Lýðveldið Ísland Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 3. mars 2024 09:00 Kjarni lýðveldisins Íslands er samfélagið. Samfélög eru ekki kerfi. Kerfi eru þjónandi einingar sem mannfólk býr til og nýtir sér til góðs og giftusemi. Kerfum má stýra, laga, endurbæta og stilla af. Samfélög eru hjörtu, fólk, líf og ljós. Í mannlegum samfélögum gilda önnur lögmál til viðhalds, grósku og þroska. Samfélög nærast á kærleika, von, náð, þakklæti og gleði. Sameiginleg ábyrgð samfélagsins að standa vörð um áunnin réttindi sem lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði, með átakalausri iðkun þeirra. Í tilefni þess að við sem samfélagið lýðveldið Ísland fögnum 80 ára afmæli í ár er vert að þakka fyrir eftirfarandi: Það er á Íslandi sem við veljum að skapa samfélag sem einkennist af öryggi, forvitni og gleði. Það er á Íslandi sem við skynjum innra með okkur hversu framúrskarandi hæf við erum til að hafa bein áhrif á örlög okkar og framtíð með því að velja – í meðvitund og ábyrgð. Fyrir þær áskoranir sem eru ófyrirsjáanlegar erum við ávallt undirbúin – því við leitumst eftir að skapa samstöðu með því að hlusta á hvert annað og treystum á samtakamátt samfélagsins í hvívetna. Það er á Íslandi sem við vitum að okkar hlutverk er að vera leiðandi og mótandi í alþjóðaþorpinu og sýna hversu mikilvægt er að hafa frið í hjarta – það skapar frið í heimi. Það er á Íslandi sem við fyllumst þakklæti og auðmýkt fyrir forréttindin við að búa hér, ala upp börn og hvort annað, veita hvort öðru rými til sköpunar á nýjum tækifærum, taka á móti köldum öldutoppum í sjósundi, fylla vitin súrefni í öllum útgáfum af veðri og finna mátt okkar samfélags með samstöðu þegar náttúruöflin minna á sinn ægikraft. Þetta er lýðveldið Ísland 80 ára. Almættið blessi lýðveldið Ísland og verndi alla sem þar búa. Megum við lifa heil og sæl saman. Land Ég segi þér ekkert um landið ég syng engin ættjarðarljóð um hellana, fossana, hverina ærnar og kýrnar um baráttu fólksins og barning í válegum veðrum nei. En stattu við hlið mér í myrkrinu. Andaðu djúpt og finndu það streyma segðu svo Hér á ég heima Ljóð: Ingibjörg Haraldsdóttir Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Kjarni lýðveldisins Íslands er samfélagið. Samfélög eru ekki kerfi. Kerfi eru þjónandi einingar sem mannfólk býr til og nýtir sér til góðs og giftusemi. Kerfum má stýra, laga, endurbæta og stilla af. Samfélög eru hjörtu, fólk, líf og ljós. Í mannlegum samfélögum gilda önnur lögmál til viðhalds, grósku og þroska. Samfélög nærast á kærleika, von, náð, þakklæti og gleði. Sameiginleg ábyrgð samfélagsins að standa vörð um áunnin réttindi sem lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði, með átakalausri iðkun þeirra. Í tilefni þess að við sem samfélagið lýðveldið Ísland fögnum 80 ára afmæli í ár er vert að þakka fyrir eftirfarandi: Það er á Íslandi sem við veljum að skapa samfélag sem einkennist af öryggi, forvitni og gleði. Það er á Íslandi sem við skynjum innra með okkur hversu framúrskarandi hæf við erum til að hafa bein áhrif á örlög okkar og framtíð með því að velja – í meðvitund og ábyrgð. Fyrir þær áskoranir sem eru ófyrirsjáanlegar erum við ávallt undirbúin – því við leitumst eftir að skapa samstöðu með því að hlusta á hvert annað og treystum á samtakamátt samfélagsins í hvívetna. Það er á Íslandi sem við vitum að okkar hlutverk er að vera leiðandi og mótandi í alþjóðaþorpinu og sýna hversu mikilvægt er að hafa frið í hjarta – það skapar frið í heimi. Það er á Íslandi sem við fyllumst þakklæti og auðmýkt fyrir forréttindin við að búa hér, ala upp börn og hvort annað, veita hvort öðru rými til sköpunar á nýjum tækifærum, taka á móti köldum öldutoppum í sjósundi, fylla vitin súrefni í öllum útgáfum af veðri og finna mátt okkar samfélags með samstöðu þegar náttúruöflin minna á sinn ægikraft. Þetta er lýðveldið Ísland 80 ára. Almættið blessi lýðveldið Ísland og verndi alla sem þar búa. Megum við lifa heil og sæl saman. Land Ég segi þér ekkert um landið ég syng engin ættjarðarljóð um hellana, fossana, hverina ærnar og kýrnar um baráttu fólksins og barning í válegum veðrum nei. En stattu við hlið mér í myrkrinu. Andaðu djúpt og finndu það streyma segðu svo Hér á ég heima Ljóð: Ingibjörg Haraldsdóttir Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar