Hraðinn á fólksfjölguninni valdi vaxtaverkjum Jón Þór Stefánsson skrifar 25. febrúar 2024 13:27 „Hraðinn á fjölguninni mætti vera hægari. Ég held að við getum öll verið sammála um það,“ segir Guðmundur Ingi Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist hafa verulegar áhyggjur af því að stéttaskipting og ójöfnuður festist í sessi í íslensku samfélagi þegar að komi að innflytjendum. Hann telur innflytjendum hafa fjölgað of hratt hér á landi síðustu ár Hann ræddi innflytjendamál í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, og sagði gögn benda til þess að innflytjendur dansi margir hverjir í kringum lágtekjumörkin og eigi í hættu á að festast þar. „Það þýðir að innflytjendur og börn þeirra eru að fá færri tækifæri til þess að blómstra hérna á meðan það eru að halda uppi hagvexti og verðmætasköpun í samfélaginu.“ Til þess að bregðast við þessu segir Guðmundur mikilvægt að leggja áherslu á innflytjendamálin og vísaði hann til heildstæðrar stefnumótunnar í málaflokknum sem hefur verið í vinnslu í ráðuneytinu. Hann segir stinga í stúf að Íslendingar séu ekki með lagasetningu líkt og nágrannalöndin. Aðspurður um hvort að fjölgun á fólki af erlendu bergi brotnu sem komi til Íslands hafi verið of hröð segir Guðmundur svo vera. „Hraðinn á fjölguninni mætti vera hægari. Ég held að við getum öll verið sammála um það. Það sýna tölurnar bara: Árið 2012 voru innflytjendur átta prósent af landsmönnum og nú eru þeir tæp tuttugu. Það er bara það sem gögn OECD eru að sýna okkur að vöxturinn er einna hraðastur hér. Það þýðir bara á mannamáli að það verða vaxtaverkir. Við sjáum það í skólunum og á húsnæðismarkaði.“ Guðmundur ræddi einnig um vinnslu á umsóknum og segir hana hafa gengið allt of hægt. „Fólk er búið að vera hérna allt of lengi. Það er ekki gott fyrir fólkið að þurfa að bíða svona lengi. Það getur ýtt undir svarta atvinnustarfsemi. Það getur ýtt undir að brotið sé á fólkinu á vinnumarkaði. Það er til rosalaga mikils að vinna að stytta þennan tíma sem að tekur að fara í gegnum umsóknir því það er mannúðarmál og á sama tíma sparar það okkur fjármagn.“ Innflytjendamál Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Sjá meira
Hann ræddi innflytjendamál í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, og sagði gögn benda til þess að innflytjendur dansi margir hverjir í kringum lágtekjumörkin og eigi í hættu á að festast þar. „Það þýðir að innflytjendur og börn þeirra eru að fá færri tækifæri til þess að blómstra hérna á meðan það eru að halda uppi hagvexti og verðmætasköpun í samfélaginu.“ Til þess að bregðast við þessu segir Guðmundur mikilvægt að leggja áherslu á innflytjendamálin og vísaði hann til heildstæðrar stefnumótunnar í málaflokknum sem hefur verið í vinnslu í ráðuneytinu. Hann segir stinga í stúf að Íslendingar séu ekki með lagasetningu líkt og nágrannalöndin. Aðspurður um hvort að fjölgun á fólki af erlendu bergi brotnu sem komi til Íslands hafi verið of hröð segir Guðmundur svo vera. „Hraðinn á fjölguninni mætti vera hægari. Ég held að við getum öll verið sammála um það. Það sýna tölurnar bara: Árið 2012 voru innflytjendur átta prósent af landsmönnum og nú eru þeir tæp tuttugu. Það er bara það sem gögn OECD eru að sýna okkur að vöxturinn er einna hraðastur hér. Það þýðir bara á mannamáli að það verða vaxtaverkir. Við sjáum það í skólunum og á húsnæðismarkaði.“ Guðmundur ræddi einnig um vinnslu á umsóknum og segir hana hafa gengið allt of hægt. „Fólk er búið að vera hérna allt of lengi. Það er ekki gott fyrir fólkið að þurfa að bíða svona lengi. Það getur ýtt undir svarta atvinnustarfsemi. Það getur ýtt undir að brotið sé á fólkinu á vinnumarkaði. Það er til rosalaga mikils að vinna að stytta þennan tíma sem að tekur að fara í gegnum umsóknir því það er mannúðarmál og á sama tíma sparar það okkur fjármagn.“
Innflytjendamál Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Sjá meira