta eru íslenskir áhrifavaldar að horfa á Í skammdegi, roki, veðurviðvörunum og öðru slíku er freistandi að enda daginn á að leggjast upp í sófa og kveikja á góðu sjónvarpsefni. Spurningin sem þvælist fyrir hvað flestum er þá: „Hvað eigum við að horfa á?“ og getur ákvörðunin verið furðu erfið. 9. janúar 2024 15:30 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þau luma á ýmsum góðum ráðum hér í fasta liðnum Hámhorfið og geta vonandi reynst fólki með valkvíða vel í dag. Ólöf Birna Torfadóttir: Ólöf Birna Torfadóttir.MAGNÚS INGVAR BJARNASON „Ég fíla oft að taka seríur sem ég veit, eða finnst mjög líklegt að sé, bara ein sería. Ef þú hefur takmarkaðan tíma eða ert hræddur við skuldbindingar þá seríur eins og The Truth About the Harry Quebert Affair, Behind her eyes, Unbelievable, Inventing Anna, Dare me, Inside man, Alias Grace og The woman in the house across the street from the girl in the window málið. Þær eru allar svona pínu mind fuck, reyna alveg smá á sumar, fá þig til að hugsa en í stuttan tíma, svo heldur lífið áfram. Er núna að horfa á Gypsy á netflix. Karakter Naomi Watts er mjög áhugaverður. Það er eitthvað off við þá, eerie tilfinning, spennandi að sjá hvernig það endar. Af svona þessum gömlu góðu, þá get ég alltaf horft aftur á Charmed og Buffy. Set það á þegar ég finn ekkert annað. Svo erum við karlinn að fara að byrja að horfa aftur á Supernatural. Ég var að fylgjast með á sínum tíma en datt út í þrettándu seríu, eingöngu út af flutningum. Var að heyra að það eigi að koma út bíómynd, kannski kjaftæði en við ætlum allavega að byrja aftur á seríu eitt. Horfði á einn þátt af Gable girls aðallega út af Maggie Civantos sem lék í Vis a Vis eða Locked up. Geggjaðir þættir! Um konu sem er dæmd í níu mánaða fangelsi. Þeir eru bara svo brútal og real, urðu alltaf meira og meira klikkaðir. Mæli mikið með. Datt óvænt svolítið inní spænskar seríur út frá þessum, nýjasta sem ég sá frá Kolumbíu var Fake Profile, hún reyndar fór meira út í telenovela en ég hafði gaman af. Kona sem kemst að því að heita one night stand-ið hennar var ekki sá sem hann sagðist vera þannig hún leitar hann uppi og tortímir lífi hans. Svakalegt stöff. Er að dóla í gegnum þætti núna líka sem heita My Demon, rómantískir gamanþættir frá Kóreu. Voða sætur sjarmi yfir þeim sem ég lúmskt fíla. Búin að sjá mikið í „Because you watched My Demon“ dálkinum dass af svipuðu efni frá Kóreu. Þetta er tímabil sem ég þarf að fara í gegnum. Ég er mjög mikil alæta á þætti, finnst gaman að horfa á raunveruleikasjónvarp líka. Ég að sjálfsögðu varð að vita hvað þetta Megan Fox vs. Chelsea dæmi snerist um í Love is Blind. Var einnig að uppgötva þættina Vanderpump Rules, en mæli með að taka þá í skömmtum. Þeir eru alveg cray cray. Er pínu eftir á í íslensku efni, kom svo mikið út á stuttum tíma, sem er frábært, en ég er byrjuð á Kennarastofunni, spennt að sjá meira. Og ég ætla klárlega að horfa á Skvíz sem kemur út á Sjónvarpi Símans í lok mars.“ Baldvin Z: Baldvin Z.IMDB „Ég tel mig vera mikinn hámhorfara og margir í kringum mig spyrja mig oft hvar fæ ég tíma til þess að horfa á allt þetta sjónvarpsefni. En ég er svo heppinn að konan mín hefur jafn mikinn áhuga á að hámhorfa og ég. Þar sem börnin okkar eru orðin fullorðin þá eyðum við miklum tíma fyrir framan sjónvarpið, jafnvel aðeins of mikinn oft. Serían sem við erum að horfa núna á heitir Woman in the wall. Ekki besta sería í heimi en nægilega góð til þess að taka hana þremur kvöldum. Írsk sería um hvernig kaþólska kirkjan seldi börn ungra mæðra án þeirra vitundar á áttunda áratugnum. Á undan henni kláruðum við Griseldu, alveg ágætis sería, aftur ekki sú besta, en nægilega áhugaverð til þess að klára. Svo hef ég verið að stelast til þess að horfa á True Detective þegar frúin getur ekki horft. Hún gafst upp eftir einn þátt en sjálfpíningar hvötin er sterk og ég á einn þátt eftir, sennilega ein versta sería sem ég hef horft á í áratug. En vinna Íslendinganna er stórglæsileg og er það ljósi punktur seríunnar. Verð að taka fram að Villi Neto er frábær í henni. Svo rúlluðum við upp One day, fjórtán þátta rómó sería. Mjög falleg, mjög næs. Þetta eru sirka síðastliðnar þrjár vikur hjá okkur.“ Erlingur Óttar Thoroddsen: Erlingur Óttar Thoroddsen. IMDB „Ég er í smá krísu með hámhorfið mitt. Við Fatih, kærastinn minn, erum búnir að vera að horfa á Fargo þáttaröðina frá byrjun síðustu nokkra mánuði. Algjörir snilldarþættir, fimm seríur allt í allt og sú síðasta var alveg mögnuð. En núna er erfitt að finna eitthvað sem tekur við. Það þarf að vera jafngott eða betra, við erum orðnir svo góðu vanir. Mér datt í hug að sýna Fatih The Leftovers, sem hann hefur ekki séð áður. Kannski verður það næst. Annars er ég yfirleitt meira fyrir bíómyndir en þætti. Ég sá til dæmis All Of Us Strangers nýlega, sem hefði verið ein af mínum uppáhaldsmyndum árið 2023 ef ég hefði séð hana þá. Frábær mynd sem situr í manni lengi á eftir, og er líka með frábæru 80s soundtracki (ég er búinn að vera með The Power of Love með Frankie Goes To Hollywood á repeat síðan ég sá myndina. If you know, you know…) Held að hún komi í bíó hér á landi eftir nokkra daga, mæli mjög sterklega með henni. Svo hef ég verið í smá nostalgíu að hámhorfa á 80s-90s hasarmyndir eins og Die Hard seríuna, Cliffhanger, The Last Boy Scout o.s.frv. Myndir sem ég man eftir að hafa horft á af vhs spólum í gamla daga, oft uppteknum úr sjónvarpinu og vantaði stundum byrjun eða endi. Mikið stuð!“ Ugla Hauksdóttir: Ugla Hauksdóttir. Aðsend „Um þessar mundir er ég aðallega að horfa á þær myndir sem eru tilnefndar til Óskarsverðlaunanna en þar eru Anatomy of a Fall eftir Justine Triet og Poor Things eftir Yorgos Lanthimos í algjöru uppáhaldi. Auk þess er ég mjög spennt að sjá Zone of Interest sem er núna í sýningu hjá Bíó Paradís. Ég viðurkenni að ég er ekki mikið í hámhorfi en datt nýverið inn í seríuna Severence eftir Dan Erickson sem mér finnst stórkostleg. Hún er skemmtilega absúrd, heimspekileg og fyndin, og skartar auk þess leikurum sem ég hef mikið dálæti á. Svo er ég að byrja að horfa á fimmtu seríuna af Fargo eftir Noah Hawley en sú sjónvarpssería er ein sú allra besta að mínu mati og svíkur ekki aðdáendur Coen bræðranna. Næst ætla ég að horfa á Constellation þar sem vinkona mín og Íslandsvinur Noomi Rapace fer með aðalhlutverk og svo hef ég heyrt góða hluti um Masters of the Air. En á milli þess að horfa á þætti og gott bíó, finnst mér gott að eiga rólega stund og lesa. Það gefur mér oft meiri innblástur en að horfa á verk eftir aðra. Þá fær maður tækifæri til að ímynda sér söguheiminn sjálfur sem er einmitt það sem vinnan mín sem leikstjóri snýst um!“
Hámhorfið Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hámhorfið: Hvað eru Æði strákarnir að horfa á? Marsmánuður er genginn í garð og stöðugt flæðir nýtt sjónvarpsefni inn á hinar ýmsu streymisveitur. Valkvíði þeirra sem elska að horfa á sjónvarp getur verið mikill í takt við offramboð af efni og þá eru góð ráð dýr. Lífið á Vísi heldur því áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks um hvað það er að horfa á. Í dag eru það strákarnir úr raunveruleikaþáttunum Æði sem deila sínu uppáhalds sjónvarpsefni. 3. mars 2024 12:30 Hámhorfið: Hvað eru plötusnúðar að horfa á? 25. febrúar 2024 12:30 Hámhorfið: Hvað eru barþjónar að horfa á? Sunnudagar eru til sælu fyrir suma, til svefns fyrir aðra og svo mætti jafnvel segja sunnudagar eru til sjónvarpsgláps. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks og spyrja það hvað það er að horfa á þessa dagana. Í dag var rætt við starfsstétt sem stendur jafnan vaktina fram eftir nóttu um helgar, barþjóna, og luma þeir á ýmsum hugmyndum. 18. febrúar 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað eru leikkonur landsins að horfa á? Sunnudagar eru vinsælir sjónvarpsdagar á mörgum heimilum og einhverjir leyfa sér jafnvel að liggja við áhorf allan daginn undir teppi og slaka vel á til að hlaða batteríin fyrir komandi viku. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi þekktra einstaklinga og fá ýmis ráð að góðu glápi. 11. febrúar 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað eru grínistar landsins að horfa á? Gular viðvaranir, frost og snjókoma heiðra landsmenn og sófinn og sjónvarpsgláp eru að mati margra hinn prýðilegasti sunnudagskostur. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks með mikilvæga spurningu: Hvað ertu að horfa á þessa dagana? 4. febrúar 2024 12:30 Hámhorfið: Hvað eru stjórnmálakonur að horfa á? Sunnudagar eru að öllum líkindum vinsælustu dagarnir fyrir sjónvarpsgláp og huggulegheit. Smekkur fólks á afþreyingarefni er fjölbreyttur og geta nýjar og/eða áður óþekktar þáttaseríur oft komið skemmtilega á óvart. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á þekktum einstaklingum samfélagsins og heyra hvað þeir eru að horfa á þessa dagana. 28. janúar 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað eru handboltastrákarnir að horfa á? Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu hafa staðið í ströngu í Þýskalandi síðustu daga og hafa margir landsmenn fylgst vel með. Blaðamaður náði tali af nokkrum leikmönnum þegar þeir áttu stund milli stríða og fékk að forvitnast um hvort þeir væru að horfa á eitthvað skemmtilegt sjónvarpsefni á milli æfinga. 21. janúar 2024 13:00 Hámhorfið: Hvað eru rithöfundar og rapparar að horfa á? Fyrir mörgum eru sunnudagar fyrir sjónvarpsgláp og stundum eru góð ráð dýr þegar það kemur að því að vita hvaða efni er skemmtilegast. Lífið á Vísi heldur áfram að ræða við fólk úr fjölbreyttum áttum um hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag eru álitsgjafarnir annað hvort rithöfundar eða rapparar. 14. janúar 2024 13:01 Hámhorfið: Þetta eru íslenskir áhrifavaldar að horfa á Í skammdegi, roki, veðurviðvörunum og öðru slíku er freistandi að enda daginn á að leggjast upp í sófa og kveikja á góðu sjónvarpsefni. Spurningin sem þvælist fyrir hvað flestum er þá: „Hvað eigum við að horfa á?“ og getur ákvörðunin verið furðu erfið. 9. janúar 2024 15:30 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hámhorfið: Hvað eru Æði strákarnir að horfa á? Marsmánuður er genginn í garð og stöðugt flæðir nýtt sjónvarpsefni inn á hinar ýmsu streymisveitur. Valkvíði þeirra sem elska að horfa á sjónvarp getur verið mikill í takt við offramboð af efni og þá eru góð ráð dýr. Lífið á Vísi heldur því áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks um hvað það er að horfa á. Í dag eru það strákarnir úr raunveruleikaþáttunum Æði sem deila sínu uppáhalds sjónvarpsefni. 3. mars 2024 12:30
Hámhorfið: Hvað eru barþjónar að horfa á? Sunnudagar eru til sælu fyrir suma, til svefns fyrir aðra og svo mætti jafnvel segja sunnudagar eru til sjónvarpsgláps. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks og spyrja það hvað það er að horfa á þessa dagana. Í dag var rætt við starfsstétt sem stendur jafnan vaktina fram eftir nóttu um helgar, barþjóna, og luma þeir á ýmsum hugmyndum. 18. febrúar 2024 12:31
Hámhorfið: Hvað eru leikkonur landsins að horfa á? Sunnudagar eru vinsælir sjónvarpsdagar á mörgum heimilum og einhverjir leyfa sér jafnvel að liggja við áhorf allan daginn undir teppi og slaka vel á til að hlaða batteríin fyrir komandi viku. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi þekktra einstaklinga og fá ýmis ráð að góðu glápi. 11. febrúar 2024 12:31
Hámhorfið: Hvað eru grínistar landsins að horfa á? Gular viðvaranir, frost og snjókoma heiðra landsmenn og sófinn og sjónvarpsgláp eru að mati margra hinn prýðilegasti sunnudagskostur. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks með mikilvæga spurningu: Hvað ertu að horfa á þessa dagana? 4. febrúar 2024 12:30
Hámhorfið: Hvað eru stjórnmálakonur að horfa á? Sunnudagar eru að öllum líkindum vinsælustu dagarnir fyrir sjónvarpsgláp og huggulegheit. Smekkur fólks á afþreyingarefni er fjölbreyttur og geta nýjar og/eða áður óþekktar þáttaseríur oft komið skemmtilega á óvart. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á þekktum einstaklingum samfélagsins og heyra hvað þeir eru að horfa á þessa dagana. 28. janúar 2024 12:31
Hámhorfið: Hvað eru handboltastrákarnir að horfa á? Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu hafa staðið í ströngu í Þýskalandi síðustu daga og hafa margir landsmenn fylgst vel með. Blaðamaður náði tali af nokkrum leikmönnum þegar þeir áttu stund milli stríða og fékk að forvitnast um hvort þeir væru að horfa á eitthvað skemmtilegt sjónvarpsefni á milli æfinga. 21. janúar 2024 13:00
Hámhorfið: Hvað eru rithöfundar og rapparar að horfa á? Fyrir mörgum eru sunnudagar fyrir sjónvarpsgláp og stundum eru góð ráð dýr þegar það kemur að því að vita hvaða efni er skemmtilegast. Lífið á Vísi heldur áfram að ræða við fólk úr fjölbreyttum áttum um hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag eru álitsgjafarnir annað hvort rithöfundar eða rapparar. 14. janúar 2024 13:01
Hámhorfið: Þetta eru íslenskir áhrifavaldar að horfa á Í skammdegi, roki, veðurviðvörunum og öðru slíku er freistandi að enda daginn á að leggjast upp í sófa og kveikja á góðu sjónvarpsefni. Spurningin sem þvælist fyrir hvað flestum er þá: „Hvað eigum við að horfa á?“ og getur ákvörðunin verið furðu erfið. 9. janúar 2024 15:30