Tvö karldýr í fyrsta unaðsleik hnúfubaka sem næst á mynd Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. febrúar 2024 07:38 Þessi hvalur var fjarri góðu gamni en mynd af parinu má finna í frétt Guardian. epa/CJ Gunther Greint hefur verið frá því að ljósmyndarar hafi í fyrsta sinn náð myndum af hnúfubökum að stunda kynlíf en fregnirnar eru ekki síst athyglisverðar í ljósi þess að um tvö karldýr var að ræða. Unaðsleikurinn átti sér stað undan ströndum Hawaii, vestur af eyjunni Maui, þar sem tveir hvalir syntu að og umhverfis bát áður og hófu svo að láta vel hvor að öðrum á um það bil þriggja til fimm metra dýpi. Samkvæmt umfjöllun Guardian er fremur fátítt að sjá getnaðarlim hnúfubaks en í þessu tilviki glitti í ekki einn heldur tvo. Þannig var ekki aðeins um að ræða fyrsta skiptið sem kynlíf hnúfubaka náðist á mynd heldur var einnig um að ræða fyrsta dæmið um hinsegin hegðun hjá tegundinni. Hinsegin hegðun er hins vegar langt í frá sjaldgæf í dýraríkinu og hefur meðal annars sést meðal höfrunga og háhyrninga. Kynlífið fór þannig fram að annar hvalurinn hélt við hinn með risastórum uggunum á sama tíma og hann „fór inn í hann“. Því miður virtist sá sem „tók við“ vera nokkuð laslegur; virtist ekki hafa nærst eðlilega og var þakinn í hvalalús. Stephanie Stack, sérfræðingur hjá Pacific Whale Foundation, segir menn löngum hafa verið meðvitaða um afar flókna samfélagsgerð hnúfubaka en það sé einstakt að verða vitni að umræddum viðburði. Í grein um atvikið segir að mögulega noti hvalir rifu þar sem getnaðarlimurinn hvílir jafnan eða endaþarmsopið til að æfa mökun, mynda bandalög eða sýna yfirráð. Greinin birtist í tímaritinu Marine Mammal Science. Hvalir Dýr Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Unaðsleikurinn átti sér stað undan ströndum Hawaii, vestur af eyjunni Maui, þar sem tveir hvalir syntu að og umhverfis bát áður og hófu svo að láta vel hvor að öðrum á um það bil þriggja til fimm metra dýpi. Samkvæmt umfjöllun Guardian er fremur fátítt að sjá getnaðarlim hnúfubaks en í þessu tilviki glitti í ekki einn heldur tvo. Þannig var ekki aðeins um að ræða fyrsta skiptið sem kynlíf hnúfubaka náðist á mynd heldur var einnig um að ræða fyrsta dæmið um hinsegin hegðun hjá tegundinni. Hinsegin hegðun er hins vegar langt í frá sjaldgæf í dýraríkinu og hefur meðal annars sést meðal höfrunga og háhyrninga. Kynlífið fór þannig fram að annar hvalurinn hélt við hinn með risastórum uggunum á sama tíma og hann „fór inn í hann“. Því miður virtist sá sem „tók við“ vera nokkuð laslegur; virtist ekki hafa nærst eðlilega og var þakinn í hvalalús. Stephanie Stack, sérfræðingur hjá Pacific Whale Foundation, segir menn löngum hafa verið meðvitaða um afar flókna samfélagsgerð hnúfubaka en það sé einstakt að verða vitni að umræddum viðburði. Í grein um atvikið segir að mögulega noti hvalir rifu þar sem getnaðarlimurinn hvílir jafnan eða endaþarmsopið til að æfa mökun, mynda bandalög eða sýna yfirráð. Greinin birtist í tímaritinu Marine Mammal Science.
Hvalir Dýr Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira