Ekki fara í skattaköttinn Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir og Gunnlaug Ásgeirsdóttir skrifa 22. febrúar 2024 13:01 Í hvert sinn sem skil á skattframtali nálgast heyrast háværar raddir um aukið fjármálalæsi í íslensku menntakerfi, sérstaklega á framhaldsskólastigi. Algengt er á Íslandi að ungt fólk hefji sinn starfsferil um 16 ára aldur og gefur það því auga leið að þessi fræðsla á vel heima í menntaskólum. Einnig má nefna að seinustu ár hafa fleiri og fleiri kosið að starfa sem svokallaðir „giggarar“ og þar með fara í verktakavinnu. Það reynist þó erfiðara um vik ef skattframtalið stendur í vegi, það er, ef fólk kann ekki skil á því og borgar ýmist of mikið eða of lítið til skattsins. Margir mikla hlutina fyrir sér, kaupa jafnvel viðeigandi þjónustu eða fá vini/vandamenn til að vinna skattframtalið fyrir sig. Þörfin á fræðslu um skattamál er brýn. Fjárhagslegt sjálfstæði og fjármálalæsi spilar stórt hlutverk í baráttunni um jafnrétti kynjanna og hafa ýmis félagasamtök og stofnanir veitt málaflokknum athygli upp á síðkastið með því að bjóða upp á fræðsluviðburði í tengslum við fjármál. UAK (Ungar athafnakonur) eru þar engin undantekning en félagið hefur verið í samstarfi við Kauphöllina seinustu ár og staðið fyrir ýmsum vel sóttum viðburðum með það að markmiði að stuðla að fjárhagslegu sjálfstæði kvenna. Þótt víst sé að aðeins sé tvennt óumflýjanlegt í þessu lífi, dauðinn og skatturinn, er bjart framundan ef við sýnum ábyrgð, styðjum við fræðslu og eflum sjálfstæði einstaklinga. Það er einlægt markmið UAK að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu. Af þeim sökum hvetjum við ungar konur til að ganga til liðs við okkur og þiggja fræðslu um skattamál í samstarfi við LOGN bókhald. Í þetta sinn segjum við því „ekki fara í skattaköttinn” en til er gamalt máltæki sem segir, „gefðu manni fisk, og þú fæðir hann í einn dag. Kenndu manni að veiða fisk, og þú hefur fætt hann fyrir lífstíð”. Vinnustofa UAK „Ekki fara í skattaköttinn” verður haldin 26. febrúar nk. í húsi Samtaka atvinnulífsins. Höfundar eru Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir og Gunnlaug Ásgeirsdóttir, stjórnarkonur UAK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Fjármál heimilisins Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Í hvert sinn sem skil á skattframtali nálgast heyrast háværar raddir um aukið fjármálalæsi í íslensku menntakerfi, sérstaklega á framhaldsskólastigi. Algengt er á Íslandi að ungt fólk hefji sinn starfsferil um 16 ára aldur og gefur það því auga leið að þessi fræðsla á vel heima í menntaskólum. Einnig má nefna að seinustu ár hafa fleiri og fleiri kosið að starfa sem svokallaðir „giggarar“ og þar með fara í verktakavinnu. Það reynist þó erfiðara um vik ef skattframtalið stendur í vegi, það er, ef fólk kann ekki skil á því og borgar ýmist of mikið eða of lítið til skattsins. Margir mikla hlutina fyrir sér, kaupa jafnvel viðeigandi þjónustu eða fá vini/vandamenn til að vinna skattframtalið fyrir sig. Þörfin á fræðslu um skattamál er brýn. Fjárhagslegt sjálfstæði og fjármálalæsi spilar stórt hlutverk í baráttunni um jafnrétti kynjanna og hafa ýmis félagasamtök og stofnanir veitt málaflokknum athygli upp á síðkastið með því að bjóða upp á fræðsluviðburði í tengslum við fjármál. UAK (Ungar athafnakonur) eru þar engin undantekning en félagið hefur verið í samstarfi við Kauphöllina seinustu ár og staðið fyrir ýmsum vel sóttum viðburðum með það að markmiði að stuðla að fjárhagslegu sjálfstæði kvenna. Þótt víst sé að aðeins sé tvennt óumflýjanlegt í þessu lífi, dauðinn og skatturinn, er bjart framundan ef við sýnum ábyrgð, styðjum við fræðslu og eflum sjálfstæði einstaklinga. Það er einlægt markmið UAK að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu. Af þeim sökum hvetjum við ungar konur til að ganga til liðs við okkur og þiggja fræðslu um skattamál í samstarfi við LOGN bókhald. Í þetta sinn segjum við því „ekki fara í skattaköttinn” en til er gamalt máltæki sem segir, „gefðu manni fisk, og þú fæðir hann í einn dag. Kenndu manni að veiða fisk, og þú hefur fætt hann fyrir lífstíð”. Vinnustofa UAK „Ekki fara í skattaköttinn” verður haldin 26. febrúar nk. í húsi Samtaka atvinnulífsins. Höfundar eru Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir og Gunnlaug Ásgeirsdóttir, stjórnarkonur UAK.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar