Skaðabótakröfu konu vísað frá eftir að hún sigrar jólatréskastkeppni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2024 08:20 Dómarinn sagði jólatréð hafa verið stórt og augljóst að staðhæfingar Grabska væru ýktar. Getty Dómstóll í Limerick á Írlandi hefur vísað frá máli konu sem krafði tryggingafélag sitt um 650 þúsund pund vegna meiðsla sem hún hlaut í bílslysi. Dómarinn tók ákvörðunina eftir að hafa séð mynd af konunni kasta jólatré. Kamila Grabska, 36 ára, sagðist hvorki hafa getað unnið né leikið við börnin sín í fimm ár vegna meiðsla á hálsi og baki sem hún hlaut í bílslysi árið 2017. Höfðaði hún mál á hendur tryggingarfélagi sínu til að fá bætur greiddar út vegna meintrar örorku. Dómarinn Carmel Stewart sá sér hins vegar ekki annað fært en að vísa kröfunni frá eftir að hafa séð mynd sem dagblað birti af Grabska að kasta jólatré, í jólatréskastkeppni sem haldin var í fjáröflunarskyni í janúar árið 2018. Grabska sigraði í kvennaflokki keppninnar. „Þetta er mjög stórt, lifandi jólatré og því er kastað af henni af miklum fimleika,“ hafði Irish Independent eftir dómaranum. „Ég er hræddur að ég geti ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að staðhæfingar hennar hafi verið algjörlega ýktar. Á þeirri forsendu hyggst ég vísa kröfunum frá.“ Congratulations to #Ennisns parent Kamila Grabska who won the ladies event at the Christmas tree throwing competition in Ennis yesterday & featured in today s Irish Independent newspaper! Maith thù! pic.twitter.com/XUMAoUD01L— Ennis NationalSchool (@ennisns) January 8, 2018 Grabska hafði haldið því fram að hún hefði ekki getað lyft þungum pokum án þess að upplifa mikinn sársauka. Hún hefði neyðst til að segja upp starfinu sínu og þiggja örorkubætur. Krafan á hendur tryggingafélaginu náði til tapaðra tekna en Grabska hafði einnig haldið því fram að hún ætti erfitt með að fara fram úr rúminu suma dag og að eiginmaður hennar þyrfti að færa henni lyfin hennar. Um myndina sagði Grabska að hún hefði freistað þess að lifa eðlilegu lífi og hefði verið kvalin þrátt fyrir að vera brosandi á myndunum sem voru birtar frá keppninni. Það bætti hins vegar ekki úr skák að í dómsal var einnig birt myndskeið þar sem Grabska sást þjálfa hundinn sinn í um klukkutíma. Dómarinn sagði hegðun hennar þannig í engu samræmi við staðhæfingar hennar. Guardian greindi frá. Írland Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Kamila Grabska, 36 ára, sagðist hvorki hafa getað unnið né leikið við börnin sín í fimm ár vegna meiðsla á hálsi og baki sem hún hlaut í bílslysi árið 2017. Höfðaði hún mál á hendur tryggingarfélagi sínu til að fá bætur greiddar út vegna meintrar örorku. Dómarinn Carmel Stewart sá sér hins vegar ekki annað fært en að vísa kröfunni frá eftir að hafa séð mynd sem dagblað birti af Grabska að kasta jólatré, í jólatréskastkeppni sem haldin var í fjáröflunarskyni í janúar árið 2018. Grabska sigraði í kvennaflokki keppninnar. „Þetta er mjög stórt, lifandi jólatré og því er kastað af henni af miklum fimleika,“ hafði Irish Independent eftir dómaranum. „Ég er hræddur að ég geti ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að staðhæfingar hennar hafi verið algjörlega ýktar. Á þeirri forsendu hyggst ég vísa kröfunum frá.“ Congratulations to #Ennisns parent Kamila Grabska who won the ladies event at the Christmas tree throwing competition in Ennis yesterday & featured in today s Irish Independent newspaper! Maith thù! pic.twitter.com/XUMAoUD01L— Ennis NationalSchool (@ennisns) January 8, 2018 Grabska hafði haldið því fram að hún hefði ekki getað lyft þungum pokum án þess að upplifa mikinn sársauka. Hún hefði neyðst til að segja upp starfinu sínu og þiggja örorkubætur. Krafan á hendur tryggingafélaginu náði til tapaðra tekna en Grabska hafði einnig haldið því fram að hún ætti erfitt með að fara fram úr rúminu suma dag og að eiginmaður hennar þyrfti að færa henni lyfin hennar. Um myndina sagði Grabska að hún hefði freistað þess að lifa eðlilegu lífi og hefði verið kvalin þrátt fyrir að vera brosandi á myndunum sem voru birtar frá keppninni. Það bætti hins vegar ekki úr skák að í dómsal var einnig birt myndskeið þar sem Grabska sást þjálfa hundinn sinn í um klukkutíma. Dómarinn sagði hegðun hennar þannig í engu samræmi við staðhæfingar hennar. Guardian greindi frá.
Írland Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent