Blæs á áhyggjur borgarfulltrúa af brúnni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. febrúar 2024 20:30 Kjartan og Davíð eru ekki sammála um Fossvogsbrú. Vísir/Einar Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir ekkert til í því að Fossvogsbrú muni nýtast illa. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir allt of mikla fjármuni fara í framkvæmdina, sem myndu nýtast betur annars staðar. Brúin mun tengja saman Kópavog og Reykjavík, líkt og sjá má í fréttinni í spilaranum hér að neðan. Hún verður fyrir almenningssamgöngur og hjólandi og gangandi vegfarendur, en ekki einkabílinn. En sitt sýnist hverjum um gagnsemi framkvæmdarinnar, og kostnaðinn. „Þessi brú verður mjög dýr, hún verður ekki undir tíu milljörðum króna að mínu áliti. Kostnaðaráætlanir hafa margfaldast. En hún leysir í rauninni lítinn sem engan vanda fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta verkefni er ekki arðsamt, það væri hægt að finna verkefni sem væru arðsöm og miklu þarfari, fyrir þessa fjármuni,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Kjartan nefnir þar mislæg gatnamót á fjölförnustu gatnamótum borgarinnar, sem og eflingu Strætó. Nýting brúarinnar verði einhver, en þó ekki þannig að það réttlæti 8,3 milljarða kostnaðaráætlun. „Þarna erum við bara að setja allt of mikla peninga í eitthvað sem leysir lítinn sem engan vanda, alveg eins og Bragginn frægi sem er rétt við hliðina á okkur,“ sagði Kjartan þar sem hann var tekinn tali á þeim slóðum sem Reykjavíkurhluti brúarinnar mun standa. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Einar Brúin muni nýtast vel Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna, félagsins sem heldur utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, segir fullyrðingar um litla nýtingu eða kostnað yfir 10 milljarða ekki standast. Hönnun sé langt komin, og því sé kostnaðaráætlun áreiðanlegri. „Þannig að ég hef ekki mikla trú á því að það breytist mikið úr þessu. Ekki nema það verði einhverjar breytingar á ytri aðstæðum, á verði á stáli eða steypu, eða eitthvað óvænt komi upp á,“ segir Davíð. Brúin verði vel nýtt. „Það er gert ráð fyrir að 10 þúsund manns sem muni nota þessa brú daglega. Það er svipaður fjöldi og fer um Hvalfjarðargöng á hverjum degi, sem er nú ansi mikið, það eru fjölförnustu göng á Íslandi.“ Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna.Vísir/Einar Brúin muni einnig nýtast þeim sem ekki noti hana, en 60 þúsund manns keyra um Fossvoginn á hverjum degi. „Þetta léttir á umferðinni þar, þannig að það verða tíu þúsund manns sem munu ekki keyra um Fossvoginn, til viðbótar við þá 60 þúsund sem keyra þar í dag.“ Félagshagfræðileg greining á fyrstu lotu Borgalínu, þar með talið Fossvogsbrú, bendi til ábata upp á 26 milljarða á 30 árum. „Og að arðsemi sé um sjö prósent, sem þykir nokkuð gott í svona framkvæmdum.“ Samgöngur Reykjavík Kópavogur Fossvogsbrú Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Brúin mun tengja saman Kópavog og Reykjavík, líkt og sjá má í fréttinni í spilaranum hér að neðan. Hún verður fyrir almenningssamgöngur og hjólandi og gangandi vegfarendur, en ekki einkabílinn. En sitt sýnist hverjum um gagnsemi framkvæmdarinnar, og kostnaðinn. „Þessi brú verður mjög dýr, hún verður ekki undir tíu milljörðum króna að mínu áliti. Kostnaðaráætlanir hafa margfaldast. En hún leysir í rauninni lítinn sem engan vanda fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta verkefni er ekki arðsamt, það væri hægt að finna verkefni sem væru arðsöm og miklu þarfari, fyrir þessa fjármuni,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Kjartan nefnir þar mislæg gatnamót á fjölförnustu gatnamótum borgarinnar, sem og eflingu Strætó. Nýting brúarinnar verði einhver, en þó ekki þannig að það réttlæti 8,3 milljarða kostnaðaráætlun. „Þarna erum við bara að setja allt of mikla peninga í eitthvað sem leysir lítinn sem engan vanda, alveg eins og Bragginn frægi sem er rétt við hliðina á okkur,“ sagði Kjartan þar sem hann var tekinn tali á þeim slóðum sem Reykjavíkurhluti brúarinnar mun standa. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Einar Brúin muni nýtast vel Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna, félagsins sem heldur utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, segir fullyrðingar um litla nýtingu eða kostnað yfir 10 milljarða ekki standast. Hönnun sé langt komin, og því sé kostnaðaráætlun áreiðanlegri. „Þannig að ég hef ekki mikla trú á því að það breytist mikið úr þessu. Ekki nema það verði einhverjar breytingar á ytri aðstæðum, á verði á stáli eða steypu, eða eitthvað óvænt komi upp á,“ segir Davíð. Brúin verði vel nýtt. „Það er gert ráð fyrir að 10 þúsund manns sem muni nota þessa brú daglega. Það er svipaður fjöldi og fer um Hvalfjarðargöng á hverjum degi, sem er nú ansi mikið, það eru fjölförnustu göng á Íslandi.“ Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna.Vísir/Einar Brúin muni einnig nýtast þeim sem ekki noti hana, en 60 þúsund manns keyra um Fossvoginn á hverjum degi. „Þetta léttir á umferðinni þar, þannig að það verða tíu þúsund manns sem munu ekki keyra um Fossvoginn, til viðbótar við þá 60 þúsund sem keyra þar í dag.“ Félagshagfræðileg greining á fyrstu lotu Borgalínu, þar með talið Fossvogsbrú, bendi til ábata upp á 26 milljarða á 30 árum. „Og að arðsemi sé um sjö prósent, sem þykir nokkuð gott í svona framkvæmdum.“
Samgöngur Reykjavík Kópavogur Fossvogsbrú Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira