Lögregla rannsakaði málið og kom því til héraðssaksóknara sem sá ekki ástæðu til að ákæra hann.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Alberts, staðfestir þessar vendingar í samtali við fréttastofu. RÚV greindi fyrst frá.
„Ég er saklaus af þeim ásökunum sem komið hafa fram. Ég mun ekki tjá mig frekar á meðan málið er til rannsóknar,“ sagði Albert í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla skömmu eftir að málið kom upp í ágúst síðastliðnum.
Albert, sem spilar þessi misserin með Genóa í samnefndri borg á Ítalíu, var meinað að spila með íslenska landsliðinu vegna kærunnar.
Það sama var uppi á teningnum varðandi viðurkenninguna knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ. Ekki var hægt að kjósa hann á síðasta ári vegna málsins.
Brotaþoli í málinu hefur kost á að kæra ákvörðun héraðssaksóknara til ríkissaksóknara.
Fréttin hefur verið uppfærð.