FIFA algjörlega mótfallið bláu spjöldunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. mars 2024 11:01 Gianni Infantino, forseti FIFA, er ekki maður sem liggur á skoðunum sínum. Ulrik Pedersen/DeFodi Images via Getty Images Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur alfarið sett sig upp á móti bláum spjöldum sem átti að kynna til sögunnar fyrr í mánuðinum. IFAB, Alþjóðaknattspyrnuráðið, ætlaði kynna blá spjöld innan knattspyrnunnar til leiks í byrjun febrúar. Hugmyndin var sú að leikmenn sem rífa kjaft við dómarann eða brjóta af sér á taktískan hátt – til að stöðva skyndisókn til dæmis – myndu fá blátt spjald. Hugmyndin var samþykkt af IFAB í nóvember á síðasta ári og ætlunin var að hefja notkun þeirra á næsta tímabili. FIFA setti sig upp á móti þeim aðgerðum, sem og margir knattspyrnuaðdáendur, og þar sem sambandið veitti ekki blessun sína var ákveðið að fresta notkun bláu spjaldanna um óákveðinn tíma. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur nú gert afstöðu sína, og sambandsins þar af leiðandi, alveg skýra í þessu máli. „FIFA er algjörlega mótfallið bláu spjöldunum. Ég vissi ekki einu sinni af þessu máli, forseti FIFA, og ég er nokkuð viss um að FIFA þurfi að veita IFAB samþykki“ sagði Infantino í viðtali. „Við þurfum að taka þessum málum alvarlega og við erum alltaf opin fyrir því að skoða nýjar leiðir, en á sama tíma verðum við að bera virðingu fyrir leiknum, eðli hans, hefðum og venjum. Það verður ekkert blátt spjald.“ hélt hann svo áfram. Eins og áður segir voru fleiri en Infantino mótfallnir þessari hugmynd, enska úrvalsdeildin setti sig til dæmis hart upp á móti henni. Afar ólíklegt verður því að þykja að bláu spjöldin muni nokkurn tímann líta dagsins ljós í knattspyrnukeppni á efsta stigi, þó enn sé til skoðunar að nota þau í neðri deildum eða yngri flokkum. Frekari hugmyndir verða svo áfram ræddar innan FIFA og IFAB til að sporna við slæmri hegðun og kjafbrúki leikmanna á knattspyrnuvellinum. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Segir að bláu spjöldin hefðu breytt leiknum í villta vestrið Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að ef nú þegar væri búið að taka upp notkun bláu spjaldann í ensku úrvalsdeildinni hefði leikur Liverpool og Burnley í gær breyst í villta vestrið. 11. febrúar 2024 12:31 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Sjá meira
IFAB, Alþjóðaknattspyrnuráðið, ætlaði kynna blá spjöld innan knattspyrnunnar til leiks í byrjun febrúar. Hugmyndin var sú að leikmenn sem rífa kjaft við dómarann eða brjóta af sér á taktískan hátt – til að stöðva skyndisókn til dæmis – myndu fá blátt spjald. Hugmyndin var samþykkt af IFAB í nóvember á síðasta ári og ætlunin var að hefja notkun þeirra á næsta tímabili. FIFA setti sig upp á móti þeim aðgerðum, sem og margir knattspyrnuaðdáendur, og þar sem sambandið veitti ekki blessun sína var ákveðið að fresta notkun bláu spjaldanna um óákveðinn tíma. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur nú gert afstöðu sína, og sambandsins þar af leiðandi, alveg skýra í þessu máli. „FIFA er algjörlega mótfallið bláu spjöldunum. Ég vissi ekki einu sinni af þessu máli, forseti FIFA, og ég er nokkuð viss um að FIFA þurfi að veita IFAB samþykki“ sagði Infantino í viðtali. „Við þurfum að taka þessum málum alvarlega og við erum alltaf opin fyrir því að skoða nýjar leiðir, en á sama tíma verðum við að bera virðingu fyrir leiknum, eðli hans, hefðum og venjum. Það verður ekkert blátt spjald.“ hélt hann svo áfram. Eins og áður segir voru fleiri en Infantino mótfallnir þessari hugmynd, enska úrvalsdeildin setti sig til dæmis hart upp á móti henni. Afar ólíklegt verður því að þykja að bláu spjöldin muni nokkurn tímann líta dagsins ljós í knattspyrnukeppni á efsta stigi, þó enn sé til skoðunar að nota þau í neðri deildum eða yngri flokkum. Frekari hugmyndir verða svo áfram ræddar innan FIFA og IFAB til að sporna við slæmri hegðun og kjafbrúki leikmanna á knattspyrnuvellinum.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Segir að bláu spjöldin hefðu breytt leiknum í villta vestrið Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að ef nú þegar væri búið að taka upp notkun bláu spjaldann í ensku úrvalsdeildinni hefði leikur Liverpool og Burnley í gær breyst í villta vestrið. 11. febrúar 2024 12:31 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Sjá meira
Segir að bláu spjöldin hefðu breytt leiknum í villta vestrið Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að ef nú þegar væri búið að taka upp notkun bláu spjaldann í ensku úrvalsdeildinni hefði leikur Liverpool og Burnley í gær breyst í villta vestrið. 11. febrúar 2024 12:31