Ögurstund runnin upp og Vilhjálmur býr sig undir það versta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. mars 2024 11:35 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir stöðuna í kjaraviðræðunum grafalvarlega. Vísir/Einar Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum Eflingar, Starfsgreinasambandsins og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins. Formaður SGS segist búa sig undir það versta en samninganefndir funda nú hjá ríkissáttasemjara í skugga verkfallsboðunar. Þau sem eftir standa í breiðfylkingunni svokölluðu mættu til fundar í Karphúsinu með Samtökum atvinnulífsins klukkan níu í morgun. Á sama tíma vofir verkfall yfir. Samninganefnd Verkalýðsfélags Akraness samþykkti í gærkvöldi að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá ræstingafólki innan félagsins og hefst hún í næstu viku. Grafalvarleg staða Formaðurinn Vilhjálmur Birgisson segist fullviss um að það verði samþykkt. Hann segir Samtök atvinnulífsins bera fulla ábyrgð á stöðunni sem upp er komin. „Það er meðal annars vegna þess að launaliðurinn var tekinn upp og síðan var farið fram á að hluti af okkar fólki myndi lækka í launum. Ein skýringin sem við fengum var að annars yrði ekki hægt að ræða málefni ræstingafólks og það hleypti illu blóði í okkur. En nú erum við komin hér og ég ætla bara að mæta inn í þennan dag vongóður og vona það besta en bý mig undir það versta,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir að staðan í viðræðunum sé grafalvarleg en ræstingafólk innan Eflingar mun einnig eftir helgi greiða atkvæði um ótímabundið verkfall sem gæti hafist um miðjan mánuðinn. Hugur hópsins til aðgerða var nýlega kannaður og þá var yfirgæfandi meirihluti reiðubúinn að leggja niður störf. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Einar Mætti til fundar í morgun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sótti ekki á síðasta fund hjá ríkissáttasemjara en mætti í karphúsið í morgun. Dagurinn gæti reynst afdrifaríkur. „Samtök atvinnulífsins hafa hér í dag vissulega tækifæri til þess að nálgast okkur með ríkulegum samningsvilja eins og þau hafa nálgast aðra hópa. Þannig að það má segja að ögurstund sé runnin upp.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Mætt til að finna lausnir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagðist í morgun mætt til þess að finna lausnir. „Við erum komin mjög langt með að gera mikilvægan kjarasamning sem getur byggt undir efnahagslegan stöðugleika. Og það er bara verkefnið – að klára það,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist vera fullviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsboðun. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um verkföll starfsfólks sem starfa við ræstingu á mánudag. Fundað verður á eftir í Karphúsinu klukkan níu. 1. mars 2024 08:28 Níu hundruð félagsmenn Eflingar gætu lagt niður störf í mars Líkur eru á að um níu hundruð félagsmenn Eflingar, sem starfa við ræstingar, fari í ótímabundið verkfall um miðjan mars ef fram heldur sem horfir. Formaður Eflingar segir verkfall ræstingafólks munu bíta fast á öllum sviðum samfélagsins. 29. febrúar 2024 21:50 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Sjá meira
Þau sem eftir standa í breiðfylkingunni svokölluðu mættu til fundar í Karphúsinu með Samtökum atvinnulífsins klukkan níu í morgun. Á sama tíma vofir verkfall yfir. Samninganefnd Verkalýðsfélags Akraness samþykkti í gærkvöldi að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá ræstingafólki innan félagsins og hefst hún í næstu viku. Grafalvarleg staða Formaðurinn Vilhjálmur Birgisson segist fullviss um að það verði samþykkt. Hann segir Samtök atvinnulífsins bera fulla ábyrgð á stöðunni sem upp er komin. „Það er meðal annars vegna þess að launaliðurinn var tekinn upp og síðan var farið fram á að hluti af okkar fólki myndi lækka í launum. Ein skýringin sem við fengum var að annars yrði ekki hægt að ræða málefni ræstingafólks og það hleypti illu blóði í okkur. En nú erum við komin hér og ég ætla bara að mæta inn í þennan dag vongóður og vona það besta en bý mig undir það versta,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir að staðan í viðræðunum sé grafalvarleg en ræstingafólk innan Eflingar mun einnig eftir helgi greiða atkvæði um ótímabundið verkfall sem gæti hafist um miðjan mánuðinn. Hugur hópsins til aðgerða var nýlega kannaður og þá var yfirgæfandi meirihluti reiðubúinn að leggja niður störf. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Einar Mætti til fundar í morgun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sótti ekki á síðasta fund hjá ríkissáttasemjara en mætti í karphúsið í morgun. Dagurinn gæti reynst afdrifaríkur. „Samtök atvinnulífsins hafa hér í dag vissulega tækifæri til þess að nálgast okkur með ríkulegum samningsvilja eins og þau hafa nálgast aðra hópa. Þannig að það má segja að ögurstund sé runnin upp.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Mætt til að finna lausnir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagðist í morgun mætt til þess að finna lausnir. „Við erum komin mjög langt með að gera mikilvægan kjarasamning sem getur byggt undir efnahagslegan stöðugleika. Og það er bara verkefnið – að klára það,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist vera fullviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsboðun. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um verkföll starfsfólks sem starfa við ræstingu á mánudag. Fundað verður á eftir í Karphúsinu klukkan níu. 1. mars 2024 08:28 Níu hundruð félagsmenn Eflingar gætu lagt niður störf í mars Líkur eru á að um níu hundruð félagsmenn Eflingar, sem starfa við ræstingar, fari í ótímabundið verkfall um miðjan mars ef fram heldur sem horfir. Formaður Eflingar segir verkfall ræstingafólks munu bíta fast á öllum sviðum samfélagsins. 29. febrúar 2024 21:50 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Sjá meira
„Þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist vera fullviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsboðun. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um verkföll starfsfólks sem starfa við ræstingu á mánudag. Fundað verður á eftir í Karphúsinu klukkan níu. 1. mars 2024 08:28
Níu hundruð félagsmenn Eflingar gætu lagt niður störf í mars Líkur eru á að um níu hundruð félagsmenn Eflingar, sem starfa við ræstingar, fari í ótímabundið verkfall um miðjan mars ef fram heldur sem horfir. Formaður Eflingar segir verkfall ræstingafólks munu bíta fast á öllum sviðum samfélagsins. 29. febrúar 2024 21:50