Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Sindri Sverrisson skrifar 29. febrúar 2024 11:00 Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson mynduðu miðjupar Íslands á EM 2016 og HM 2018 en virðast ekki koma til með að taka þátt í umspilinu fyrir EM 2024. VÍSIR/VILHELM Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. Báðir hafa þessir fyrrverandi aðalmiðjumenn íslenska landsliðsins til margra ára glímt við meiðsli í vetur og í raun ótrúlegt ef þeir ættu eftir að eiga einhvern þátt í að koma Íslandi aftur á EM. Aron Einar Gunnarsson birti af sér myndskeið á hlaupabretti á Instagram, þar sem hann lýsti meiðslum sínum sem þeim erfiðustu á ferlinum. Ljós virðist þó við enda ganganna.Instagram/@arongunnarsson Meiðsli Arons virðast snúnari og hann lýsti þeim á Instagram sem þeim „erfiðustu á ferlinum“. Enda hefur Aron ekki spilað fyrir félagslið síðan í maí á síðasta ári, og er ekki einu sinni skráður í leikmannahóp Al Arabi. Aron segist þó nálgast það að snúa aftur út á völlinn en Hareide segir ljóst að Jóhann Berg Guðmundsson verði fyrirliði Íslands gegn Ísrael, í stað Arons. Gylfi hefur sinnt endurhæfingu á Spáni, eftir að hafa fengið samningi sínum við Lyngby rift. Fjórir mánuðir eru síðan hann spilaði síðast fótboltaleik en Gylfi hefur sagt endurhæfinguna ganga vel. „Hvorugur þessara leikmanna hefur verið að spila. Það væri því miklum vandkvæðum háð að velja þá. Menn verða að spila. Þeir hafa verið í meðferð við meiðslum. Ég held að Gylfi sé nær því að ná fullum bata en hann hefur ekkert spilað og það er aðalatriðið,“ segir Hareide í viðtali við Vísi. Hareide hefur reynt að koma Aroni og Gylfa aftur inn í landsliðið og valdi Aron, sem landsliðsfyrirliða, í leiki í október og nóvember þrátt fyrir að hann væri ekkert að spila fyrir sitt félagslið. Gylfi spilaði sömuleiðis landsleiki í október eftir að hafa rétt spilað tvo leiki, eftir rúmlega tveggja ára hlé frá fótbolta. Klippa: Hareide um stöðu Arons og Gylfa Helsta óvissan um Aron, Gylfa og Valgeir Að þessu sinni reiknar Hareide hins vegar ekki með að velja Aron og Gylfa, þegar hann tilkynnir hópinn sinn 15. mars, nema að þeir verði byrjaðir að spila fótbolta: „Nei, það held ég ekki.“ Fyrir utan Aron og Gylfa er meiðslastaðan á leikmönnum Íslands góð, þó að margir mættu vera að spila meira með sínu félagsliði. Bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson hefur þó átt við meiðsli að stríða. „Aron og Gylfi eru þeir helstu sem óvissa ríkir um og ég mun tala við þá þegar nær dregur vali á hópnum. Það eru í raun ekki önnur meiðsli og vonandi heldur þetta svona áfram. Valgeir hefur reyndar glímt við meiðsli en síðast þegar ég vissi átti hann að hefja æfingar í þessari viku. En hann hefur ekkert spilað svo það ríkir auðvitað óvissa um hann,“ segir Hareide. Hann hyggst velja 23 leikmenn fyrir uppgjörið við Ísrael, sem fram fer í Búdapest 21. mars, en bæta við aukamanni eftir síðustu leikjahelgina fyrir leikinn, til að bregðast við mögulegum skakkaföllum. Vonin er sú að Ísland vinni Ísrael og mæti Bosníu eða Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í Þýskalandi, 26. mars. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. 29. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Báðir hafa þessir fyrrverandi aðalmiðjumenn íslenska landsliðsins til margra ára glímt við meiðsli í vetur og í raun ótrúlegt ef þeir ættu eftir að eiga einhvern þátt í að koma Íslandi aftur á EM. Aron Einar Gunnarsson birti af sér myndskeið á hlaupabretti á Instagram, þar sem hann lýsti meiðslum sínum sem þeim erfiðustu á ferlinum. Ljós virðist þó við enda ganganna.Instagram/@arongunnarsson Meiðsli Arons virðast snúnari og hann lýsti þeim á Instagram sem þeim „erfiðustu á ferlinum“. Enda hefur Aron ekki spilað fyrir félagslið síðan í maí á síðasta ári, og er ekki einu sinni skráður í leikmannahóp Al Arabi. Aron segist þó nálgast það að snúa aftur út á völlinn en Hareide segir ljóst að Jóhann Berg Guðmundsson verði fyrirliði Íslands gegn Ísrael, í stað Arons. Gylfi hefur sinnt endurhæfingu á Spáni, eftir að hafa fengið samningi sínum við Lyngby rift. Fjórir mánuðir eru síðan hann spilaði síðast fótboltaleik en Gylfi hefur sagt endurhæfinguna ganga vel. „Hvorugur þessara leikmanna hefur verið að spila. Það væri því miklum vandkvæðum háð að velja þá. Menn verða að spila. Þeir hafa verið í meðferð við meiðslum. Ég held að Gylfi sé nær því að ná fullum bata en hann hefur ekkert spilað og það er aðalatriðið,“ segir Hareide í viðtali við Vísi. Hareide hefur reynt að koma Aroni og Gylfa aftur inn í landsliðið og valdi Aron, sem landsliðsfyrirliða, í leiki í október og nóvember þrátt fyrir að hann væri ekkert að spila fyrir sitt félagslið. Gylfi spilaði sömuleiðis landsleiki í október eftir að hafa rétt spilað tvo leiki, eftir rúmlega tveggja ára hlé frá fótbolta. Klippa: Hareide um stöðu Arons og Gylfa Helsta óvissan um Aron, Gylfa og Valgeir Að þessu sinni reiknar Hareide hins vegar ekki með að velja Aron og Gylfa, þegar hann tilkynnir hópinn sinn 15. mars, nema að þeir verði byrjaðir að spila fótbolta: „Nei, það held ég ekki.“ Fyrir utan Aron og Gylfa er meiðslastaðan á leikmönnum Íslands góð, þó að margir mættu vera að spila meira með sínu félagsliði. Bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson hefur þó átt við meiðsli að stríða. „Aron og Gylfi eru þeir helstu sem óvissa ríkir um og ég mun tala við þá þegar nær dregur vali á hópnum. Það eru í raun ekki önnur meiðsli og vonandi heldur þetta svona áfram. Valgeir hefur reyndar glímt við meiðsli en síðast þegar ég vissi átti hann að hefja æfingar í þessari viku. En hann hefur ekkert spilað svo það ríkir auðvitað óvissa um hann,“ segir Hareide. Hann hyggst velja 23 leikmenn fyrir uppgjörið við Ísrael, sem fram fer í Búdapest 21. mars, en bæta við aukamanni eftir síðustu leikjahelgina fyrir leikinn, til að bregðast við mögulegum skakkaföllum. Vonin er sú að Ísland vinni Ísrael og mæti Bosníu eða Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í Þýskalandi, 26. mars.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. 29. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. 29. febrúar 2024 08:00
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn