Fyrsti Íslendingurinn til að skora í frönsku deildinni í átta ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2024 10:30 Hákon Arnar Haraldsson er kominn á blað með Lille í Frakklandi. Getty/ANP Hákon Arnar Haraldsson varð í gær aðeins sjöundi Íslendingurinn sem nær að skora í efstu deild í Frakklandi. Hákon var búinn að spila fjórtán leiki með Lille án þess að skora og fyrir leikinn í gær var hann búinn að vera inn á vellinum í 420 mínútur. Hákon var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu síðan í lok september og þakkaði traustið með því að koma Lille yfir á lokamínútu fyrri hálfleiksins. Það dugði þó ekki því Toulouse skoraði þrjú mörk í seinni hálfleiknum og vann 3-1 sigur. Hákon Arnar Haraldsson #TFCLOSC 0-1 | 45' pic.twitter.com/nVqqqFmnUo— LOSC (@LOSC_EN) February 25, 2024 Sex leikmenn hafa nú bæst í hópinn síðan að Albert Guðmundsson varð sá fyrsti til að skora í frönsku deildinni á nýársdag 1950. Aðrir sem hafa skorað í deildinni eru Þórólfur Beck, Teitur Þórðarson, Karl Þórðarson, Arnór Guðjohnsen og sá síðasti til að skora á undan Hákoni var Kolbeinn Sigþórsson. Eiður Smári Guðjohnsen og Veigar Páll Gunnarsson spiluðu báðir í frönsku deildinni án þess að ná að skora. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson spilaði einnig í deildinni. Síðasta mark Kolbeins Sigþórssonar fyrir Nancy kom í leik á móti Bordeaux 23. janúar 2016. Albert Guðmundsson er markahæsti Íslendingurinn í sögu frönsku deildarinnar með 22 mörk, Teitur Þórðarson skoraði 20 mörk og Karl Þórðarson náði að skora tólf mörk. View this post on Instagram A post shared by CAA Stellar Nordic (@caastellarnordic) Franski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Hákon var búinn að spila fjórtán leiki með Lille án þess að skora og fyrir leikinn í gær var hann búinn að vera inn á vellinum í 420 mínútur. Hákon var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu síðan í lok september og þakkaði traustið með því að koma Lille yfir á lokamínútu fyrri hálfleiksins. Það dugði þó ekki því Toulouse skoraði þrjú mörk í seinni hálfleiknum og vann 3-1 sigur. Hákon Arnar Haraldsson #TFCLOSC 0-1 | 45' pic.twitter.com/nVqqqFmnUo— LOSC (@LOSC_EN) February 25, 2024 Sex leikmenn hafa nú bæst í hópinn síðan að Albert Guðmundsson varð sá fyrsti til að skora í frönsku deildinni á nýársdag 1950. Aðrir sem hafa skorað í deildinni eru Þórólfur Beck, Teitur Þórðarson, Karl Þórðarson, Arnór Guðjohnsen og sá síðasti til að skora á undan Hákoni var Kolbeinn Sigþórsson. Eiður Smári Guðjohnsen og Veigar Páll Gunnarsson spiluðu báðir í frönsku deildinni án þess að ná að skora. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson spilaði einnig í deildinni. Síðasta mark Kolbeins Sigþórssonar fyrir Nancy kom í leik á móti Bordeaux 23. janúar 2016. Albert Guðmundsson er markahæsti Íslendingurinn í sögu frönsku deildarinnar með 22 mörk, Teitur Þórðarson skoraði 20 mörk og Karl Þórðarson náði að skora tólf mörk. View this post on Instagram A post shared by CAA Stellar Nordic (@caastellarnordic)
Franski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira