Tvö karldýr í fyrsta unaðsleik hnúfubaka sem næst á mynd Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. febrúar 2024 07:38 Þessi hvalur var fjarri góðu gamni en mynd af parinu má finna í frétt Guardian. epa/CJ Gunther Greint hefur verið frá því að ljósmyndarar hafi í fyrsta sinn náð myndum af hnúfubökum að stunda kynlíf en fregnirnar eru ekki síst athyglisverðar í ljósi þess að um tvö karldýr var að ræða. Unaðsleikurinn átti sér stað undan ströndum Hawaii, vestur af eyjunni Maui, þar sem tveir hvalir syntu að og umhverfis bát áður og hófu svo að láta vel hvor að öðrum á um það bil þriggja til fimm metra dýpi. Samkvæmt umfjöllun Guardian er fremur fátítt að sjá getnaðarlim hnúfubaks en í þessu tilviki glitti í ekki einn heldur tvo. Þannig var ekki aðeins um að ræða fyrsta skiptið sem kynlíf hnúfubaka náðist á mynd heldur var einnig um að ræða fyrsta dæmið um hinsegin hegðun hjá tegundinni. Hinsegin hegðun er hins vegar langt í frá sjaldgæf í dýraríkinu og hefur meðal annars sést meðal höfrunga og háhyrninga. Kynlífið fór þannig fram að annar hvalurinn hélt við hinn með risastórum uggunum á sama tíma og hann „fór inn í hann“. Því miður virtist sá sem „tók við“ vera nokkuð laslegur; virtist ekki hafa nærst eðlilega og var þakinn í hvalalús. Stephanie Stack, sérfræðingur hjá Pacific Whale Foundation, segir menn löngum hafa verið meðvitaða um afar flókna samfélagsgerð hnúfubaka en það sé einstakt að verða vitni að umræddum viðburði. Í grein um atvikið segir að mögulega noti hvalir rifu þar sem getnaðarlimurinn hvílir jafnan eða endaþarmsopið til að æfa mökun, mynda bandalög eða sýna yfirráð. Greinin birtist í tímaritinu Marine Mammal Science. Hvalir Dýr Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Unaðsleikurinn átti sér stað undan ströndum Hawaii, vestur af eyjunni Maui, þar sem tveir hvalir syntu að og umhverfis bát áður og hófu svo að láta vel hvor að öðrum á um það bil þriggja til fimm metra dýpi. Samkvæmt umfjöllun Guardian er fremur fátítt að sjá getnaðarlim hnúfubaks en í þessu tilviki glitti í ekki einn heldur tvo. Þannig var ekki aðeins um að ræða fyrsta skiptið sem kynlíf hnúfubaka náðist á mynd heldur var einnig um að ræða fyrsta dæmið um hinsegin hegðun hjá tegundinni. Hinsegin hegðun er hins vegar langt í frá sjaldgæf í dýraríkinu og hefur meðal annars sést meðal höfrunga og háhyrninga. Kynlífið fór þannig fram að annar hvalurinn hélt við hinn með risastórum uggunum á sama tíma og hann „fór inn í hann“. Því miður virtist sá sem „tók við“ vera nokkuð laslegur; virtist ekki hafa nærst eðlilega og var þakinn í hvalalús. Stephanie Stack, sérfræðingur hjá Pacific Whale Foundation, segir menn löngum hafa verið meðvitaða um afar flókna samfélagsgerð hnúfubaka en það sé einstakt að verða vitni að umræddum viðburði. Í grein um atvikið segir að mögulega noti hvalir rifu þar sem getnaðarlimurinn hvílir jafnan eða endaþarmsopið til að æfa mökun, mynda bandalög eða sýna yfirráð. Greinin birtist í tímaritinu Marine Mammal Science.
Hvalir Dýr Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira