„Hluti af skipulagðri hungursneyð sem er verið að búa til á svæðinu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. mars 2024 19:30 Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, hélt ræðu á mótmælafundi á Austurvelli í dag þar sem sagði að ákvörðun íslenskra stórnvalda um að frysta fjárframlög til UNRWA væri ekki aðeins óhófleg heldur líka vond, líkt og hún komst að orði í ræðu sinni. Vísir/Vilhelm Fólk kom í dag saman á Austurvelli, í frosti og kulda, til knýja íslensk stjórnvöld til að hætta við ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Utanríkisráðherra tók ákvörðun um að frysta greiðslur í lok janúar í kjölfar ásakana Ísraelsmanna á hendur nokkrum starfsmönnum UNRWA um að hafa átt aðild að árás á Ísrael 7. október. Ekki er þó útilokað að greiðslur Íslands berist á réttum tíma því samkvæmt samningi berst framlag Íslands á fyrstu þremur mánuðum ársins. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, segir ákvörðun Íslands og fleiri ríkja hafa verið afar afdrifaríka. „Við sjáum það að þessi ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar, ásamt fjölda annarra ríkja, hefur gríðarlega vondar afleiðingar fyrir líf milljónir Palestínubúa og það lítur út fyrir það að fái Palestínuflóttamannaaðstoðin ekki styrki þá leggist starfsemi hennar af núna í mars og þetta er í rauninni bara hluti af skipulagðri hungursneyð sem er verið að búa til á svæðinu.“ Sólveig Hauksdóttir, einn mótmælenda, hefur fylgst vel með fréttum frá Gasa. Sólveig Hauksdóttir hefur fylgst með fréttum frá Gasa harmi slegin.Vísir/Vilhelm „Þetta er orðið svo sárt. Á hverjum degi er verður alltaf verra og verra og verra og núna síðast þegar skotið er aftan á fólk sem er að reyna að ná sér í örlítið matvæli.“ Hún segir ákvörðun um að frysta fjárstuðning forkastanlega. „Og óskiljanlega; að svipta fólk þeirri litlu hjálp sem það getur fengið.“ Mohammad Alhaw er frá Palestínu. Hann mætti á mótmælafund til að reyna að telja stjórnvöldum hughvarf.Vísir/Vilhelm Mohammed Alhaw er sjálfur frá Palestínu og veit hversu mikil neyðin er. Hann biðlar til stjórnvalda að styðja áfram við UNRWA. „Þau þurfa á stuðningi að halda því allt á svæðinu er hræðilegt.“ Nokkrir mótmælendanna mættu með skilti til að láta í ljós hugsun sína.Vísir/vilhelm Frost og kuldi kom ekki í veg fyrir að fólkið á þessari ljósmynd mætti niður á Austurvöll til að taka þátt í mótmælafundi.Vísir/Vilhelm Frá mótmælunum í dag.Vísir/vilhelm Palestína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skora á ríkisstjórnina að láta af frystingu Íslandsdeild Amnesty International (AI) hefur sent út áskorun til íslenskra stjórnvalda þar sem hvatt er til þess að þau láti af frystingu framlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Málið enn til skoðunar hjá ráðuneytinu. 26. febrúar 2024 10:26 Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40 „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Sjá meira
Utanríkisráðherra tók ákvörðun um að frysta greiðslur í lok janúar í kjölfar ásakana Ísraelsmanna á hendur nokkrum starfsmönnum UNRWA um að hafa átt aðild að árás á Ísrael 7. október. Ekki er þó útilokað að greiðslur Íslands berist á réttum tíma því samkvæmt samningi berst framlag Íslands á fyrstu þremur mánuðum ársins. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, segir ákvörðun Íslands og fleiri ríkja hafa verið afar afdrifaríka. „Við sjáum það að þessi ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar, ásamt fjölda annarra ríkja, hefur gríðarlega vondar afleiðingar fyrir líf milljónir Palestínubúa og það lítur út fyrir það að fái Palestínuflóttamannaaðstoðin ekki styrki þá leggist starfsemi hennar af núna í mars og þetta er í rauninni bara hluti af skipulagðri hungursneyð sem er verið að búa til á svæðinu.“ Sólveig Hauksdóttir, einn mótmælenda, hefur fylgst vel með fréttum frá Gasa. Sólveig Hauksdóttir hefur fylgst með fréttum frá Gasa harmi slegin.Vísir/Vilhelm „Þetta er orðið svo sárt. Á hverjum degi er verður alltaf verra og verra og verra og núna síðast þegar skotið er aftan á fólk sem er að reyna að ná sér í örlítið matvæli.“ Hún segir ákvörðun um að frysta fjárstuðning forkastanlega. „Og óskiljanlega; að svipta fólk þeirri litlu hjálp sem það getur fengið.“ Mohammad Alhaw er frá Palestínu. Hann mætti á mótmælafund til að reyna að telja stjórnvöldum hughvarf.Vísir/Vilhelm Mohammed Alhaw er sjálfur frá Palestínu og veit hversu mikil neyðin er. Hann biðlar til stjórnvalda að styðja áfram við UNRWA. „Þau þurfa á stuðningi að halda því allt á svæðinu er hræðilegt.“ Nokkrir mótmælendanna mættu með skilti til að láta í ljós hugsun sína.Vísir/vilhelm Frost og kuldi kom ekki í veg fyrir að fólkið á þessari ljósmynd mætti niður á Austurvöll til að taka þátt í mótmælafundi.Vísir/Vilhelm Frá mótmælunum í dag.Vísir/vilhelm
Palestína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skora á ríkisstjórnina að láta af frystingu Íslandsdeild Amnesty International (AI) hefur sent út áskorun til íslenskra stjórnvalda þar sem hvatt er til þess að þau láti af frystingu framlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Málið enn til skoðunar hjá ráðuneytinu. 26. febrúar 2024 10:26 Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40 „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Sjá meira
Skora á ríkisstjórnina að láta af frystingu Íslandsdeild Amnesty International (AI) hefur sent út áskorun til íslenskra stjórnvalda þar sem hvatt er til þess að þau láti af frystingu framlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Málið enn til skoðunar hjá ráðuneytinu. 26. febrúar 2024 10:26
Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40
„Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01