Svilar hetjan þegar Roma komst áfram eftir vítaspyrnukeppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. febrúar 2024 23:25 Hetja Rómverja varði tvær vítaspyrnur í kvöld. David S.Bustamante/Getty Images Rómverjar skriðu áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu þökk sé sigri á Feyenoord í vítaspyrnukeppni. Þá sparkaði Sparta Prag tyrkneska liðinu Galatasaray úr keppni með 4-1 sigri. Roma og Feyenoord höfðu gert 1-1 jafntefli í Hollandi og því var allt undir í Róm í kvöld. Gestirnir komu betur stilltir inn í leikinn og kom Santiago Tomas Gimenez þeim yfir strax á fimmtu mínútu. Lorenzo Pellegrini jafnaði metin aðeins tíu mínútum síðar og staðan orðin 1-1, líkt og í fyrri leiknum. Fleiri voru mörkin ekki í venjulegum leiktíma. Því þurfti að framlengja og þar sem ekkert var skorað þar þá þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Romelu Lukaku brenndi af fyrir Rómverja en þar sem Mile Svilar varði frá bæði David Hancko og Alireza Jahanbakhsh þá er Roma komið áfram. Svilar the shoot-out hero as Roma qualify for the Round of 16 #UEL pic.twitter.com/rwsB7wRJ6L— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 22, 2024 Sparta Prag hafði tapað 3-2 í Tyrkalndi en það var ekki að sjá á leik kvöldsins. Heimamenn komust yfir snemma leiks og þó Galatasaray hafi jafnað skömmu síðar þá var lið Sparta mun betri aðilinn. Lokatölur 4-1 og Galatasaray sent heim með skottið á milli lappanna. Í öðrum leikjum þá komst Marseille örugglega áfram með sigri á Shakhtar Donetsk, Sporting komst áfram þökk sé samtals 4-2 sigri í viðureign sinni gegn Young Boys frá Sviss. Freiburg komst áfram á kostnað Lens og Braga sló út Qarabag. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Benfica naumlega áfram Benfica komst í kvöld í næstu umferð Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Toulouse. AC Milan komst sömuleiðis áfram þrátt fyrir 3-2 tap gegn Rennes í Frakklandi. 22. febrúar 2024 20:10 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Roma og Feyenoord höfðu gert 1-1 jafntefli í Hollandi og því var allt undir í Róm í kvöld. Gestirnir komu betur stilltir inn í leikinn og kom Santiago Tomas Gimenez þeim yfir strax á fimmtu mínútu. Lorenzo Pellegrini jafnaði metin aðeins tíu mínútum síðar og staðan orðin 1-1, líkt og í fyrri leiknum. Fleiri voru mörkin ekki í venjulegum leiktíma. Því þurfti að framlengja og þar sem ekkert var skorað þar þá þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Romelu Lukaku brenndi af fyrir Rómverja en þar sem Mile Svilar varði frá bæði David Hancko og Alireza Jahanbakhsh þá er Roma komið áfram. Svilar the shoot-out hero as Roma qualify for the Round of 16 #UEL pic.twitter.com/rwsB7wRJ6L— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 22, 2024 Sparta Prag hafði tapað 3-2 í Tyrkalndi en það var ekki að sjá á leik kvöldsins. Heimamenn komust yfir snemma leiks og þó Galatasaray hafi jafnað skömmu síðar þá var lið Sparta mun betri aðilinn. Lokatölur 4-1 og Galatasaray sent heim með skottið á milli lappanna. Í öðrum leikjum þá komst Marseille örugglega áfram með sigri á Shakhtar Donetsk, Sporting komst áfram þökk sé samtals 4-2 sigri í viðureign sinni gegn Young Boys frá Sviss. Freiburg komst áfram á kostnað Lens og Braga sló út Qarabag.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Benfica naumlega áfram Benfica komst í kvöld í næstu umferð Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Toulouse. AC Milan komst sömuleiðis áfram þrátt fyrir 3-2 tap gegn Rennes í Frakklandi. 22. febrúar 2024 20:10 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Benfica naumlega áfram Benfica komst í kvöld í næstu umferð Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Toulouse. AC Milan komst sömuleiðis áfram þrátt fyrir 3-2 tap gegn Rennes í Frakklandi. 22. febrúar 2024 20:10