Hraðinn á fólksfjölguninni valdi vaxtaverkjum Jón Þór Stefánsson skrifar 25. febrúar 2024 13:27 „Hraðinn á fjölguninni mætti vera hægari. Ég held að við getum öll verið sammála um það,“ segir Guðmundur Ingi Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist hafa verulegar áhyggjur af því að stéttaskipting og ójöfnuður festist í sessi í íslensku samfélagi þegar að komi að innflytjendum. Hann telur innflytjendum hafa fjölgað of hratt hér á landi síðustu ár Hann ræddi innflytjendamál í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, og sagði gögn benda til þess að innflytjendur dansi margir hverjir í kringum lágtekjumörkin og eigi í hættu á að festast þar. „Það þýðir að innflytjendur og börn þeirra eru að fá færri tækifæri til þess að blómstra hérna á meðan það eru að halda uppi hagvexti og verðmætasköpun í samfélaginu.“ Til þess að bregðast við þessu segir Guðmundur mikilvægt að leggja áherslu á innflytjendamálin og vísaði hann til heildstæðrar stefnumótunnar í málaflokknum sem hefur verið í vinnslu í ráðuneytinu. Hann segir stinga í stúf að Íslendingar séu ekki með lagasetningu líkt og nágrannalöndin. Aðspurður um hvort að fjölgun á fólki af erlendu bergi brotnu sem komi til Íslands hafi verið of hröð segir Guðmundur svo vera. „Hraðinn á fjölguninni mætti vera hægari. Ég held að við getum öll verið sammála um það. Það sýna tölurnar bara: Árið 2012 voru innflytjendur átta prósent af landsmönnum og nú eru þeir tæp tuttugu. Það er bara það sem gögn OECD eru að sýna okkur að vöxturinn er einna hraðastur hér. Það þýðir bara á mannamáli að það verða vaxtaverkir. Við sjáum það í skólunum og á húsnæðismarkaði.“ Guðmundur ræddi einnig um vinnslu á umsóknum og segir hana hafa gengið allt of hægt. „Fólk er búið að vera hérna allt of lengi. Það er ekki gott fyrir fólkið að þurfa að bíða svona lengi. Það getur ýtt undir svarta atvinnustarfsemi. Það getur ýtt undir að brotið sé á fólkinu á vinnumarkaði. Það er til rosalaga mikils að vinna að stytta þennan tíma sem að tekur að fara í gegnum umsóknir því það er mannúðarmál og á sama tíma sparar það okkur fjármagn.“ Innflytjendamál Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Sjá meira
Hann ræddi innflytjendamál í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, og sagði gögn benda til þess að innflytjendur dansi margir hverjir í kringum lágtekjumörkin og eigi í hættu á að festast þar. „Það þýðir að innflytjendur og börn þeirra eru að fá færri tækifæri til þess að blómstra hérna á meðan það eru að halda uppi hagvexti og verðmætasköpun í samfélaginu.“ Til þess að bregðast við þessu segir Guðmundur mikilvægt að leggja áherslu á innflytjendamálin og vísaði hann til heildstæðrar stefnumótunnar í málaflokknum sem hefur verið í vinnslu í ráðuneytinu. Hann segir stinga í stúf að Íslendingar séu ekki með lagasetningu líkt og nágrannalöndin. Aðspurður um hvort að fjölgun á fólki af erlendu bergi brotnu sem komi til Íslands hafi verið of hröð segir Guðmundur svo vera. „Hraðinn á fjölguninni mætti vera hægari. Ég held að við getum öll verið sammála um það. Það sýna tölurnar bara: Árið 2012 voru innflytjendur átta prósent af landsmönnum og nú eru þeir tæp tuttugu. Það er bara það sem gögn OECD eru að sýna okkur að vöxturinn er einna hraðastur hér. Það þýðir bara á mannamáli að það verða vaxtaverkir. Við sjáum það í skólunum og á húsnæðismarkaði.“ Guðmundur ræddi einnig um vinnslu á umsóknum og segir hana hafa gengið allt of hægt. „Fólk er búið að vera hérna allt of lengi. Það er ekki gott fyrir fólkið að þurfa að bíða svona lengi. Það getur ýtt undir svarta atvinnustarfsemi. Það getur ýtt undir að brotið sé á fólkinu á vinnumarkaði. Það er til rosalaga mikils að vinna að stytta þennan tíma sem að tekur að fara í gegnum umsóknir því það er mannúðarmál og á sama tíma sparar það okkur fjármagn.“
Innflytjendamál Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Sjá meira