Völd óskast – Allra vegna Steinþór Logi Arnarsson skrifar 23. febrúar 2024 15:00 Löngum hefur það verið sagt að eftir því yngri sem við erum þá sjáum við hlutina og lífið í skýrara ljósi, tært án umhverfisáhrifa eða „skoðanamengunar“. Börn sjái alltaf hlutina með afar einföldum og hreinskilnum hætti, svo hreint og beint. En síðan eldumst við og síum inn í okkur eins og svampar að hlutirnir séu nú ekki endilega svo einfaldir og af hverju þeir þurfi nú að vera svona og svona. Um leið verðum við kannski meðvirk því að sumt sé bara flókið og við stöldrum jafnvel við þar og sættum okkur við að skilja ekki allt til hlítar. Verðum meðvirk hefðinni og fetum troðin spor. Aflvaki þróunar Sem betur fer er það þó ekki algilt og fjölmargt ungt fólk óhrætt við að koma fram á sjónarsviðið með hugmyndir byggðar á nýrri hugsjón og nýjum leiðum. Það breytist hratt á milli kynslóða hvernig við metum hlutina, við sjáum ekki endilega tilveruna í sama ljósi og sú kynslóð sem á undan okkur kom. Sú næsta mun síðan líklega ekki sjá hana heldur með sömu augum og við gerum í dag. Fáir ef einhverjir ná nefnilega þeim árangri að vera ungir að eilífu þegar vel er að gáð. Þannig kunna hagsmunir kynslóða að vera mismunandi og gildi samfélaga breytast hratt. Þar liggur einn helsti aflvaki þróunar okkar. Tækifærin Því er mikilvægt að rödd ungs fólks nái að hljóma á sem flestum sviðum samfélagsins. Hvort sem um er að ræða menntamál sem spanna stóran hluta lífs ungs fólks eða húsnæðismál þar sem ungt fólk þarf iðulega, kynslóð fyrir kynslóð, að feta sama háa þröskuldinn inn í sína fyrstu eign en er síðan sett út í kuldann í þágu efnahagsstöðugleika landans. Svo ekki sé svo minnst á hvernig við stöndum að því að fæða og klæða þjóðina og með hvaða hætti við nýtum land okkar og auðlindir til þess á sem sjálfbærastan hátt fyrir komandi kynslóðir. Þannig mætti lengi telja upp hvar ungt fólk ætti að vera með í ráðum. Unga fólkið á hverjum tíma fyrir sig mun nefnilega lifa lengst með ágóða eða afleiðingum þess sem ákveðið eða gert er. Hjá því liggja stærstu tækifærin um bættan hag þjóðarinnar - alltaf. Völd óskast Það er því ekki úr lausu lofti gripið að yfirskriftin á hinni glæsilegu lýðræðishátíð Landssambands ungmennafélaga (LUF) er „Völd óskast! Hún verður haldin samhliða sambandsþingi LUF laugardaginn 24. febrúar 2024 í Hörpu, allt í tilefni af 20 ára afmæli sambandsins. Ungt fólk á nefnilega völd vel skilin í þágu okkar allra, ekki síst komandi kynslóða og þar er þeim vel komið fyrir. Höfundur er formaður SUB – Samtaka ungra bænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mannréttindi Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Löngum hefur það verið sagt að eftir því yngri sem við erum þá sjáum við hlutina og lífið í skýrara ljósi, tært án umhverfisáhrifa eða „skoðanamengunar“. Börn sjái alltaf hlutina með afar einföldum og hreinskilnum hætti, svo hreint og beint. En síðan eldumst við og síum inn í okkur eins og svampar að hlutirnir séu nú ekki endilega svo einfaldir og af hverju þeir þurfi nú að vera svona og svona. Um leið verðum við kannski meðvirk því að sumt sé bara flókið og við stöldrum jafnvel við þar og sættum okkur við að skilja ekki allt til hlítar. Verðum meðvirk hefðinni og fetum troðin spor. Aflvaki þróunar Sem betur fer er það þó ekki algilt og fjölmargt ungt fólk óhrætt við að koma fram á sjónarsviðið með hugmyndir byggðar á nýrri hugsjón og nýjum leiðum. Það breytist hratt á milli kynslóða hvernig við metum hlutina, við sjáum ekki endilega tilveruna í sama ljósi og sú kynslóð sem á undan okkur kom. Sú næsta mun síðan líklega ekki sjá hana heldur með sömu augum og við gerum í dag. Fáir ef einhverjir ná nefnilega þeim árangri að vera ungir að eilífu þegar vel er að gáð. Þannig kunna hagsmunir kynslóða að vera mismunandi og gildi samfélaga breytast hratt. Þar liggur einn helsti aflvaki þróunar okkar. Tækifærin Því er mikilvægt að rödd ungs fólks nái að hljóma á sem flestum sviðum samfélagsins. Hvort sem um er að ræða menntamál sem spanna stóran hluta lífs ungs fólks eða húsnæðismál þar sem ungt fólk þarf iðulega, kynslóð fyrir kynslóð, að feta sama háa þröskuldinn inn í sína fyrstu eign en er síðan sett út í kuldann í þágu efnahagsstöðugleika landans. Svo ekki sé svo minnst á hvernig við stöndum að því að fæða og klæða þjóðina og með hvaða hætti við nýtum land okkar og auðlindir til þess á sem sjálfbærastan hátt fyrir komandi kynslóðir. Þannig mætti lengi telja upp hvar ungt fólk ætti að vera með í ráðum. Unga fólkið á hverjum tíma fyrir sig mun nefnilega lifa lengst með ágóða eða afleiðingum þess sem ákveðið eða gert er. Hjá því liggja stærstu tækifærin um bættan hag þjóðarinnar - alltaf. Völd óskast Það er því ekki úr lausu lofti gripið að yfirskriftin á hinni glæsilegu lýðræðishátíð Landssambands ungmennafélaga (LUF) er „Völd óskast! Hún verður haldin samhliða sambandsþingi LUF laugardaginn 24. febrúar 2024 í Hörpu, allt í tilefni af 20 ára afmæli sambandsins. Ungt fólk á nefnilega völd vel skilin í þágu okkar allra, ekki síst komandi kynslóða og þar er þeim vel komið fyrir. Höfundur er formaður SUB – Samtaka ungra bænda.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun