Tveir milljarðar í leiðtogafundinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2024 10:37 Gríðarlegur viðbúnaður var við Hörpu í maí í fyrra vegna fundarins og mikill fjöldi þungvopnaðra lögreglumanna. Vísir/Vilhelm Heildarkostnaður stjórnvalda vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fór í Reykjavík í maí á síðasta ári nam alls tveimur milljörðum króna samkvæmt uppgjöri utanríkisráðuneytisins og upplýsingum frá ríkislögreglustjóra og innviðaráðuneyti. Kostnaðurinn skýrist fyrst og fremst af umfangi fundarins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Þar kemur fram að leiðtogafundinn hafi verið sóttur af fulltrúum allra 46 aðildarríkja Evrópuráðsins, þar af 37 þjóðarleiðtogar og forsætisráðherra, auk háttsettra fulltrúa alþjóðastofnana og fimm áheyrnarríkja ráðsins. Samtals komu 65 erlendar sendinefndir og hátt í eitt þúsund gestir til landsins auk fleiri en tvöhundruð erlendra blaðamanna. Fram kemur í svarinu að í fjárlögum 2023 hafi eingöngu verið gert ráð fyrir að haldinn yrði umfangsminni fundur en svo reyndist vera. Áætlað var að heildarkostnaðurinn yrði rúmur 1,3 milljarður en fundurinn hafi síðar reynst stærri en gert var ráð fyrir. Þannig hafi heildarútgjöld lögreglu reynst nokkuð hærri en gert var ráð fyrir af ófyrirséðum ástæðum. Þau námu 1.560 milljónum króna. Meiri þörf reyndist fyrir aðstoð erlendra lögreglumanna og sérhæfðan búnað erlendis frá, svo sem sérhæfðra bíla og lengri þjálfun og undirbúning. Þá hafi erlendar sendinefndir reynst stærri en gert var ráð fyrir í upphafi svo leggja þurfti til fleiri bíla og sérþjálfaða ökumenn frá lögreglu auk búnaðar. Þær hafi auk þess dvalið lengur en gert hafði verið ráð fyrir og viðbúnaður lögreglu því varið lengur. Fram kemur í svarinu að engir bílar hafi verið keyptir vegna fundarins. Allir bílar hafi verið leigðir af bílaleigum og bílaumboðum utan tíu bíla í eigu Stjórnarráðsins sem lánaðar hafi verið í verkefnið. Heildarkostnaður utanríkisráðuneytisins vegna fundarins varð 423 milljónir en áætlun gerði ráð fyrir kostnaði upp á 432 milljónir. Þar vó kostnaður við umgjörð fundarins mestu eða 106 milljónum, þá fóru 90 milljónir í laun til starfsfólks. 61 milljón í samgöngur og 103 milljónir í leigu og kaup á nauðsynlegum búnaði meðal annars vegna túlkaþjónustu. Önnur aðkeypt þjónusta vegna streymis og útsendingu, til listamann og í prentun og merkingar var 63 milljónir króna. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Utanríkismál Reykjavík Rekstur hins opinbera Öryggis- og varnarmál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Kostnaðurinn skýrist fyrst og fremst af umfangi fundarins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Þar kemur fram að leiðtogafundinn hafi verið sóttur af fulltrúum allra 46 aðildarríkja Evrópuráðsins, þar af 37 þjóðarleiðtogar og forsætisráðherra, auk háttsettra fulltrúa alþjóðastofnana og fimm áheyrnarríkja ráðsins. Samtals komu 65 erlendar sendinefndir og hátt í eitt þúsund gestir til landsins auk fleiri en tvöhundruð erlendra blaðamanna. Fram kemur í svarinu að í fjárlögum 2023 hafi eingöngu verið gert ráð fyrir að haldinn yrði umfangsminni fundur en svo reyndist vera. Áætlað var að heildarkostnaðurinn yrði rúmur 1,3 milljarður en fundurinn hafi síðar reynst stærri en gert var ráð fyrir. Þannig hafi heildarútgjöld lögreglu reynst nokkuð hærri en gert var ráð fyrir af ófyrirséðum ástæðum. Þau námu 1.560 milljónum króna. Meiri þörf reyndist fyrir aðstoð erlendra lögreglumanna og sérhæfðan búnað erlendis frá, svo sem sérhæfðra bíla og lengri þjálfun og undirbúning. Þá hafi erlendar sendinefndir reynst stærri en gert var ráð fyrir í upphafi svo leggja þurfti til fleiri bíla og sérþjálfaða ökumenn frá lögreglu auk búnaðar. Þær hafi auk þess dvalið lengur en gert hafði verið ráð fyrir og viðbúnaður lögreglu því varið lengur. Fram kemur í svarinu að engir bílar hafi verið keyptir vegna fundarins. Allir bílar hafi verið leigðir af bílaleigum og bílaumboðum utan tíu bíla í eigu Stjórnarráðsins sem lánaðar hafi verið í verkefnið. Heildarkostnaður utanríkisráðuneytisins vegna fundarins varð 423 milljónir en áætlun gerði ráð fyrir kostnaði upp á 432 milljónir. Þar vó kostnaður við umgjörð fundarins mestu eða 106 milljónum, þá fóru 90 milljónir í laun til starfsfólks. 61 milljón í samgöngur og 103 milljónir í leigu og kaup á nauðsynlegum búnaði meðal annars vegna túlkaþjónustu. Önnur aðkeypt þjónusta vegna streymis og útsendingu, til listamann og í prentun og merkingar var 63 milljónir króna.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Utanríkismál Reykjavík Rekstur hins opinbera Öryggis- og varnarmál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira