Rennsli af kviku svipað og í Elliðaánum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. mars 2024 09:01 Magnús Tum fór yfir stöðuna á Reykjanesskaga í Bítinu. Vísir/Vilhelm Kvika streymir inn undir Svartsengi á svipuðum krafti og Elliðaárnar. Prófessor í jarðeðlisfræði segir hugsanlegt að atburðurinn í þessari lotu á Reykjanesskaga sé hálfnaður. Mikilvægt sé að að skipuleggja umhverfi þannig að þol gegn náttúruvá sé sem mest, meðal annars með því að byggja ekki á svæðum sem útsett eru fyrir hraunrennsli. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur og prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands fór yfir stöðuna á Reykjanesskaga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvort hann færi að sofa með gos í huga og vaknaði með gos í huga, sagði hann það nú ekki vera svo. „Með svona atburði, þegar þeir skella yfir taka þeir allan hugann, en síðan erum við að verða svolítið vön þessu. Ég er kannski ekki alltaf að hugsa um þetta því annars gerði maður ekkert annað af viti.“ Hann vill þó ekki meina að þetta ástand sé orðið hversdagslegt. „Ég myndi ekki orða það þannig, en kannski er þetta eitthvað sem er orðið partur af deginum og lífinu. Þær áætlanir sem maður hafði sjálfur síðustu mánuði hafa ekki alveg gengið eftir í starfi því þetta hefur tekið töluverðan tíma.“ Þurfum að gæta þess að skipuleggja ekki byggð á hrauni Magnús Tumi segir stöðuna á Reykjanesskaga óbreytta frá því sem verið hefur síðustu mánuði. „Það er landris við Svartsengi og á því svæði, og þar streymir inn kvika. Rennslið er svipað eins og Elliðaárnar. Á laugardaginn fór af stað kvikuhlaup sem endaði ekki með gosi, hætti mjög fljótlega. Þegar þrýstingurinn fer að opnast aðeins og fer af stað þá minnkar hann. Það hefur verið einhver fyrirstaða svo þetta dugði ekki, þess vegna stoppaði það. Síðan er hann að byggjast upp aftur og er sennilega að verða kominn í svipaða stöðu og á laugardagsmorgun, kannski í dag eða á morgun.“ Að öllu óbreyttu megi búast við öðru kvikuhlaupi, en ómögulegt sé að segja til um hvort til eldgoss komi eða ekki. Þá segir Magnús Tumi að hugsanlega séum við hálfnuð í þeim atburði sem nú eigi sér stað á Reykjanesskaga. Þá er ég að hugsa um alveg frá því að byrjaði að gjósa í Fagradalsfjalli. Sennilegast sé að þessi atburðarrás muni halda áfram í nokkur ár. Svo sé einn möguleiki að það komið hlé í nkkur ár og virknin tekið sig upp aftur. Aðalatriðið sé að landsmenn þurfi að búa sig undir að þetta sé raunveruleikinn og læra að lifa með þessu. „Þetta er allt partur af því að við búum í þessu landi við þessar aðstæður. Við þurfum að byggja landið og skipuleggja umhverfi þannig að þolið gegn náttúruvánni sé sem mest. Eins og við byggjum ekki hverfi á Mýrdalssandi þar sem geta komið stór jökulhlaup. Sama er með hraunið,“ segir Magnús Tumi. Við eigum ekki að þenja byggðir út á svæðum sem eru útsett fyrir hraunrennsli. Nú er fólksfjölgun og það þarf að passa að skipulagið sé þannig að við séum ekki að búa til vandamál til framtíðar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Við getum búist við að þetta endurtaki sig“ Kvikumagn undir Svartsengi heldur áfram að aukast en virkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur minnkað síðan í gær. Jarðeðlisfræðingur segir líkurnar á eldgosi fara minnkandi með tímanum en það geti samt enn gosið. Hann á von á því að kvikuinnskot endurtaki sig á næstu viku eða dögum. 3. mars 2024 23:27 Verulegar líkur á öðru innskoti á allra næstu dögum Líklegast er að annað kvikuinnskot hefjist á næstu dögum á Reykjanesskaga. Þó er ekki útilokað að kvika leiti enn til yfirborðs eftir innskot gærdagsins, sem jók á óvissuna fremur en að eyða henni, að sögn jarðeðlisfræðings. 3. mars 2024 11:49 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur og prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands fór yfir stöðuna á Reykjanesskaga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvort hann færi að sofa með gos í huga og vaknaði með gos í huga, sagði hann það nú ekki vera svo. „Með svona atburði, þegar þeir skella yfir taka þeir allan hugann, en síðan erum við að verða svolítið vön þessu. Ég er kannski ekki alltaf að hugsa um þetta því annars gerði maður ekkert annað af viti.“ Hann vill þó ekki meina að þetta ástand sé orðið hversdagslegt. „Ég myndi ekki orða það þannig, en kannski er þetta eitthvað sem er orðið partur af deginum og lífinu. Þær áætlanir sem maður hafði sjálfur síðustu mánuði hafa ekki alveg gengið eftir í starfi því þetta hefur tekið töluverðan tíma.“ Þurfum að gæta þess að skipuleggja ekki byggð á hrauni Magnús Tumi segir stöðuna á Reykjanesskaga óbreytta frá því sem verið hefur síðustu mánuði. „Það er landris við Svartsengi og á því svæði, og þar streymir inn kvika. Rennslið er svipað eins og Elliðaárnar. Á laugardaginn fór af stað kvikuhlaup sem endaði ekki með gosi, hætti mjög fljótlega. Þegar þrýstingurinn fer að opnast aðeins og fer af stað þá minnkar hann. Það hefur verið einhver fyrirstaða svo þetta dugði ekki, þess vegna stoppaði það. Síðan er hann að byggjast upp aftur og er sennilega að verða kominn í svipaða stöðu og á laugardagsmorgun, kannski í dag eða á morgun.“ Að öllu óbreyttu megi búast við öðru kvikuhlaupi, en ómögulegt sé að segja til um hvort til eldgoss komi eða ekki. Þá segir Magnús Tumi að hugsanlega séum við hálfnuð í þeim atburði sem nú eigi sér stað á Reykjanesskaga. Þá er ég að hugsa um alveg frá því að byrjaði að gjósa í Fagradalsfjalli. Sennilegast sé að þessi atburðarrás muni halda áfram í nokkur ár. Svo sé einn möguleiki að það komið hlé í nkkur ár og virknin tekið sig upp aftur. Aðalatriðið sé að landsmenn þurfi að búa sig undir að þetta sé raunveruleikinn og læra að lifa með þessu. „Þetta er allt partur af því að við búum í þessu landi við þessar aðstæður. Við þurfum að byggja landið og skipuleggja umhverfi þannig að þolið gegn náttúruvánni sé sem mest. Eins og við byggjum ekki hverfi á Mýrdalssandi þar sem geta komið stór jökulhlaup. Sama er með hraunið,“ segir Magnús Tumi. Við eigum ekki að þenja byggðir út á svæðum sem eru útsett fyrir hraunrennsli. Nú er fólksfjölgun og það þarf að passa að skipulagið sé þannig að við séum ekki að búa til vandamál til framtíðar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Við getum búist við að þetta endurtaki sig“ Kvikumagn undir Svartsengi heldur áfram að aukast en virkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur minnkað síðan í gær. Jarðeðlisfræðingur segir líkurnar á eldgosi fara minnkandi með tímanum en það geti samt enn gosið. Hann á von á því að kvikuinnskot endurtaki sig á næstu viku eða dögum. 3. mars 2024 23:27 Verulegar líkur á öðru innskoti á allra næstu dögum Líklegast er að annað kvikuinnskot hefjist á næstu dögum á Reykjanesskaga. Þó er ekki útilokað að kvika leiti enn til yfirborðs eftir innskot gærdagsins, sem jók á óvissuna fremur en að eyða henni, að sögn jarðeðlisfræðings. 3. mars 2024 11:49 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
„Við getum búist við að þetta endurtaki sig“ Kvikumagn undir Svartsengi heldur áfram að aukast en virkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur minnkað síðan í gær. Jarðeðlisfræðingur segir líkurnar á eldgosi fara minnkandi með tímanum en það geti samt enn gosið. Hann á von á því að kvikuinnskot endurtaki sig á næstu viku eða dögum. 3. mars 2024 23:27
Verulegar líkur á öðru innskoti á allra næstu dögum Líklegast er að annað kvikuinnskot hefjist á næstu dögum á Reykjanesskaga. Þó er ekki útilokað að kvika leiti enn til yfirborðs eftir innskot gærdagsins, sem jók á óvissuna fremur en að eyða henni, að sögn jarðeðlisfræðings. 3. mars 2024 11:49