Dóttir Mulroney, Caroline Mulroney, greindi frá andlátinu í gær og sagði föður sinn hafa andast í faðmi fjölskyldu sinnar.
1/3
— Caroline Mulroney (@C_Mulroney) February 29, 2024
On behalf of my mother and our family, it is with great sadness we announce the passing of my father, The Right Honourable Brian Mulroney, Canada s 18th Prime Minister. He died peacefully, surrounded by family.
Justin Trudeau, núverandi forætisráðherra Kanada, minnist sömuleiðis Mulroney og segist miður sín að hafa frétt af fráfalli hans. Segir Trudeau að Mulroney hafi unnið látlaust að því að vinna fyrir Kanadamenn og að því að gera Kanada að betri stað.
Brian Mulroney loved Canada. I m devastated to learn of his passing.
— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) February 29, 2024
He never stopped working for Canadians, and he always sought to make this country an even better place to call home. I ll never forget the insights he shared with me over the years he was generous, tireless,
Mulroney var sonur írskra og kandarískra foreldra og var lögfræðingur að mennt. Hann þótti mikill ræðuskörungur og leiddi Íhaldsflokkinn til stærsta sigurs kanadísks stjórnmálaflokks í þingkosningunum 1984. Þegar naut gríðarlegra vinsælda framan af en þegar hann lét af embætti voru vinsældir hans ekki miklar.
Mulroney sótti meðal annars innblásturs til Ronald Reagan í Bandaríkjunum og Margaret Thatcher í Bretlandi í stjórnartíð sinni, meðal annars með breytingum á skattkerfi landsins sem mældist misjafnlega meðal kanadísku þjóðarinnar.
Þá fór hann fyrir stjórn Kanada á þeim tíma þegar unnið var að gerð fríverslunarsamnings Kanada og Bandaríkjanna sem undirritaður var árið 1988.