Smáríkið sem „skipti um þjóð“ Róbert Björnsson skrifar 4. mars 2024 23:10 Fyrir um 50 árum síðan var til lítið krúttlegt smáríki í hjarta evrópu sem varla sást á landakorti enda lítið stærra en Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Þarna bjuggu þó ríflega 300 þúsund manns eða ögn fleiri en íslendingar á þeim tíma og þar af voru um 12% útlendingar – flestir frá nágrannaríkjunum. Þar var heldur lítið um að vera á þessum árum og uppistaða hagkerfisins var landbúnaður og stálfabrikkur sem voru að syngja sitt síðasta. Fáir ferðamenn lögðu leið sína til landsins fyrr en íslenskt lággjaldaflugfélag fékk lendingarleyfi þar á spottprís eftir að hafa verið bannað um tíma að fljúga til nokkurra evrópskra áfangastaða vegna deilna við stóru evrópsku ríkisflugfélögin sem stunduðu verðsamráð á leiðinni yfir Atlantshafið. Þá fóru að birtast Amerískir hippar og bakpokatúrhestar á leiðinni til Parísar eða Amsterdam og nokkrir fullir íslendingar. Þessi litla þjóð átti engar náttúruauðlindir aðrar en kúamykju. Engan fisk, engin fallvötn, enga olíu. En heimamenn höfðu nef fyrir bisness og smám saman fór landbúnaðurinn að víkja fyrir þjónustugeiranum og fjármálabransanum. Þeir áttuðu sig á mikilvægi Evrópusamstarfsins og frjálsra ferða fólks og fjármagns innan Evrópu. Vendipunktarnir í hagsældarsögu þjóðarinnar, sem nú er sú auðugasta í álfunni, urðu annarsvegar árið 1985 þegar þjóðarleiðtogar helstu evrópuríkjanna mættu í siglingu á Mósel og lögðu við bryggju í smábænum Schengen sem stendur á horninu við landamæri þýskalands og frakklands. Þar undirrituðu þeir samkomulag kennt við bæinn sem opnaði innri landamæri álfunnar og gerði fólki kleift að slíta vistarböndum sinna heimaslóða og leita gæfunnar þar sem skortur var á þeirra hæfileikum. Hinn vendipunkturinn átti sér stað 1. janúar 1999 þegar þjóðin tók upp Evruna sem sinn gjaldmiðil. Þá fóru hlutirnir að gerast hratt – hagvöxtur jókst gríðarlega og vel ígrundaðar aðgerðir til þess að lokka að erlenda fjárfestingu og uppbyggingu hátækni-iðnaðar og fjármálamiðstöðvar varð til þess að mörg alþjóðleg stórfyrirtæki sáu sér hag í að staðsetja evrópu-höfuðstöðvar sínar í landinu. Þar má telja Microsoft og Amazon sem er auk þess með aðal vörudreifingastöð sína í evrópu stadda í landinu þökk sé hentugri staðsetningu, góðu samgöngukerfi og flugfrakt-miðstöð sem flytur yfir milljón tonn af frakt á ári til og frá öllum heimsálfum. Geim-iðnaðurinn er sömuleiðis kominn á fullt skrið í Lúxemborg en hér eru hannaðir og framleiddir samskipta-gervihnettir og þeim stjórnað frá samskiptamiðstöð SES við árbakka Mósel. Þrátt fyrir að vera sumpart útsmognir kapítalistar eru heimamenn þó líka að sumu leiti skynsamir sósíalistar inn við beinið. Þeim dettur til dæmis ekki til hugar að selja og einkavæða helstu mjólkurkýrnar sínar sem standa undir besta velferðarkerfi og innviðum Evrópu og þótt víðar væri leitað. Viðskiptabankarnir þeirra þrír sem mala allir gull hafa verið í ríkis-eigu frá 1871 og engar skítugar krumlur pabba aðal fá að koma nærri þeim. Meira að segja fraktflugfélagið sem íslenskir útrásarvíkingar tóku þátt í að stofna fyrir 50 árum síðan er í dag sem betur fer í eigu ríkisins og talið til „mikilvægra innviða“ en félagið skilaði hagnaði uppá einn og hálfan milljarð evra í fyrra eftir skatt. Uppgangurinn krafðist auðvitað mannafla sem ekki var til staðar og útlendingar fóru að streyma til landsins í leit að sérhæfðri atvinnu og bættum lífskjörum. Þetta gerðist nokkuð hratt og í dag er íbúafjöldi Lúxemborgar um 660 þúsund manns sem er ríflega tvöföldun á um 25 ára tímabili og spár Eurostat búast við frekari 10% fólksfjöldaaukningu vegna innflytjenda fyrir árið 2032. Þess utan sækja tæplega 200 þúsund manns vinnu daglega í Lúxemborg frá nágrannaríkjunum Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi. Það þýðir að um helmingur vinnuaflsins keyrir yfir landamærin kvölds og morgna. Af okkur 660 þúsund íbúum Lúxemborgar eru heimamenn (það er að segja Lúxembúrgískir ríkisborgarar) einungis um 53% íbúanna. Af þessum 53% eru raunar 21% fæddir annarsstaðar svo „orginal“ Lúxarar eru því einungis um 40% íbúa Stórhertogadæmisins. Við útlendingarnir sem höfum „tekið yfir landið“ komum frá 171 þjóðríkjum og tölum allskonar mállýskur en þó kannski síst Lúxembúrgísku þó svo heimamönnum þyki gaman ef við heilsum með „Moien“ og kveðjum með „Äddi“. Þess á milli skiptir þá ekki meginmáli hvort við tölum ensku, þýsku eða frönsku eða hvort við tilbiðjum Óðinn, Jésú, Múhammeð, Búdda, Krishna, Mammon eða Yoda. Lúxemborg hefur breyst á fáeinum árum úr frekar frumstæðu, lokuðu og rammkaþólsku sveitasamfélagi yfir í alþjóðlegan hrærigraut mismunandi „framandi menningarheima“ og tungumála. Þetta virðist þó lítið fara í taugarnar á heimamönnum sem vita hverjir halda uppi góðærinu og strokka smjérið sem drýpur af hverju strái. Aldrei hef ég orðið var við útlendingaandúð eða kröfur um „aðlögun“. Aldrei hef ég heyrt nokkurn mann gera því skóna að útlendingar séu „vandamál“ sem ógni menningu, tungumáli, innviðum eða forréttindastöðu innfæddra. Það er að vísu til einhver lítill „Miðflokkur“ á þinginu en jafnvel þeir vita betur en að tala eins og íslenskir popúlistar hafa gert undanfarið. Það væri enda þeirra síðasta verk í stjórnmálum í Lúxemborg. Vissulega hefur fólksfjölgunin sett pressu á húsnæðismarkaðinn en ástandið er þó ekki verra en svo að ég leigi ágæta 70fm íbúð auk bílakjallara fyrir svipaða upphæð og þið leigið Pólverjunum 35fm bílskúr á Selfossi. Þess má geta að húsaleigan mín hefur ekki hækkað um cent í 2 ár en ströng lög gilda um leigumarkaðinn og mega fjármagnseigendur einungis hækka leigu á tveggja ára fresti samkvæmt sérstakri vísitölu og aldrei meira en 5%. Verðbólgan er ekkert að drepa okkur en hún stendur nú í 3.7% en öll laun og lífeyrir í landinu eru verðtryggð og hækka sjálfkrafa samkvæmt verðbólguvísitölu svo kaupmátturinn stendur að mestu í stað og lítið er rætt um verkföll. Heilbrigðiskerfið er ekki meira en svo að sligast undan fólksfjöldanum en svo að ef ég er lasinn tek ég upp símann og fæ tíma hjá heimilislækni samdægurs eða í síðasta lagi daginn eftir. Einu sinni endaði ég á bráðamóttökunni og þurfti að bíða þar í um 45 mínútur áður en ég var innritaður á deild í einkaherbergi með öllum þægindum og boðið uppá CT-scan daginn eftir. Reikningurinn við útskrift viku seinna hljóðaði uppá 0 evrur og 0 cent. Vinur minn og nágranni sem flúði hingað frá Sýrlandi árið 2016 þá 19 ára gamall var ekki sendur í uppvaskið heldur er í dag reiprennandi í þýsku og menntaður rafeindavirki sem vinnur við uppsetningu á snjall-heimilimum og rafhleðslustöðvum fyrir rafbíla. Víkur þá sögunni að annarskonar smáríki sem ekki hefur auðnast að feta sig úr hlekkjum hugarfarsins. Minnimáttarkennd sem brýst út sem oflæti fær þjóðarsálina til þess að loka sig af frá umheiminum til þess að „vernda“ menningu sína og lífshætti frá vondu og hættulegu útlendingunum sem ásælast landið þeirra. Einkennandi fyrir stjórnarfar þessa ríkis er íhaldssemi, stjórnlyndi, spilling og útdeiling auðlinda til útvaldra sem leiðir af sér óhjákvæmilega hnignun innviða, menntakerfis og rotnun samfélagsins innanfrá. Skortur skapast á hæfu starfsfólki til þess að sinna grunnþörfum samfélagsins og hvað þá uppbyggingu í tæknigreinum og heilbrigðiskerfi. Fyrirtæki leggja upp laupana og verðmætasköpun dregst saman. Öll fjöreggin eru sett í einu og sömu leku og brigðulu massatúrisma-körfuna sem er einu neikvæðu Tik-Tok vídeói frá því að gufa upp. Enginn þörf eða áhugi viriðst vera á að reyna að laða að menntaða erlenda sérfræðinga sem gætu mögulega dregið samfélagið uppá ögn hærra plan og byggt upp fyrir ykkur fjölbreyttari iðnað og tryggari gjaldeyristekjur. 70 þúsund þrælar frá austur-evrópu eru fluttir inn til að sinna láglaunastörfum í ferðaþjónustunni og byggingariðnaði en engum þeirra er boðin þátttaka í þjóðfélaginu að öðru leiti og verðskuldað þakklæti er ekki beinlínis efst í huga heimamanna. Bara græðgin og grímulaus fyrirlitningin. Óþarfi er að minnast á hug heimamanna og ömmu þeirra til innflytjenda sem ekki eru hvítir á hörund. 50 þúsund íslendingar kjósa að búa erlendis í dag. Skiljanlega. Álíka stór hópur vildi örugglega gjarnan búa annarsstaðir en sitja fastir í verðtryggðu skuldafangelsi og vistarbandi krónuhagkerfisins og komast hvergi. Unga fólkið sem býr yfir sjálfsbjargarviðleitni og sjálfvirðingu flýr land og skilar sér ekki heim úr námi – lái þeim hver sem vill. Árið 2008 bað forsætisráðherra Guð að blessa Ísland – það er ekki að sjá að hann hafi verið bænheyrður. En er ekki kominn tími til þess að þið farið að hugsa ykkar gang og fjarlægja höfuðið úr óæðri endanum áður en dauðaspírallinn endar fyrir innan atburðasjóndeildarhings svartholsins? Höfundur er pólitískur og efnahagslegur flóttamaður sem var boðinn velkominn af framsæknu smáríki sem kann vel að meta framlag slíkra til vergrar þjóðarframleiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúxemborg Innflytjendamál Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fyrir um 50 árum síðan var til lítið krúttlegt smáríki í hjarta evrópu sem varla sást á landakorti enda lítið stærra en Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Þarna bjuggu þó ríflega 300 þúsund manns eða ögn fleiri en íslendingar á þeim tíma og þar af voru um 12% útlendingar – flestir frá nágrannaríkjunum. Þar var heldur lítið um að vera á þessum árum og uppistaða hagkerfisins var landbúnaður og stálfabrikkur sem voru að syngja sitt síðasta. Fáir ferðamenn lögðu leið sína til landsins fyrr en íslenskt lággjaldaflugfélag fékk lendingarleyfi þar á spottprís eftir að hafa verið bannað um tíma að fljúga til nokkurra evrópskra áfangastaða vegna deilna við stóru evrópsku ríkisflugfélögin sem stunduðu verðsamráð á leiðinni yfir Atlantshafið. Þá fóru að birtast Amerískir hippar og bakpokatúrhestar á leiðinni til Parísar eða Amsterdam og nokkrir fullir íslendingar. Þessi litla þjóð átti engar náttúruauðlindir aðrar en kúamykju. Engan fisk, engin fallvötn, enga olíu. En heimamenn höfðu nef fyrir bisness og smám saman fór landbúnaðurinn að víkja fyrir þjónustugeiranum og fjármálabransanum. Þeir áttuðu sig á mikilvægi Evrópusamstarfsins og frjálsra ferða fólks og fjármagns innan Evrópu. Vendipunktarnir í hagsældarsögu þjóðarinnar, sem nú er sú auðugasta í álfunni, urðu annarsvegar árið 1985 þegar þjóðarleiðtogar helstu evrópuríkjanna mættu í siglingu á Mósel og lögðu við bryggju í smábænum Schengen sem stendur á horninu við landamæri þýskalands og frakklands. Þar undirrituðu þeir samkomulag kennt við bæinn sem opnaði innri landamæri álfunnar og gerði fólki kleift að slíta vistarböndum sinna heimaslóða og leita gæfunnar þar sem skortur var á þeirra hæfileikum. Hinn vendipunkturinn átti sér stað 1. janúar 1999 þegar þjóðin tók upp Evruna sem sinn gjaldmiðil. Þá fóru hlutirnir að gerast hratt – hagvöxtur jókst gríðarlega og vel ígrundaðar aðgerðir til þess að lokka að erlenda fjárfestingu og uppbyggingu hátækni-iðnaðar og fjármálamiðstöðvar varð til þess að mörg alþjóðleg stórfyrirtæki sáu sér hag í að staðsetja evrópu-höfuðstöðvar sínar í landinu. Þar má telja Microsoft og Amazon sem er auk þess með aðal vörudreifingastöð sína í evrópu stadda í landinu þökk sé hentugri staðsetningu, góðu samgöngukerfi og flugfrakt-miðstöð sem flytur yfir milljón tonn af frakt á ári til og frá öllum heimsálfum. Geim-iðnaðurinn er sömuleiðis kominn á fullt skrið í Lúxemborg en hér eru hannaðir og framleiddir samskipta-gervihnettir og þeim stjórnað frá samskiptamiðstöð SES við árbakka Mósel. Þrátt fyrir að vera sumpart útsmognir kapítalistar eru heimamenn þó líka að sumu leiti skynsamir sósíalistar inn við beinið. Þeim dettur til dæmis ekki til hugar að selja og einkavæða helstu mjólkurkýrnar sínar sem standa undir besta velferðarkerfi og innviðum Evrópu og þótt víðar væri leitað. Viðskiptabankarnir þeirra þrír sem mala allir gull hafa verið í ríkis-eigu frá 1871 og engar skítugar krumlur pabba aðal fá að koma nærri þeim. Meira að segja fraktflugfélagið sem íslenskir útrásarvíkingar tóku þátt í að stofna fyrir 50 árum síðan er í dag sem betur fer í eigu ríkisins og talið til „mikilvægra innviða“ en félagið skilaði hagnaði uppá einn og hálfan milljarð evra í fyrra eftir skatt. Uppgangurinn krafðist auðvitað mannafla sem ekki var til staðar og útlendingar fóru að streyma til landsins í leit að sérhæfðri atvinnu og bættum lífskjörum. Þetta gerðist nokkuð hratt og í dag er íbúafjöldi Lúxemborgar um 660 þúsund manns sem er ríflega tvöföldun á um 25 ára tímabili og spár Eurostat búast við frekari 10% fólksfjöldaaukningu vegna innflytjenda fyrir árið 2032. Þess utan sækja tæplega 200 þúsund manns vinnu daglega í Lúxemborg frá nágrannaríkjunum Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi. Það þýðir að um helmingur vinnuaflsins keyrir yfir landamærin kvölds og morgna. Af okkur 660 þúsund íbúum Lúxemborgar eru heimamenn (það er að segja Lúxembúrgískir ríkisborgarar) einungis um 53% íbúanna. Af þessum 53% eru raunar 21% fæddir annarsstaðar svo „orginal“ Lúxarar eru því einungis um 40% íbúa Stórhertogadæmisins. Við útlendingarnir sem höfum „tekið yfir landið“ komum frá 171 þjóðríkjum og tölum allskonar mállýskur en þó kannski síst Lúxembúrgísku þó svo heimamönnum þyki gaman ef við heilsum með „Moien“ og kveðjum með „Äddi“. Þess á milli skiptir þá ekki meginmáli hvort við tölum ensku, þýsku eða frönsku eða hvort við tilbiðjum Óðinn, Jésú, Múhammeð, Búdda, Krishna, Mammon eða Yoda. Lúxemborg hefur breyst á fáeinum árum úr frekar frumstæðu, lokuðu og rammkaþólsku sveitasamfélagi yfir í alþjóðlegan hrærigraut mismunandi „framandi menningarheima“ og tungumála. Þetta virðist þó lítið fara í taugarnar á heimamönnum sem vita hverjir halda uppi góðærinu og strokka smjérið sem drýpur af hverju strái. Aldrei hef ég orðið var við útlendingaandúð eða kröfur um „aðlögun“. Aldrei hef ég heyrt nokkurn mann gera því skóna að útlendingar séu „vandamál“ sem ógni menningu, tungumáli, innviðum eða forréttindastöðu innfæddra. Það er að vísu til einhver lítill „Miðflokkur“ á þinginu en jafnvel þeir vita betur en að tala eins og íslenskir popúlistar hafa gert undanfarið. Það væri enda þeirra síðasta verk í stjórnmálum í Lúxemborg. Vissulega hefur fólksfjölgunin sett pressu á húsnæðismarkaðinn en ástandið er þó ekki verra en svo að ég leigi ágæta 70fm íbúð auk bílakjallara fyrir svipaða upphæð og þið leigið Pólverjunum 35fm bílskúr á Selfossi. Þess má geta að húsaleigan mín hefur ekki hækkað um cent í 2 ár en ströng lög gilda um leigumarkaðinn og mega fjármagnseigendur einungis hækka leigu á tveggja ára fresti samkvæmt sérstakri vísitölu og aldrei meira en 5%. Verðbólgan er ekkert að drepa okkur en hún stendur nú í 3.7% en öll laun og lífeyrir í landinu eru verðtryggð og hækka sjálfkrafa samkvæmt verðbólguvísitölu svo kaupmátturinn stendur að mestu í stað og lítið er rætt um verkföll. Heilbrigðiskerfið er ekki meira en svo að sligast undan fólksfjöldanum en svo að ef ég er lasinn tek ég upp símann og fæ tíma hjá heimilislækni samdægurs eða í síðasta lagi daginn eftir. Einu sinni endaði ég á bráðamóttökunni og þurfti að bíða þar í um 45 mínútur áður en ég var innritaður á deild í einkaherbergi með öllum þægindum og boðið uppá CT-scan daginn eftir. Reikningurinn við útskrift viku seinna hljóðaði uppá 0 evrur og 0 cent. Vinur minn og nágranni sem flúði hingað frá Sýrlandi árið 2016 þá 19 ára gamall var ekki sendur í uppvaskið heldur er í dag reiprennandi í þýsku og menntaður rafeindavirki sem vinnur við uppsetningu á snjall-heimilimum og rafhleðslustöðvum fyrir rafbíla. Víkur þá sögunni að annarskonar smáríki sem ekki hefur auðnast að feta sig úr hlekkjum hugarfarsins. Minnimáttarkennd sem brýst út sem oflæti fær þjóðarsálina til þess að loka sig af frá umheiminum til þess að „vernda“ menningu sína og lífshætti frá vondu og hættulegu útlendingunum sem ásælast landið þeirra. Einkennandi fyrir stjórnarfar þessa ríkis er íhaldssemi, stjórnlyndi, spilling og útdeiling auðlinda til útvaldra sem leiðir af sér óhjákvæmilega hnignun innviða, menntakerfis og rotnun samfélagsins innanfrá. Skortur skapast á hæfu starfsfólki til þess að sinna grunnþörfum samfélagsins og hvað þá uppbyggingu í tæknigreinum og heilbrigðiskerfi. Fyrirtæki leggja upp laupana og verðmætasköpun dregst saman. Öll fjöreggin eru sett í einu og sömu leku og brigðulu massatúrisma-körfuna sem er einu neikvæðu Tik-Tok vídeói frá því að gufa upp. Enginn þörf eða áhugi viriðst vera á að reyna að laða að menntaða erlenda sérfræðinga sem gætu mögulega dregið samfélagið uppá ögn hærra plan og byggt upp fyrir ykkur fjölbreyttari iðnað og tryggari gjaldeyristekjur. 70 þúsund þrælar frá austur-evrópu eru fluttir inn til að sinna láglaunastörfum í ferðaþjónustunni og byggingariðnaði en engum þeirra er boðin þátttaka í þjóðfélaginu að öðru leiti og verðskuldað þakklæti er ekki beinlínis efst í huga heimamanna. Bara græðgin og grímulaus fyrirlitningin. Óþarfi er að minnast á hug heimamanna og ömmu þeirra til innflytjenda sem ekki eru hvítir á hörund. 50 þúsund íslendingar kjósa að búa erlendis í dag. Skiljanlega. Álíka stór hópur vildi örugglega gjarnan búa annarsstaðir en sitja fastir í verðtryggðu skuldafangelsi og vistarbandi krónuhagkerfisins og komast hvergi. Unga fólkið sem býr yfir sjálfsbjargarviðleitni og sjálfvirðingu flýr land og skilar sér ekki heim úr námi – lái þeim hver sem vill. Árið 2008 bað forsætisráðherra Guð að blessa Ísland – það er ekki að sjá að hann hafi verið bænheyrður. En er ekki kominn tími til þess að þið farið að hugsa ykkar gang og fjarlægja höfuðið úr óæðri endanum áður en dauðaspírallinn endar fyrir innan atburðasjóndeildarhings svartholsins? Höfundur er pólitískur og efnahagslegur flóttamaður sem var boðinn velkominn af framsæknu smáríki sem kann vel að meta framlag slíkra til vergrar þjóðarframleiðslu.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar