Foreldrar þurfi ekki að efast um hafragrautinn Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 23. febrúar 2024 11:00 Hægt er að leika sér með hafragrautinn á allan mögulegan hátt. Epli og kanill eru vinsæl hjá sumum en aðrir vilja rúsínur og mjólk út á sinn graut. Meistaranemi í næringarfræði segir margar mýtur í gangi um hollustu hafragrauts. Hún þekki dæmi þess að foreldrar setji þrýsting á leikskólastjóra barna sinna að hætta að bera hann á borð fyrir börnin. Guðrún Nanna Egilsdóttir er í meistaranámi í næringarfræði og skrifar reglulega pistla á Vísi tengda námi sínu. Í dag skrifar hún um hafragraut sem lengi hefur notið vinsælda sem morgunmatur og lifir sérstaklega góðu lífi í leikskólum landsins, grunnskólum og fjölmörgum vinnustöðum. Hafragrautur er ódýr, auðveldur í framleiðslu og býður auk þess upp á margvíslegan heilsufarslegan ávinning að sögn Guðrúnar Nönnu. „Undanfarið hefur þó farið að kræla á allskonar misgáfulegum sögusögnum um hann og ýmsar mýtur sprottið upp. Þessar mýtur hafa náð þó nokkuð miklu flugi og farið að valda því að sumir hreinlega forðast það að borða gamla góða hafragrautinn og aðrar hafravörur af ótta við að hann sé ekkert svo góður heilsunni eftir allt saman,“ segir Guðrún Nanna í pistli sínum. Þetta sé mikil synd þar sem að Íslendingar borði alltof lítið af trefjum og hafragrautur hafi lengi verið einn af fáum trefjagjöfum Íslendinga. Það sé því mikill missir að taka þennan góða trefjagjafa út. „Þegar að ég frétti svo að leikskólar eru farnir að fá pressu frá foreldrum að taka út hafragrautinn fyrir börn vegna útbreiddra mýta sem eru í gangi þá fannst mér rétt að leiðrétta aðeins nokkur atriði.“ Hún rennir yfir mýturnar fjórar, lið fyrir lið. Mýta 1 - Hafragrautur inniheldur ekki mikla næringu og er því ekki góður kostur sem morgunmatur Sannleikur: Hafragrautur er mjög næringarríkur en hann er bæði trefjaríkur og inniheldur ýmis vítamín og steinefni eins og járn, magnesíum, sink, selen og B-vítamín. Hann inniheldur þar að auki andoxunarefnið pólýfenól sem hefur bólgueyðandi eiginleika. Hafrar hafa hæga blóðsykurssvörun, geta lækkað kólesteról í blóði, hafa góð áhrif á þarmaflóruna og blóðþrýstingsstjórnun. Mýta 2 - Hafragrautur veldur mikilli blóðsykurshækkun vegna hás kolvetnainnihalds. Sannleikur: Meðal kornvara sýna hafrar hvað hægustu blóðsykurssvörunina, sem þýðir að þeir hækka blóðsykur hægt miðað við aðrar kornvörur. Til þess að hægja svo enn meira á blóðsykurshækkun má bæta hnetusmjöri/möndlusmjöri út á grautinn og jafnvel fræjum. Þá hefur vinnslustig hafrana einnig áhrif á hversu hratt blóðsykur hækkar og eru tröllahafrar og stálslegnir hafrar t.d. góðir kostir. Mýta 3 - Hafragrautur inniheldur fýtatsýru sem hindrar upptöku ýmissa næringarefna. Sannleikur: Fýtatsýra hindrar ekki upptöku á neinum efnum en getur dregið úr upptöku á járni, sinki, magnesíum og kalki. Það á bara við ef þessi efni eru borðuð í sömu máltíð en önnur efni í fæðunni vinna gegn þessu og auka upptöku eins og t.d. C vítamín en það eykur upptöku járns. Með því að leggja hafra í bleyti eins og í overnight oats má brjóta fýtatsýruna niður og auka þannig upptökuna á næringarefnum. Mýta 4 - Hafragrautur inniheldur mikið magn af skordýraeitrinu glýfosat sem er skaðlegt Sannleikur: Hafrar innihalda 0.703 mg/kg af glýfosati en samkvæmt EFSA er örugg inntaka glýfosats 0.5 mg á dag á hvert kg líkamsþyngdar. Manneskja um 80 kg þyrfti því að borða 56,9 kg af höfrum eða um 1422 skálar af hafragraut á dag til að fara yfir efri mörk. Þar að auki losar mannslíkaminn það litla magn sem við innbyrðum út á um 48 klukkustundum og því ekki mikið áhyggjuefni. Þá má líka nefna að það sama á við um seríos sem að er hafravara sem að hefur líka verið umtöluð að undanförnu. Guðrún Nanna segir því ljóst að ekki þurfi að hafa áhyggjur af hafragrautnum góða. Hann sé bæði næringarríkur og mikilvægur trefjagjafi sérstaklega í ljósi þess að Íslendingar borða almennt alltof lítið af trefjum. Fjallað er um hafragraut á Vísindavef Háskóla Íslands en þar kemur fram að hafragrautur sé hollur. „Rúsínur eru stundum notaðar í hafragraut og mjólk er yfirleitt sett út á grautinn þegar hann er framreiddur, hvort tveggja eru næringarrík matvæli og stuðla að frekari hollustu grautsins. Það er því rík ástæða til að mæla með neyslu hafragrauts sem er einfaldur, hollur og ódýr réttur,“ segir í umfjöllun Björns Sigurðar Gunnarssonar. Matur Leikskólar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Er haframjólk full af eiturefnum? Undanfarna daga hefur haframjólk verið í umræðunni. Því miður hefur umræðan einkennst af ónákvæmum og villandi upplýsingum þar sem hræðsluvekjandi fullyrðingum hefur verið haldið fram um innihaldsefni í haframjólk. Hér skal staðreyndum um haframjólk haldið til haga. 25. nóvember 2023 15:00 Hafragrauturinn sem slegið hefur í gegn Anna Eiríksdóttir skrifar um ýmislegt sem viðkemur heilsu og hollu mataræði á Lífinu á Vísi. Í pistli dagsins deilir hún hugmyndum af uppskriftum fyrir hafragraut. Við gefum henni orðið. 25. apríl 2022 17:30 Heilsugengið - Hafragrautur með hindberjamixi Gestur Heilsugengisins verða Guðný Pálsdóttir og Lukka á Happ á morgun. 19. febrúar 2014 15:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Sjá meira
Guðrún Nanna Egilsdóttir er í meistaranámi í næringarfræði og skrifar reglulega pistla á Vísi tengda námi sínu. Í dag skrifar hún um hafragraut sem lengi hefur notið vinsælda sem morgunmatur og lifir sérstaklega góðu lífi í leikskólum landsins, grunnskólum og fjölmörgum vinnustöðum. Hafragrautur er ódýr, auðveldur í framleiðslu og býður auk þess upp á margvíslegan heilsufarslegan ávinning að sögn Guðrúnar Nönnu. „Undanfarið hefur þó farið að kræla á allskonar misgáfulegum sögusögnum um hann og ýmsar mýtur sprottið upp. Þessar mýtur hafa náð þó nokkuð miklu flugi og farið að valda því að sumir hreinlega forðast það að borða gamla góða hafragrautinn og aðrar hafravörur af ótta við að hann sé ekkert svo góður heilsunni eftir allt saman,“ segir Guðrún Nanna í pistli sínum. Þetta sé mikil synd þar sem að Íslendingar borði alltof lítið af trefjum og hafragrautur hafi lengi verið einn af fáum trefjagjöfum Íslendinga. Það sé því mikill missir að taka þennan góða trefjagjafa út. „Þegar að ég frétti svo að leikskólar eru farnir að fá pressu frá foreldrum að taka út hafragrautinn fyrir börn vegna útbreiddra mýta sem eru í gangi þá fannst mér rétt að leiðrétta aðeins nokkur atriði.“ Hún rennir yfir mýturnar fjórar, lið fyrir lið. Mýta 1 - Hafragrautur inniheldur ekki mikla næringu og er því ekki góður kostur sem morgunmatur Sannleikur: Hafragrautur er mjög næringarríkur en hann er bæði trefjaríkur og inniheldur ýmis vítamín og steinefni eins og járn, magnesíum, sink, selen og B-vítamín. Hann inniheldur þar að auki andoxunarefnið pólýfenól sem hefur bólgueyðandi eiginleika. Hafrar hafa hæga blóðsykurssvörun, geta lækkað kólesteról í blóði, hafa góð áhrif á þarmaflóruna og blóðþrýstingsstjórnun. Mýta 2 - Hafragrautur veldur mikilli blóðsykurshækkun vegna hás kolvetnainnihalds. Sannleikur: Meðal kornvara sýna hafrar hvað hægustu blóðsykurssvörunina, sem þýðir að þeir hækka blóðsykur hægt miðað við aðrar kornvörur. Til þess að hægja svo enn meira á blóðsykurshækkun má bæta hnetusmjöri/möndlusmjöri út á grautinn og jafnvel fræjum. Þá hefur vinnslustig hafrana einnig áhrif á hversu hratt blóðsykur hækkar og eru tröllahafrar og stálslegnir hafrar t.d. góðir kostir. Mýta 3 - Hafragrautur inniheldur fýtatsýru sem hindrar upptöku ýmissa næringarefna. Sannleikur: Fýtatsýra hindrar ekki upptöku á neinum efnum en getur dregið úr upptöku á járni, sinki, magnesíum og kalki. Það á bara við ef þessi efni eru borðuð í sömu máltíð en önnur efni í fæðunni vinna gegn þessu og auka upptöku eins og t.d. C vítamín en það eykur upptöku járns. Með því að leggja hafra í bleyti eins og í overnight oats má brjóta fýtatsýruna niður og auka þannig upptökuna á næringarefnum. Mýta 4 - Hafragrautur inniheldur mikið magn af skordýraeitrinu glýfosat sem er skaðlegt Sannleikur: Hafrar innihalda 0.703 mg/kg af glýfosati en samkvæmt EFSA er örugg inntaka glýfosats 0.5 mg á dag á hvert kg líkamsþyngdar. Manneskja um 80 kg þyrfti því að borða 56,9 kg af höfrum eða um 1422 skálar af hafragraut á dag til að fara yfir efri mörk. Þar að auki losar mannslíkaminn það litla magn sem við innbyrðum út á um 48 klukkustundum og því ekki mikið áhyggjuefni. Þá má líka nefna að það sama á við um seríos sem að er hafravara sem að hefur líka verið umtöluð að undanförnu. Guðrún Nanna segir því ljóst að ekki þurfi að hafa áhyggjur af hafragrautnum góða. Hann sé bæði næringarríkur og mikilvægur trefjagjafi sérstaklega í ljósi þess að Íslendingar borða almennt alltof lítið af trefjum. Fjallað er um hafragraut á Vísindavef Háskóla Íslands en þar kemur fram að hafragrautur sé hollur. „Rúsínur eru stundum notaðar í hafragraut og mjólk er yfirleitt sett út á grautinn þegar hann er framreiddur, hvort tveggja eru næringarrík matvæli og stuðla að frekari hollustu grautsins. Það er því rík ástæða til að mæla með neyslu hafragrauts sem er einfaldur, hollur og ódýr réttur,“ segir í umfjöllun Björns Sigurðar Gunnarssonar.
Matur Leikskólar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Er haframjólk full af eiturefnum? Undanfarna daga hefur haframjólk verið í umræðunni. Því miður hefur umræðan einkennst af ónákvæmum og villandi upplýsingum þar sem hræðsluvekjandi fullyrðingum hefur verið haldið fram um innihaldsefni í haframjólk. Hér skal staðreyndum um haframjólk haldið til haga. 25. nóvember 2023 15:00 Hafragrauturinn sem slegið hefur í gegn Anna Eiríksdóttir skrifar um ýmislegt sem viðkemur heilsu og hollu mataræði á Lífinu á Vísi. Í pistli dagsins deilir hún hugmyndum af uppskriftum fyrir hafragraut. Við gefum henni orðið. 25. apríl 2022 17:30 Heilsugengið - Hafragrautur með hindberjamixi Gestur Heilsugengisins verða Guðný Pálsdóttir og Lukka á Happ á morgun. 19. febrúar 2014 15:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Sjá meira
Er haframjólk full af eiturefnum? Undanfarna daga hefur haframjólk verið í umræðunni. Því miður hefur umræðan einkennst af ónákvæmum og villandi upplýsingum þar sem hræðsluvekjandi fullyrðingum hefur verið haldið fram um innihaldsefni í haframjólk. Hér skal staðreyndum um haframjólk haldið til haga. 25. nóvember 2023 15:00
Hafragrauturinn sem slegið hefur í gegn Anna Eiríksdóttir skrifar um ýmislegt sem viðkemur heilsu og hollu mataræði á Lífinu á Vísi. Í pistli dagsins deilir hún hugmyndum af uppskriftum fyrir hafragraut. Við gefum henni orðið. 25. apríl 2022 17:30
Heilsugengið - Hafragrautur með hindberjamixi Gestur Heilsugengisins verða Guðný Pálsdóttir og Lukka á Happ á morgun. 19. febrúar 2014 15:00