Vilja króatíska goðsögn í stað Dags Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2024 09:31 Ivano Balic í leik á móti íslenska landsliðinu. Vísir/AFP Japanska handknattleikssambandið virðist hafa fundið þjálfara til að fylla í skarðið sem Dagur Sigurðsson skildi eftir sig þegar hann tók við landsliði Króatíu. Undir stjórn Dags tryggði Japan sér óvænt sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar með því að vinna undankeppnina í Asíu síðasta haust. Hann kom forráðamönnum japanska sambandsins hins vegar í opna skjöldu með því að vilja rifta samningi sínum og taka við Króatíu, sem Dagur mun síðar í þessum mánuði reyna að koma einnig á Ólympíuleikana. Japanska sambandið hefur því þurft að hafa hraðar hendur við að finna arftaka Dags og samkvæmt króatíska miðlinum 24sata er króatíska goðsögnin Ivano Balic efstur á lista. Hinn hárprúði Balic, sem er 44 ára, var lengi á meðal allra bestu leikmanna heims og var til að mynda í heimsmeistaraliði Króata árið 2003, og ólympíumeistaraliðinu 2004 þar sem hann var valinn besti leikmaðurinn. Sem þjálfari hefur Balic verið aðstoðarþjálfari króatíska landsliðsins, undir stjórn Hrvoje Horvat frá 2021 til 2023, og hann er núna í þjálfarateymi RK Split heima í Króatíu. Samkvæmt 24sata er Balic með tilboð frá Japan og hugnast starfið en líkt og Dagur myndi hann áfram geta búið í heimalandi sínu og ferðast nokkrum sinnum á ári til Japans. Miðillinn segir að þó að Japanir hafi aðeins dregið saman launakostnað vegna þjálfara og leikmanna landsliðsins þá muni Balic samt fá mjög góð laun samþykki hann tilboðið. Hann sé þó enn að íhuga málið. Á heimasíðu japanska handknattleikssambandsins var í gær tilkynnt um sautján leikmanna landsliðshóp sem spila mun vináttulandsleiki við Egptaland og Argentínu í Montpellier í Frakklandi, 14. og 16. mars, en tekið fram að nýr þjálfari hefði enn ekki verið ráðinn. Handbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Sjá meira
Undir stjórn Dags tryggði Japan sér óvænt sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar með því að vinna undankeppnina í Asíu síðasta haust. Hann kom forráðamönnum japanska sambandsins hins vegar í opna skjöldu með því að vilja rifta samningi sínum og taka við Króatíu, sem Dagur mun síðar í þessum mánuði reyna að koma einnig á Ólympíuleikana. Japanska sambandið hefur því þurft að hafa hraðar hendur við að finna arftaka Dags og samkvæmt króatíska miðlinum 24sata er króatíska goðsögnin Ivano Balic efstur á lista. Hinn hárprúði Balic, sem er 44 ára, var lengi á meðal allra bestu leikmanna heims og var til að mynda í heimsmeistaraliði Króata árið 2003, og ólympíumeistaraliðinu 2004 þar sem hann var valinn besti leikmaðurinn. Sem þjálfari hefur Balic verið aðstoðarþjálfari króatíska landsliðsins, undir stjórn Hrvoje Horvat frá 2021 til 2023, og hann er núna í þjálfarateymi RK Split heima í Króatíu. Samkvæmt 24sata er Balic með tilboð frá Japan og hugnast starfið en líkt og Dagur myndi hann áfram geta búið í heimalandi sínu og ferðast nokkrum sinnum á ári til Japans. Miðillinn segir að þó að Japanir hafi aðeins dregið saman launakostnað vegna þjálfara og leikmanna landsliðsins þá muni Balic samt fá mjög góð laun samþykki hann tilboðið. Hann sé þó enn að íhuga málið. Á heimasíðu japanska handknattleikssambandsins var í gær tilkynnt um sautján leikmanna landsliðshóp sem spila mun vináttulandsleiki við Egptaland og Argentínu í Montpellier í Frakklandi, 14. og 16. mars, en tekið fram að nýr þjálfari hefði enn ekki verið ráðinn.
Handbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Sjá meira