Með alla skjái í gangi og öll tæki uppi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. febrúar 2024 11:51 Starfsfólk Veðurstofunnar vaktar mælana allan sólarhringinn. vísir/Baldur Enn aukast líkurnar á eldgosi á næstu dögum og fyrirvarinn gæti orðið mjög stuttur. Náttúruvársérfræðingur segir þrýstinginn sífellt byggjast upp og starfsfólk Veðurstofunnar líti ekki af mælunum. Nýjustu líkanreikningar sýna að allt að níu milljónir rúmmetra af kviku hafi nú safnast fyrir undir Svartsengi. Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir líkur á gosi aukast með hverjum degi sem líður. „Við vitum að þrýstingurinn er að byggjast upp og að kvika er stöðugt að leita inn í kerfið. Það er núna að nálgast þessi mörk sem við höfum séð í fyrri eldgosum,“ segir Sigríður. Í síðasta gosi hlupu um tíu milljónir rúmmetra af kviku úr hólfinu undir Svartsengi. Um hálf milljón safnast fyrir á hverjum degi og miðað við hraðann ætti magnið að fara yfir þann þröskuld á laugardag. Ekki er þó víst að til goss komi; kvikan gæti líka endað í kvikugangi líkt og gerðist í nóvember áður en Grindavíkurbær var rýmdur. Enn er þó talið líklegast að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og fyrirvarinn gæti þá orðið mjög stuttur. Lítil skjálftavirkni var við kvikuganginn í nótt. „Það verður líklega áköf skjálftavirkni áður en kvikan leitar upp og jafnvel þó hún komi ekki upp á yfirborðið, heldur myndi bara kvikugang, að þá verði skjálftavirkni.“ Náttúruvársérfræðingur segir allt viðbragð ganga út frá því að skilaboðum um gos sé komið tafarlaust til skila en Bláa lónið og hótel þess er opið auk þess sem gist er í nokkrum húsum í Grindavík.vísir/Vilhelm Starfsfólk Veðurstofunnar fylgist nú grannt með slíkum merkjum og vaktar mælitækin allan sólarhringinn. „Við tökum varla augun af þeim. Með alla skjái í gangi og öll tæki uppi til að sýna okkur hvað er að gerast,“ segir Sigríður. Opið er í Bláa lóninu og allt að hundrað gestir á hóteli þess. Þá er gist í tæplega tíu húsum í Grindavík. „Það gerir mann pínu órólegan en allt okkar viðbragð miðar við að koma skilaboðum sem fyrst til skila, að það sé eitthvað að byrja að gerast,“ segir Sigríður. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Nýjustu líkanreikningar sýna að allt að níu milljónir rúmmetra af kviku hafi nú safnast fyrir undir Svartsengi. Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir líkur á gosi aukast með hverjum degi sem líður. „Við vitum að þrýstingurinn er að byggjast upp og að kvika er stöðugt að leita inn í kerfið. Það er núna að nálgast þessi mörk sem við höfum séð í fyrri eldgosum,“ segir Sigríður. Í síðasta gosi hlupu um tíu milljónir rúmmetra af kviku úr hólfinu undir Svartsengi. Um hálf milljón safnast fyrir á hverjum degi og miðað við hraðann ætti magnið að fara yfir þann þröskuld á laugardag. Ekki er þó víst að til goss komi; kvikan gæti líka endað í kvikugangi líkt og gerðist í nóvember áður en Grindavíkurbær var rýmdur. Enn er þó talið líklegast að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og fyrirvarinn gæti þá orðið mjög stuttur. Lítil skjálftavirkni var við kvikuganginn í nótt. „Það verður líklega áköf skjálftavirkni áður en kvikan leitar upp og jafnvel þó hún komi ekki upp á yfirborðið, heldur myndi bara kvikugang, að þá verði skjálftavirkni.“ Náttúruvársérfræðingur segir allt viðbragð ganga út frá því að skilaboðum um gos sé komið tafarlaust til skila en Bláa lónið og hótel þess er opið auk þess sem gist er í nokkrum húsum í Grindavík.vísir/Vilhelm Starfsfólk Veðurstofunnar fylgist nú grannt með slíkum merkjum og vaktar mælitækin allan sólarhringinn. „Við tökum varla augun af þeim. Með alla skjái í gangi og öll tæki uppi til að sýna okkur hvað er að gerast,“ segir Sigríður. Opið er í Bláa lóninu og allt að hundrað gestir á hóteli þess. Þá er gist í tæplega tíu húsum í Grindavík. „Það gerir mann pínu órólegan en allt okkar viðbragð miðar við að koma skilaboðum sem fyrst til skila, að það sé eitthvað að byrja að gerast,“ segir Sigríður.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira