Verður hryllingsmyndin hjá Bayern enn hryllilegri? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. mars 2024 15:00 Leon Goretzka og Thomas Tuchel svekktir í leik Bayern München og Freiburg um helgina. Hann fór 2-2. getty/Helge Prang Ef Bayern München tapar fyrir Lazio í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld eru allar líkur á fyrsta titlalausa tímabili liðsins í tólf ár. Lazio vann fyrri leikinn gegn Bayern, 1-0, í Rómarborg 14. febrúar síðastliðinn. Ciro Immobile skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 69. mínútu. Bayern þarf því að snúa dæminu sér í vil í seinni leiknum á Allianz Arena í kvöld. Ef það gerist ekki eru yfirgnæfandi líkur á að tímabilið verði það fyrsta frá 2011-12 sem Bæjarar vinna ekki titil. Bayern er tíu stigum á eftir Bayer Leverkusen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar, tapaði fyrir C-deildarliði Saarbrucken í bikarkeppninni og fyrir Leipzig í ofurbikarnum. Leon Goretzka skóf ekkert af því í nýlegu viðtali þegar hann lýsti tímabilinu hjá Bayern eins og hryllingsmynd sem tæki engan enda. Búið er að tilkynna að Thomas Tuchel verði ekki áfram með Bayern á næsta tímabili en hluti leikmannahóps liðsins hefur snúist gegn honum. Meðal þeirra er Joshua Kimmich sem virðist með allt á hornum sér þessi dægrin. Tölfræðin er kannski ekki með Bayern í liði í kvöld því þýsku meistararnir hafa aðeins unnið einn af sex leikjum í útsláttarkeppni undir stjórn Tuchels. Hann hefur þó sýnt hversu fær stjóri hann er í Meistaradeildinni. Hann kom Paris Saint-Germain í úrslit 2020 og gerði svo Chelsea að Englandsmeisturum ári seinna. Tuchel á enn því möguleika á að koma þriðja liðinu í úrslit Meistaradeildarinnar. Kollegi hans hjá Lazio, Maurizio Sarri, vann einnig Evróputitil sem stjóri Chelsea (Evrópudeildina 2019) og getur orðið fyrsti stjóri Lazio til að koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar síðan Sven-Göran Eriksson gerði það tímabilið 1999-00. Leikur Bayern og Lazio hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Á sama tíma hefst leikur Real Sociedad og PSG á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19:25 á Stöð 2 Sport. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Lazio vann fyrri leikinn gegn Bayern, 1-0, í Rómarborg 14. febrúar síðastliðinn. Ciro Immobile skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 69. mínútu. Bayern þarf því að snúa dæminu sér í vil í seinni leiknum á Allianz Arena í kvöld. Ef það gerist ekki eru yfirgnæfandi líkur á að tímabilið verði það fyrsta frá 2011-12 sem Bæjarar vinna ekki titil. Bayern er tíu stigum á eftir Bayer Leverkusen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar, tapaði fyrir C-deildarliði Saarbrucken í bikarkeppninni og fyrir Leipzig í ofurbikarnum. Leon Goretzka skóf ekkert af því í nýlegu viðtali þegar hann lýsti tímabilinu hjá Bayern eins og hryllingsmynd sem tæki engan enda. Búið er að tilkynna að Thomas Tuchel verði ekki áfram með Bayern á næsta tímabili en hluti leikmannahóps liðsins hefur snúist gegn honum. Meðal þeirra er Joshua Kimmich sem virðist með allt á hornum sér þessi dægrin. Tölfræðin er kannski ekki með Bayern í liði í kvöld því þýsku meistararnir hafa aðeins unnið einn af sex leikjum í útsláttarkeppni undir stjórn Tuchels. Hann hefur þó sýnt hversu fær stjóri hann er í Meistaradeildinni. Hann kom Paris Saint-Germain í úrslit 2020 og gerði svo Chelsea að Englandsmeisturum ári seinna. Tuchel á enn því möguleika á að koma þriðja liðinu í úrslit Meistaradeildarinnar. Kollegi hans hjá Lazio, Maurizio Sarri, vann einnig Evróputitil sem stjóri Chelsea (Evrópudeildina 2019) og getur orðið fyrsti stjóri Lazio til að koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar síðan Sven-Göran Eriksson gerði það tímabilið 1999-00. Leikur Bayern og Lazio hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Á sama tíma hefst leikur Real Sociedad og PSG á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19:25 á Stöð 2 Sport.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira