„Hver elskar ekki pönnukökur,“ spyr Frederik sig deilir aðferðinni í skemmtilegu myndbandi. En Frederik er danskur áhrifavaldur og raunveruleikastjarna. Hann lenti til að mynda í öðru sæti í raunveruleikaþættinum, Den danske dagedyst, sem er afar vinsæll þáttur í Danmörku.
Pönnuköku terta ( Fyrir tíu til tólf manns)
Pönnukökur
75 g sykur
4 stór egg
190 g hveiti
4,5 dl mjólk
1 tsk af kardimommu
6 msk af dökkum bjór
Korn úr einni vanillustöng
Börkur af hálfri sítrónu
Hnífsbroddur af salti
Smjör til steikingar
Aðferð
Skafið vanillukornin innan úr vanillustönginni og hrærið saman við örlítið af sykrinum.
Hrærið vanillusykri, restinni af sykrinum, egg, sætmjólk, sítrónuberki, kardimommum og bjór vel saman í skál.
Sigtið hveitið ofan í blönduna og hrærið þangað til deigið þar til allt er blandað vel saman.
Kælið deigið í tuttugu mínútur.
Setjið pönnuna á hellu og hitið hana yfir meðalhita
Hellið 1 dl af deiginu í einu á pönnuna og steikið á hvorri hlið.
Kælið pönnukökurnar vel áður en tertan er sett saman.
Mascarpone krem
500 g mascarpone
300 g niðursoðinni sætmjólk
Börkur af hálfri sítrónu
Aðferð
Hrærið mascarpone-osti vel saman.
Bætið einni dós af niðursoðinni sætmjólk (sweetened condensed milk) saman við á meðan þið hrærið, setjið lítið í einu.
Til skrauts
Jarðaber
Brómber
Samsetning
Raðið pönnukökunum í hringlaga 20 cm kökuform. Látið helming pönnukökunnar liggja fram yfir brúnina. Setjið eina pönnuköku í botninn.
Skiptið kreminu upp í fjóra hluta.
Smyrjið kremblöndunni á pönnukökurnar og raðið jarðaberjum og brómberjum ofan á. Setjið eina pönnuköku ofan á blönduna.
Endurtakið þetta þrisvar til viðbótar. Í lokin er ein pönnukaka sett ofan á.
Loks er tertunni lokað með þeim pönnukökum sem liggja út fyrir formið.
Skreytið tertuna í lokin með örlitlu af kremblöndunni og berjum.
Kælið um stund áður en tertan er borin fram.
Fleiri bakstursppskriftir má nálgast á Instagram-síðunni hans.