Sat eftir alblóðug í leik Athletic og Betis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2024 23:31 Guadalupe Porras hefur dæmt þægilegri leiki en viðureign Real Betis og Athletic Bilbao. Twitter@marca Leikur Real Betis og Athetic Bilbao var athyglisverður fyrir margar sakir. Betis vann góðan 3-1 sigur en ótrúlegt atvik skildi Guadalupe Porras, annan af aðstoðardómurum leiksins, eftir alblóðuga. Sigur Betis þýðir að nú munar aðeins sjö stigum á liðunum í 5. og 6. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Það var þó ótrúlegt atvik sem stal senunni ef svo má að orði komast þegar ein af myndtökuvélum leiksins rataði þangað sem hún átti ekki að fara. Fór það svo að Porras skall á vélinni í þann mund sem Chimy Avila hafði komið Betis yfir á 13. mínútu leiksins. Þurfti að stöðva leikinn í kjölfarið því aðstoðardómarinn sat alblóðug eftir. Var hún borin af velli og send með sjúkrabíl upp á sjúkrahús. Así ha quedado el rostro de Guadalupe Porras. Ha tenido que ser retirada en camilla y evacuada en ambulancia. https://t.co/BO7fmQsF9K pic.twitter.com/6fUG55ZHRf— MARCA (@marca) February 25, 2024 Fyrst var óljóst hvað gerðist en síðan kom í ljós að ein af myndbandsupptökuvélum leiksins var í hlaupalínu Porras. Þegar Porras var að horfa á það sem var að eiga sér stað á vellinum á meðan hún hljóp eftir hliðarlínunni varð harður árekstur. Leikurinn tafðist um drykklanga stund en fjórði dómari tók við stöðu Porras á hliðarlínunni. „Vinsamlegast leyfið aðstoðardómurunum að vinna vinnuna sína líkt og þið leyfið leikmönnum að vinna vinnuna sína,“ sagði Eduardo Iturralde Gonzalez, fyrrverandi dómari í La Liga, um málið og beindi skilaboðum sínum til Javier Tebas, forseta deildarinnar. Desde el #RealBetis queremos enviar nuestro ánimo a la juez de línea Guadalupe Porras por el desafortunado accidente vivido hoy en el Benito Villamarín.Un abrazo fuerte de todo el beticismo. pic.twitter.com/FPa54wVynA— Real Betis Balompié (@RealBetis) February 25, 2024 Bilbao hefði með sigri jafnað Atlético Madríd að stigum en Atlético situr í fjórða og síðasta sætinu sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sem stendur er Atl. Madríd með 52 stig í 4. sæti, Athletic með 49 sæti neðar og Betis með 42 stig í 6. sæti. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira
Sigur Betis þýðir að nú munar aðeins sjö stigum á liðunum í 5. og 6. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Það var þó ótrúlegt atvik sem stal senunni ef svo má að orði komast þegar ein af myndtökuvélum leiksins rataði þangað sem hún átti ekki að fara. Fór það svo að Porras skall á vélinni í þann mund sem Chimy Avila hafði komið Betis yfir á 13. mínútu leiksins. Þurfti að stöðva leikinn í kjölfarið því aðstoðardómarinn sat alblóðug eftir. Var hún borin af velli og send með sjúkrabíl upp á sjúkrahús. Así ha quedado el rostro de Guadalupe Porras. Ha tenido que ser retirada en camilla y evacuada en ambulancia. https://t.co/BO7fmQsF9K pic.twitter.com/6fUG55ZHRf— MARCA (@marca) February 25, 2024 Fyrst var óljóst hvað gerðist en síðan kom í ljós að ein af myndbandsupptökuvélum leiksins var í hlaupalínu Porras. Þegar Porras var að horfa á það sem var að eiga sér stað á vellinum á meðan hún hljóp eftir hliðarlínunni varð harður árekstur. Leikurinn tafðist um drykklanga stund en fjórði dómari tók við stöðu Porras á hliðarlínunni. „Vinsamlegast leyfið aðstoðardómurunum að vinna vinnuna sína líkt og þið leyfið leikmönnum að vinna vinnuna sína,“ sagði Eduardo Iturralde Gonzalez, fyrrverandi dómari í La Liga, um málið og beindi skilaboðum sínum til Javier Tebas, forseta deildarinnar. Desde el #RealBetis queremos enviar nuestro ánimo a la juez de línea Guadalupe Porras por el desafortunado accidente vivido hoy en el Benito Villamarín.Un abrazo fuerte de todo el beticismo. pic.twitter.com/FPa54wVynA— Real Betis Balompié (@RealBetis) February 25, 2024 Bilbao hefði með sigri jafnað Atlético Madríd að stigum en Atlético situr í fjórða og síðasta sætinu sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sem stendur er Atl. Madríd með 52 stig í 4. sæti, Athletic með 49 sæti neðar og Betis með 42 stig í 6. sæti.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira