Grindvísk börn dreifast í hátt í sjötíu skóla Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. febrúar 2024 19:30 Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur segir óvissu um hvað taki við næsta vetur. Vísir/Arnar Vel innan við helmingur barna í Grunnskóla Grindavíkur stundar enn nám við skólann sem rekinn er á nokkrum stöðum í Reykjavík. Flest hafa börin fært sig annað og stunda nú nám í hátt í sjötíu skólum um allt land. Mikil óvissa er um framtíð skólans næsta vetur. Grunnskóli Grindavíkur er nú starfræktur á fjórum stöðum í Reykjavík. Það er í Laugalækjarskóla, Hvassaleitisskóla, í húsnæði Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum og í Ármúla. „Þetta eru svona tvö hundruð og þrjátíu nemendur sem við höfum. Svo eru þá þrjú hundruð og þrjátíu nemendur hingað og þangað um landið í tæplega sjötíu skólum og tuttugu og fimm sveitarfélögum,“ segir Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur. Hann segir meira um að yngri börnin hafi flutt sig í aðra skóla en þau eldri. „Áttundi, níundi, tíundi, þetta eru vel sóttir árgangar.“ Sjálf segja börnin það hafa mikla þýðingu að fá að vera áfram með vinunum í skóla. Sum þeirra sjá þó fram á breytingar næsta haust og því fyrirséð að fækkað geti frekar í skólanum þá. „Ég er að fara að flytja til Keflavíkur. Það eru margir að fara þangað. Þannig ég verð með mörgum vinum mínum í skóla þar,“ segir Salvar Gauti Freyr Stefánsson. Eysteinn segir óvíst hvort Grunnskóli Grindavíkur komi til með að starfa næsta vetur. Um eitt hundrað manns starfa hjá skólanum og því hefur framhaldið ekki aðeins áhrif á börnin. „Starfsfólkið það er orðið órólegt. Ég get alveg viðurkennt það.“ Hann vonast til að framtíð skólans skýrist betur á næstu vikum og að þeim verði gert kleift að taka áfram á móti grindvískum börnum. Páll Erlingsson kennari við Grunnskóla Grindavíkur segir mikilvægt að skólinn starfi áfram, að minnsta kosti næsta vetur þar sem margir Grindvíkingar séu ekki komnir með varanlegt húsnæði. Þá hafi það líka mikið að segja fyrir framtíð bæjarins. „Ef við slátrum skólastarfi þá eiginlega getum við kvatt samfélagið.“ Búist er við enn öðru eldgosinu á Reykjanesi á næstu dögum. Börnin sjálf fylgjast hver vel með stöðu mála og sum þeirra byrja daginn á því að fara inn á fréttamiðlana á netinu til að kanna hvort að eldgos sé hafið. Þeirra á meðal er Katrín Eva Vattnes Hallgrímsdóttir. „Ég er búin að lesa miklu meira fréttir núna eftir að þetta gerðist.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vonar að ekki þurfi að dreifa grindvískum börnum milli skóla Skólastjóri grunnskóla Grindavíkur segir enn unnið að útfærslu skólastarfs barna í Grindavík. Best væri að finna aðstöðu svo börnin geti haldið hópinn, frekar en að dreifa þeim á milli skóla. 13. nóvember 2023 11:04 Ekkert stressuð yfir jarðhræringum í bakgarðinum Viðbragðs- og rýmingaráætlanir hafa verið æfðar í skólanum í Grindavík undanfarið en nemendur þar segjast þó ekki hafa miklar áhyggjur af jarðhræringunum í bakgarðinum. 7. nóvember 2023 18:40 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Grunnskóli Grindavíkur er nú starfræktur á fjórum stöðum í Reykjavík. Það er í Laugalækjarskóla, Hvassaleitisskóla, í húsnæði Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum og í Ármúla. „Þetta eru svona tvö hundruð og þrjátíu nemendur sem við höfum. Svo eru þá þrjú hundruð og þrjátíu nemendur hingað og þangað um landið í tæplega sjötíu skólum og tuttugu og fimm sveitarfélögum,“ segir Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur. Hann segir meira um að yngri börnin hafi flutt sig í aðra skóla en þau eldri. „Áttundi, níundi, tíundi, þetta eru vel sóttir árgangar.“ Sjálf segja börnin það hafa mikla þýðingu að fá að vera áfram með vinunum í skóla. Sum þeirra sjá þó fram á breytingar næsta haust og því fyrirséð að fækkað geti frekar í skólanum þá. „Ég er að fara að flytja til Keflavíkur. Það eru margir að fara þangað. Þannig ég verð með mörgum vinum mínum í skóla þar,“ segir Salvar Gauti Freyr Stefánsson. Eysteinn segir óvíst hvort Grunnskóli Grindavíkur komi til með að starfa næsta vetur. Um eitt hundrað manns starfa hjá skólanum og því hefur framhaldið ekki aðeins áhrif á börnin. „Starfsfólkið það er orðið órólegt. Ég get alveg viðurkennt það.“ Hann vonast til að framtíð skólans skýrist betur á næstu vikum og að þeim verði gert kleift að taka áfram á móti grindvískum börnum. Páll Erlingsson kennari við Grunnskóla Grindavíkur segir mikilvægt að skólinn starfi áfram, að minnsta kosti næsta vetur þar sem margir Grindvíkingar séu ekki komnir með varanlegt húsnæði. Þá hafi það líka mikið að segja fyrir framtíð bæjarins. „Ef við slátrum skólastarfi þá eiginlega getum við kvatt samfélagið.“ Búist er við enn öðru eldgosinu á Reykjanesi á næstu dögum. Börnin sjálf fylgjast hver vel með stöðu mála og sum þeirra byrja daginn á því að fara inn á fréttamiðlana á netinu til að kanna hvort að eldgos sé hafið. Þeirra á meðal er Katrín Eva Vattnes Hallgrímsdóttir. „Ég er búin að lesa miklu meira fréttir núna eftir að þetta gerðist.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vonar að ekki þurfi að dreifa grindvískum börnum milli skóla Skólastjóri grunnskóla Grindavíkur segir enn unnið að útfærslu skólastarfs barna í Grindavík. Best væri að finna aðstöðu svo börnin geti haldið hópinn, frekar en að dreifa þeim á milli skóla. 13. nóvember 2023 11:04 Ekkert stressuð yfir jarðhræringum í bakgarðinum Viðbragðs- og rýmingaráætlanir hafa verið æfðar í skólanum í Grindavík undanfarið en nemendur þar segjast þó ekki hafa miklar áhyggjur af jarðhræringunum í bakgarðinum. 7. nóvember 2023 18:40 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Vonar að ekki þurfi að dreifa grindvískum börnum milli skóla Skólastjóri grunnskóla Grindavíkur segir enn unnið að útfærslu skólastarfs barna í Grindavík. Best væri að finna aðstöðu svo börnin geti haldið hópinn, frekar en að dreifa þeim á milli skóla. 13. nóvember 2023 11:04
Ekkert stressuð yfir jarðhræringum í bakgarðinum Viðbragðs- og rýmingaráætlanir hafa verið æfðar í skólanum í Grindavík undanfarið en nemendur þar segjast þó ekki hafa miklar áhyggjur af jarðhræringunum í bakgarðinum. 7. nóvember 2023 18:40