Noona kaupir SalesCloud Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2024 10:26 Jón Hilmar Karlsson, nýr framkvæmdastjóri SalesCloud og Kjartan Þórisson framkvæmdastjóri Noona. Noona Labs ehf., sem á og rekur markaðstorgið Noona og rekstrarumsjónarkerfið Noona HQ, hefur fest kaup á öllu hlutafé í hugbúnaðarfyrirtækinu SalesCloud ehf., sem hefur um áraraðir þróað sölu- og greiðslukerfi fyrir veitingastaði, bari, hótel og ýmsa afþreyingu hér á landi og í Svíþjóð. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að kaupin séu gerð með blöndu af reiðufé og nýju hlutafé í Noona Labs ehf. Noona þjónustar 1.800 fyrirtæki í 16 löndum en viðskiptavinir SalesCloud eru 300 talsins. Þá segir í tilkynningunni að yfir Yfir 120.000 íslendingar hafa sótt Noona appið sem fékk nýlega hæstu einkunn í flokki íslenskra vefþjónusta í árlegri mælingu Maskínu, en um 200.000 þjónustur eru bókaðar á hverjum mánuði í gegnum kerfi Noona á Íslandi. Samanlagt voru Noona og SalesCloud með rúmlega 340 milljónir króna í árstekjur árið 2023. „Þessi kaup eru stórt stökk fram á við fyrir Noona og ég er virkilega spenntur fyrir möguleikunum sem munu núna opnast. Þetta mun gera bæði félögin mun sterkari og skila sér í öflugara vöruframboði fyrir viðskiptavini okkar og notendur,“ segir Kjartan Þórisson, stofnandi og framkvæmdarstjóri Noona. Samkvæmt heimasíðu Noona er markmið félagsins að hjálpa fólki að skapa sterk viðskiptasambönd. Svona birtist Noona appið íslenskum notendum. Jón Hilmar verður framkvæmdastjóri SalesCloud Þá segir í tilkynningunni að SalesCloud sé þekktast hér á landi fyrir sölu- og greiðslulausnir en félagið þjónustar meðal annars þekkt fyrirtæki eins og Brauð & Co, Minigarðinn, Hvammsvík, Wok On, Grillmarkaðinn og Íslandshótel. Jón Hilmar Karlsson, meðstofnandi Noona, mun taka yfir sem framkvæmdastjóri SalesCloud þangað til félögin tvö hafa sameinast að fullu. Hann segir að þetta marki nýtt tímabil í sögu SalesCloud, sem muni taka stakkaskiptum: „Við munum einbeita okkur að því að þjónusta núverandi viðskiptavini SalesCloud enn betur, laga það sem bæta má, bæta við nýrri virkni sem lengi hefur verið beðið eftir og vinna áfram með þá fjölmörgu kosti sem kerfi SalesCloud hafa nú þegar upp á að bjóða. Ég get ekki beðið eftir því að sýna viðskiptavinum SalesCloud allt það sem við erum með planað. Það eru bjartir tímar framundan.“ Helgi Andri Jónsson, stofnandi SalesCloud og fyrrum framkvæmdastjóri, mun aftur hefja störf hjá félaginu sem tæknilegur ráðgjafi samhliða þessum breytingum eftir að hafa sagt upp störfum sumarið 2023. „Ég hef lengi fylgst með Noona. Kjartan og Jón Hilmar hafa byggt upp frábært fyrirtæki og ég hlakka til að hjálpa þeim á þessum mikilvægu tímamótum.“ Hluti af starfsfólki Noona á Íslandi. Greiðslumiðlun Verslun Veitingastaðir Kaup og sala fyrirtækja Upplýsingatækni Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að kaupin séu gerð með blöndu af reiðufé og nýju hlutafé í Noona Labs ehf. Noona þjónustar 1.800 fyrirtæki í 16 löndum en viðskiptavinir SalesCloud eru 300 talsins. Þá segir í tilkynningunni að yfir Yfir 120.000 íslendingar hafa sótt Noona appið sem fékk nýlega hæstu einkunn í flokki íslenskra vefþjónusta í árlegri mælingu Maskínu, en um 200.000 þjónustur eru bókaðar á hverjum mánuði í gegnum kerfi Noona á Íslandi. Samanlagt voru Noona og SalesCloud með rúmlega 340 milljónir króna í árstekjur árið 2023. „Þessi kaup eru stórt stökk fram á við fyrir Noona og ég er virkilega spenntur fyrir möguleikunum sem munu núna opnast. Þetta mun gera bæði félögin mun sterkari og skila sér í öflugara vöruframboði fyrir viðskiptavini okkar og notendur,“ segir Kjartan Þórisson, stofnandi og framkvæmdarstjóri Noona. Samkvæmt heimasíðu Noona er markmið félagsins að hjálpa fólki að skapa sterk viðskiptasambönd. Svona birtist Noona appið íslenskum notendum. Jón Hilmar verður framkvæmdastjóri SalesCloud Þá segir í tilkynningunni að SalesCloud sé þekktast hér á landi fyrir sölu- og greiðslulausnir en félagið þjónustar meðal annars þekkt fyrirtæki eins og Brauð & Co, Minigarðinn, Hvammsvík, Wok On, Grillmarkaðinn og Íslandshótel. Jón Hilmar Karlsson, meðstofnandi Noona, mun taka yfir sem framkvæmdastjóri SalesCloud þangað til félögin tvö hafa sameinast að fullu. Hann segir að þetta marki nýtt tímabil í sögu SalesCloud, sem muni taka stakkaskiptum: „Við munum einbeita okkur að því að þjónusta núverandi viðskiptavini SalesCloud enn betur, laga það sem bæta má, bæta við nýrri virkni sem lengi hefur verið beðið eftir og vinna áfram með þá fjölmörgu kosti sem kerfi SalesCloud hafa nú þegar upp á að bjóða. Ég get ekki beðið eftir því að sýna viðskiptavinum SalesCloud allt það sem við erum með planað. Það eru bjartir tímar framundan.“ Helgi Andri Jónsson, stofnandi SalesCloud og fyrrum framkvæmdastjóri, mun aftur hefja störf hjá félaginu sem tæknilegur ráðgjafi samhliða þessum breytingum eftir að hafa sagt upp störfum sumarið 2023. „Ég hef lengi fylgst með Noona. Kjartan og Jón Hilmar hafa byggt upp frábært fyrirtæki og ég hlakka til að hjálpa þeim á þessum mikilvægu tímamótum.“ Hluti af starfsfólki Noona á Íslandi.
Greiðslumiðlun Verslun Veitingastaðir Kaup og sala fyrirtækja Upplýsingatækni Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira