Verkefni mánaðarins var að taka til í matarinnkaupunum. Í þáttunum er fylgst með eyðslu þriggja para sem öll eiga það sameiginlegt að hafa ákveðin tækifæri í því að taka til í heimilisbókhaldinu.
Misjafnt er á milli para hversu mikið fyrir í matarinnkaup að meðaltali á mánuði.
Parið sem eyddi mest í matarinnkaup eru þau Ragna Stefánsdóttir og Funi Magnússon. Þau eyddu að meðaltali 418 þúsund krónur á mánuði í matarinnkaup, eða um 20 prósent af ráðstöfunartekjunum í mat.
Hagstofan telur að hvert heimili eigi að eyða um þrettán prósent á mánuði í matarinnkaup.
Í þættinum í gær kom í ljós að pörin náðu öll árangri þegar þessi liður var tekinn í gegn en hér að neðan má sjá þegar Ragna og Funi komust að því hvað þau væru að eyða í mat.