Atvikið átti sér stað strax á fyrstu mínútu leiksins sem Bordeaux endaði á að vinna 1-0. Alberth Elis rak hausum saman við varnarmann Guingamp, Donatien Gomis. Báðir leikmenn kveinkuðu sér mjög og leikur var stöðvaður í um átta mínútur meðan hlúið var að þeim.
Alberth var borinn af velli og fluttur á spítala. Útvarpsstöðin France Bleu greindi svo frá því að leikmaðurinn hafi orðið fyrir mjög alvarlegu höfuðhöggi, verið svæfður og settur í dá á leiðinni á spítala.
Albert Riera, þjálfari liðsins og fyrrum leikmaður Liverpool, tileinkaði Alberthi sigurinn að leik loknum.
„Ég talaði við læknana, það er ekkert hægt að segja eins og er. Hann er á spítalanum. Þessi sigur var fyrir Alberth, vel verðskuldaður sigur.“
Placé dans un coma artificiel après un choc à la tête hier soir face à Guingamp.
— CANAL+ Foot (@CanalplusFoot) February 25, 2024
Alberth Elis, l’attaquant des Girondins de Bordeaux, a été opéré dans la nuit de samedi à dimanche. pic.twitter.com/wdPdi3AJ9o
CANAL+ greinir frá því að Alberth hafi laggst undir hnífinn í nótt en sé enn haldið í dái. Ástand hans er að svo stöddu óljóst.
Leikmaðurinn hefur verið Bordeaux mikilvægur á tímabilinu og skorað fimm mörk, en liðið situr tíu stigum utan fallsætis í næstefstu deild Frakklands, Ligue 2.