Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra verður fyrstur. Hann ætlar meðal annars að ræða endurskoðun örorkulífeyriskerfisins, brýnt mál sem hefur beðið lengi. Hann ræðir líka innflytjendamál. Hvar stendur VG í þeim ólgusjó?
Þeir Pavel Bartoszek og Valur Gunnarsson ætla að skoða innrásina í Úkraínu tveimur árum eftir að hún hófst og ræða þjóðernispopúlismann sem siglir hraðbyri víða í Evrópu.
Þingmennirnir Oddný G. Harðardóttir og Ágúst Bjarni Garðarsson ætla að skiptast á skoðunum um aðgerðir stjórnvalda til handa Grindvíkingum.
Í lok þáttar mætir Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, hagfræðingur, en rannsókn hennar á styttingu framhaldsskólans hefur vakið mikla athygli. Í henni leiðir hún líkum að því að sú breyting hafi verið heldur misheppnuð.