Glitrandi skátastarf í frístundaheimilinu Guluhlíð Helga Þórey Júlíudóttir skrifar 29. febrúar 2024 07:00 Skátastarf er fyrir öll börn, það er bæði einstakt og mjög fjölbreytt og því auðvelt að aðlaga að mismunandi hópum. Skátastarf er einstakt æskulýðsstarf vegna þess að það leggur áherslu á fjölbreytileika, sjálfstæði, samvinna, tengsl við náttúruna og skapandi hugsun. Frá upphafi síðasta sumars hafa Skátarnir og frístundaheimilið Gulahlíð staðið fyrir vikuleigu skátastarfi við frístundaheimili Guluhlíðar sem er vel staðsett til upplifunar og útilífs. Börnin sem eru í Guluhlíð eru öll með sérstakar og oft á tíðum flóknar stuðningsþarfir og því getur reynst erfiðara fyrir þennan hóp að sækja æskulýðsstarf sem miðar að þeirra þörfum. Á vikulegum skátafundum átta börnin sig fljótt á því þegar að skátafundur er að hefjast því allir fá þá skátaklút og ákveðin tónlist fer í gang og það er táknræna umgjörðin sem gerir skátastarf skemmtilegt og spennandi. Lykilatriði að gleði og þátttöku barnanna er einstakt starfsfólk Guluhlíðar sem tekur skátafundunum fagnandi. Í upphafi voru börnin óviss hvað væri að fara að gerast en í dag eru þau til í að taka þátt í öllum þeim ævintýrum sem skátastarfið hefur uppá að bjóða, enda eru viðfangsefnin sem boðið er uppá: ævintýraleg, skemmtileg, krefjandi, aðgengileg (ÆSKA). Skátarnir hafa m.a. slegið upp tjaldbúðum bæði að sumri og vetri, poppað og eldað mat yfir eldi, kannað náttúruna í gegnum ratleiki, skynjunarleiki, náttúrubingó og leiki. Dagurinn í dag er dagur sjaldgæfra sjúkdóma og heilkenna og mörg börnin í Guluhlíð tilheyra þeim hópi og munu skátarnir skína sérstaklega skært í tilefni dagsins. Höfundur er sérkennari og sveitarforingi skátastarfsins í Guluhlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skátar Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Skátastarf er fyrir öll börn, það er bæði einstakt og mjög fjölbreytt og því auðvelt að aðlaga að mismunandi hópum. Skátastarf er einstakt æskulýðsstarf vegna þess að það leggur áherslu á fjölbreytileika, sjálfstæði, samvinna, tengsl við náttúruna og skapandi hugsun. Frá upphafi síðasta sumars hafa Skátarnir og frístundaheimilið Gulahlíð staðið fyrir vikuleigu skátastarfi við frístundaheimili Guluhlíðar sem er vel staðsett til upplifunar og útilífs. Börnin sem eru í Guluhlíð eru öll með sérstakar og oft á tíðum flóknar stuðningsþarfir og því getur reynst erfiðara fyrir þennan hóp að sækja æskulýðsstarf sem miðar að þeirra þörfum. Á vikulegum skátafundum átta börnin sig fljótt á því þegar að skátafundur er að hefjast því allir fá þá skátaklút og ákveðin tónlist fer í gang og það er táknræna umgjörðin sem gerir skátastarf skemmtilegt og spennandi. Lykilatriði að gleði og þátttöku barnanna er einstakt starfsfólk Guluhlíðar sem tekur skátafundunum fagnandi. Í upphafi voru börnin óviss hvað væri að fara að gerast en í dag eru þau til í að taka þátt í öllum þeim ævintýrum sem skátastarfið hefur uppá að bjóða, enda eru viðfangsefnin sem boðið er uppá: ævintýraleg, skemmtileg, krefjandi, aðgengileg (ÆSKA). Skátarnir hafa m.a. slegið upp tjaldbúðum bæði að sumri og vetri, poppað og eldað mat yfir eldi, kannað náttúruna í gegnum ratleiki, skynjunarleiki, náttúrubingó og leiki. Dagurinn í dag er dagur sjaldgæfra sjúkdóma og heilkenna og mörg börnin í Guluhlíð tilheyra þeim hópi og munu skátarnir skína sérstaklega skært í tilefni dagsins. Höfundur er sérkennari og sveitarforingi skátastarfsins í Guluhlíð.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar