Frá þessu er greint á The Athletic. Þar segir að Davies muni ganga í raðir Real Madrid í sumar eða næsta sumar.
Real Madrid and Alphonso Davies have reached a verbal agreement for the Bayern Munich left-back to join in 2024 or 2025.#RMCF | #FCBayern
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 26, 2024
More from @MarioCortegana and @honigstein
Stuðningsmenn Real Madrid fá því ekkert nema góðar fréttir þessa dagana. Í síðustu viku var greint frá því Kylian Mbappé myndi koma til liðsins frá Paris Saint-Germain í sumar.
Samningur Davies við Bayern rennur út á næsta ári. Bakvörðurinn eldsnöggi mun annað hvort fara til Real Madrid á frjálsri sölu þá eða að spænska félagið kaupi hann eftir þetta tímabil, á lægra verði en hann myndi alla jafna vera seldur fyrir.
Davies gekk í raðir Bayern frá Vancouver Whitecaps í janúar 2019. Kanadamaðurinn hefur fimm sinnum orðið þýskur meistari með Bayern og einu sinni Evrópumeistari.
Í vetur hefur Davies leikið 27 leiki fyrir Bayern í öllum keppnum og skorað eitt mark.