„Þetta er komið að þolmörkum“ Magnús Jochum Pálsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 1. mars 2024 20:32 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir ólíklegt að það gjósi í dag en telur líklegt að það gjósi á næstu tveimur til þremur dögum. Vísir/Steingrímur Dúi Líklega mun gjósa á næstu þremur dögum að sögn eldfjallafræðingsins Þorvaldar Þórðarsonar. Hann spáir kraftmiklu eldgosi sem detti hratt niður og endist stutt. Á Veðurstofunni fylgjast sérfræðingar grannt með mælum og vefmyndavélum til að geta brugðist sem hraðast við. Þorvaldur Þórðarson spáði því 12. febrúar, fyrir tæpum þremur vikum, að það myndi gjósa á Reykjanesskaga í dag, 1. mars. Hann var í viðtali hjá Margréti Björk fréttamanni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann dró úr fyrri spá sinni og spáði í staðinn gosi eftir helgi. Hér fyrir neðan má sjá kvöldfrétt um yfirvofandi eldgos og viðtalið við Þorvald. Hvernig metur þú stöðuna núna? „Ég er ansi hræddur um að spáin muni ekki rætast í þetta skiptið. Ég held við munum fá gosið eitthvað seinna, kannski á næstu tveimur-þremur dögum,“ sagði Þorvaldur. Eftir helgi þá? „Við þurfum kannski að láta gosin taka tillit til vinnulöggjafarinnar, það eru 36 tíma vinnuvika þannig eigum við ekki bara að hafa þetta á mánudaginn? En auðvitað gæti gosið á morgun eða sunnudag en þetta er komið mjög nálægt. Landrisið virðist aðeins farið að hægja á sér, skjálftavirknin er svipuð og hún hefur verið, kannski smá aukning á henni,“ sagði hann. Tímaspursmál hvenær gýs Þorvaldur reiknar með sambærilegu gosi og síðustu gosum á endanum. Hann býst við kraftmiklu gosi sem endist stutt. Þannig það eru einhver teikn á lofti? „Þetta er komið að þolmörkum myndi ég segja. Þetta er bara tímaspursmál hvenær kemur gos. Ég reikna með því að það gos verði svipað því sem hefur verið. Rúmmálið sem er að safnast fyrir í þessu grunna kvikuhólfi undir Svartsengi er að nálgast tíu milljón rúmmetrana er svipað því sem verið hefur þegar hin gosin byrjuðu,“ sagði hann. „Þegar gosið fer af stað reikna ég nú með því að þetta hólf tæmist tiltölulega hratt. Það verði frekar aflmikið gos í byrjun með háum kvikustrókum en síðan dettur það niður hratt og endar sennilega innan þriggja daga,“ bætti hann við. Eru einhverjar líkur á að landrisið gangi til baka og þetta fjari út án þess að það komi til eldgoss eða kvikuhlaups? „Það eru alltaf einhverjar pínulitlar líkur á slíkri sviðsmynd en hún er mjög ólíkleg myndi ég telja. Það eru mikli meiri líkur á að við fáum gos en við getum ekkert útilokað það að þetta segi bara stopp núna, við erum bara hætt,“ sagði hann. Myndi ekki gista í Grindavík eða fara í Bláa lónið Þorvaldur myndi sjálfur sleppa því að fara í Bláa lónið eða gista í Grindavík í ljósi þess hve stutt sé í eldgos. Það sé alltaf hægt að fara aftur til baka að gosi loknu. Hver er þín skoðun á því að það sé fólk að gista í Grindavík og gestir í Bláa lóninu? „Ég held að það væri mjög sniðugt hjá okkur að nota þetta litavarnarkerfi sem við erum með. Núna erum við að nálgast gos og þá er kannski óskynsamlegt að sofa í Grindavík og vera í Bláa lóninu. Öryggisins vegna að sleppa því núna,“ sagði Þorvaldur. Myndirðu ekki gera það sjálfur? „Ég myndi sleppa því öryggisins vegna bara til þess að vera viss. Það er auðvelt svo að fara aftur til baka þegar gosið er búið og taka upp fyrri iðju,“ sagði hann að lokum. Fylgjast grannt með allan sólarhringinn Á Veðurstofu Íslands liggja sérfræðingar yfir mælum og vefmyndavélum allan sólarhringinn. „Við erum búin að bíða í allan dag eftir að eitthvað gerist. Þetta gæti gerst með skömmum fyrirvara og við erum svolítið mikið á tánum,“ sagði Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Þegar eitthvað fer í gang er viðbragðsáætlun virkjuð um leið. Fyrst er hringt í almannavarnir og síðan fer af stað viðamikil atburðarás. „Að finna út hvar gosið sem er yfirleitt stórt verkefni, að finna nákvæmlega hvar gossprungan er. Það getur skipt máli upp á hvar hraunrennslið verður. Svona fyrstu klukkutímana er mesta atið, svo settlar þetta aðeins og við fylgjumst með hvernig virknin breytist og hegðar sér,“ segir Sigríður. Hún segir starfið spennandi en þessa dagana sé tilfinningin öðruvísi en oft áður þegar svona mikið er undir. Það sé fólk nálægt jarðhræringavæðinu í bæði Grindavík og Bláa lóninu sem hafi þar áhrif Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Þorvaldur Þórðarson spáði því 12. febrúar, fyrir tæpum þremur vikum, að það myndi gjósa á Reykjanesskaga í dag, 1. mars. Hann var í viðtali hjá Margréti Björk fréttamanni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann dró úr fyrri spá sinni og spáði í staðinn gosi eftir helgi. Hér fyrir neðan má sjá kvöldfrétt um yfirvofandi eldgos og viðtalið við Þorvald. Hvernig metur þú stöðuna núna? „Ég er ansi hræddur um að spáin muni ekki rætast í þetta skiptið. Ég held við munum fá gosið eitthvað seinna, kannski á næstu tveimur-þremur dögum,“ sagði Þorvaldur. Eftir helgi þá? „Við þurfum kannski að láta gosin taka tillit til vinnulöggjafarinnar, það eru 36 tíma vinnuvika þannig eigum við ekki bara að hafa þetta á mánudaginn? En auðvitað gæti gosið á morgun eða sunnudag en þetta er komið mjög nálægt. Landrisið virðist aðeins farið að hægja á sér, skjálftavirknin er svipuð og hún hefur verið, kannski smá aukning á henni,“ sagði hann. Tímaspursmál hvenær gýs Þorvaldur reiknar með sambærilegu gosi og síðustu gosum á endanum. Hann býst við kraftmiklu gosi sem endist stutt. Þannig það eru einhver teikn á lofti? „Þetta er komið að þolmörkum myndi ég segja. Þetta er bara tímaspursmál hvenær kemur gos. Ég reikna með því að það gos verði svipað því sem hefur verið. Rúmmálið sem er að safnast fyrir í þessu grunna kvikuhólfi undir Svartsengi er að nálgast tíu milljón rúmmetrana er svipað því sem verið hefur þegar hin gosin byrjuðu,“ sagði hann. „Þegar gosið fer af stað reikna ég nú með því að þetta hólf tæmist tiltölulega hratt. Það verði frekar aflmikið gos í byrjun með háum kvikustrókum en síðan dettur það niður hratt og endar sennilega innan þriggja daga,“ bætti hann við. Eru einhverjar líkur á að landrisið gangi til baka og þetta fjari út án þess að það komi til eldgoss eða kvikuhlaups? „Það eru alltaf einhverjar pínulitlar líkur á slíkri sviðsmynd en hún er mjög ólíkleg myndi ég telja. Það eru mikli meiri líkur á að við fáum gos en við getum ekkert útilokað það að þetta segi bara stopp núna, við erum bara hætt,“ sagði hann. Myndi ekki gista í Grindavík eða fara í Bláa lónið Þorvaldur myndi sjálfur sleppa því að fara í Bláa lónið eða gista í Grindavík í ljósi þess hve stutt sé í eldgos. Það sé alltaf hægt að fara aftur til baka að gosi loknu. Hver er þín skoðun á því að það sé fólk að gista í Grindavík og gestir í Bláa lóninu? „Ég held að það væri mjög sniðugt hjá okkur að nota þetta litavarnarkerfi sem við erum með. Núna erum við að nálgast gos og þá er kannski óskynsamlegt að sofa í Grindavík og vera í Bláa lóninu. Öryggisins vegna að sleppa því núna,“ sagði Þorvaldur. Myndirðu ekki gera það sjálfur? „Ég myndi sleppa því öryggisins vegna bara til þess að vera viss. Það er auðvelt svo að fara aftur til baka þegar gosið er búið og taka upp fyrri iðju,“ sagði hann að lokum. Fylgjast grannt með allan sólarhringinn Á Veðurstofu Íslands liggja sérfræðingar yfir mælum og vefmyndavélum allan sólarhringinn. „Við erum búin að bíða í allan dag eftir að eitthvað gerist. Þetta gæti gerst með skömmum fyrirvara og við erum svolítið mikið á tánum,“ sagði Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Þegar eitthvað fer í gang er viðbragðsáætlun virkjuð um leið. Fyrst er hringt í almannavarnir og síðan fer af stað viðamikil atburðarás. „Að finna út hvar gosið sem er yfirleitt stórt verkefni, að finna nákvæmlega hvar gossprungan er. Það getur skipt máli upp á hvar hraunrennslið verður. Svona fyrstu klukkutímana er mesta atið, svo settlar þetta aðeins og við fylgjumst með hvernig virknin breytist og hegðar sér,“ segir Sigríður. Hún segir starfið spennandi en þessa dagana sé tilfinningin öðruvísi en oft áður þegar svona mikið er undir. Það sé fólk nálægt jarðhræringavæðinu í bæði Grindavík og Bláa lóninu sem hafi þar áhrif
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira